Ríkið mismunar börnum í Reykjavík á grundvelli búsetu og uppruna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2022 17:00 Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Í vikunni birti Hagstofa Íslands frétt og tölur um fjölgun barna með erlendan bakgrunn á grunnskólaaldri sem hefur fjölgað línulega frá árinu 2006. Í tölulegum upplýsingum, sem Skóla- og frístundasvið heldur úti, má sjá sömu þróun. Á árunum 2016-2021 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum borgarinnar um 1.317 börn, eða úr 1.677 börnum yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021, sem er 78% fjölgun. Þegar leikskólastigið er skoðað yfir sama tímabil hefur fjölgun barna verið 329 börn farið úr 1.175 í 1.504 börn, sem er 78% fjölgun. Í öllum hverfum borgarinnar fjölgar fjöltyngdum börnum en hvergi er hópur þeirra fjölmennari en í hverfinu mínu, Breiðholti. Ójöfnuður Jöfnunarsjóðs bitnar á börnum í borginni - mest á börnum í Breiðholti Jöfnunarsjóður greiðir um 130.000 krónur með öllum börnum allra annarra sveitarfélaga en Reykjavík. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er sláandi staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi langmest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Á árinu 2021 varð þessi hópur af tæplega 390 milljónum króna. Á liðnu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið snuðuð um. Þetta eru svimandi háar fjárhæðir sem myndu gagnast vel í fagstarfi grunn- og leikskólanna í borginni okkar. Með þessu fjármagni væri hægt að styðja enn betur við börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra til að ná betri tökum á tungumálinu og öðrum þáttum skólastarfsins sem aftur hjálpar við nám og leik og þar með að komast inn um dyrnar á íslensku samfélagi. Tungumálið er lykilinn að því. Aukin hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna taka fjölskyldur sínar með. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál, ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Það sýna ofangreindar tölur. Foreldrar barna af erlendum uppruna greiða til samneyslunnar eins og Íslenskir foreldrar - Saman sköpum við eina heild, íslenskt samfélag sem ber ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Það er því ótækt að ríkisstjórnin sniðgangi fjöltyngd börnin í borginni um fjármagnið sem rennur í gegnum samneyslu Jöfnunarsjóðs. Miklar og stórar framkvæmdir eru í kortunum hjá hjá ráðherra innviða. Þetta eru framkvæmdir sem tengjast stórum samgönguframkvæmdum, vilja til að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum, meðal annars með auknum stofnframlögum til óhagnaðardrifna félaga til húsnæðisbyggingar og hlutdeildarlán til frekari uppbyggingu leiguíbúða um allt land. Hvort tveggja eru mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem atvinnulífið þarf á stuðningi aðflutts vinnuafls að halda. Með öðrum orðum getur ráðherra ekki látið stefnu sína rætast nema með vinnusömu fólki sem flytur hingað til lands með börnin sín og sest hérna að, líka í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Í vikunni birti Hagstofa Íslands frétt og tölur um fjölgun barna með erlendan bakgrunn á grunnskólaaldri sem hefur fjölgað línulega frá árinu 2006. Í tölulegum upplýsingum, sem Skóla- og frístundasvið heldur úti, má sjá sömu þróun. Á árunum 2016-2021 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum borgarinnar um 1.317 börn, eða úr 1.677 börnum yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021, sem er 78% fjölgun. Þegar leikskólastigið er skoðað yfir sama tímabil hefur fjölgun barna verið 329 börn farið úr 1.175 í 1.504 börn, sem er 78% fjölgun. Í öllum hverfum borgarinnar fjölgar fjöltyngdum börnum en hvergi er hópur þeirra fjölmennari en í hverfinu mínu, Breiðholti. Ójöfnuður Jöfnunarsjóðs bitnar á börnum í borginni - mest á börnum í Breiðholti Jöfnunarsjóður greiðir um 130.000 krónur með öllum börnum allra annarra sveitarfélaga en Reykjavík. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er sláandi staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi langmest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Á árinu 2021 varð þessi hópur af tæplega 390 milljónum króna. Á liðnu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið snuðuð um. Þetta eru svimandi háar fjárhæðir sem myndu gagnast vel í fagstarfi grunn- og leikskólanna í borginni okkar. Með þessu fjármagni væri hægt að styðja enn betur við börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra til að ná betri tökum á tungumálinu og öðrum þáttum skólastarfsins sem aftur hjálpar við nám og leik og þar með að komast inn um dyrnar á íslensku samfélagi. Tungumálið er lykilinn að því. Aukin hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna taka fjölskyldur sínar með. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál, ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Það sýna ofangreindar tölur. Foreldrar barna af erlendum uppruna greiða til samneyslunnar eins og Íslenskir foreldrar - Saman sköpum við eina heild, íslenskt samfélag sem ber ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Það er því ótækt að ríkisstjórnin sniðgangi fjöltyngd börnin í borginni um fjármagnið sem rennur í gegnum samneyslu Jöfnunarsjóðs. Miklar og stórar framkvæmdir eru í kortunum hjá hjá ráðherra innviða. Þetta eru framkvæmdir sem tengjast stórum samgönguframkvæmdum, vilja til að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum, meðal annars með auknum stofnframlögum til óhagnaðardrifna félaga til húsnæðisbyggingar og hlutdeildarlán til frekari uppbyggingu leiguíbúða um allt land. Hvort tveggja eru mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem atvinnulífið þarf á stuðningi aðflutts vinnuafls að halda. Með öðrum orðum getur ráðherra ekki látið stefnu sína rætast nema með vinnusömu fólki sem flytur hingað til lands með börnin sín og sest hérna að, líka í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun