Druslugangan haldin á ný Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2022 10:30 Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00. Druslugangan verður haldin aftur eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs, en fyrsta Druslugangan á Íslandi átti sér stað sama dag, þann 23. júlí árið 2011 og var yfirlýst markmið hennar að vekja athygli á því hvar ábyrgðin liggur þegar kynferðisofbeldi er annars vegar – hjá gerendum þess, ekki þolendum. Gangan á Íslandi var haldin í kjölfar fyrstu Druslugöngunnar í heiminum, eða Slut Walk, sem gengin var í Toronto, Kanada sama ár sem mótsvar við orðum sem lögreglumaður lét falla á háskólafyrirlestri í borginni – að konur þyrftu að forðast að klæðast eins og druslur til þess að verða ekki fórnarlömb. Þó að hann hafi síðar beðist opinberlega afsökunar á orðum sínum urðu þau engu að síður neistinn sem leiddi til þess að Druslugöngur voru haldnar um allan heim, því mörgum þótti þau endurspegla nauðgunarmenningu (e. rape culture) – menningu sem ýtir undir og viðheldur normaliseringu kerfisbundins kynferðisofbeldis gegn konum og jaðarhópum. Vitundarvakningin sem Druslugangan hefur staðið fyrir frá byrjun snýst um að gagnrýna þessa menningu og neita að samþykkja háa tíðni kynferðisbrota og áreitis sem eðlilegan þátt í samfélaginu. Druslugangan í ár, ellefu árum síðar, er byggð á þessum sömu grunngildum og áhersla verður áfram lögð á upprætingu nauðgunarmenningar og kynferðisofbeldis. Ef við hugsum aftur til orða lögreglumannsins sem urðu kveikjan að Druslugöngum víðsvegar um heim, er það ekki einungis innihald þeirra sem er umhugsunarvert, heldur einnig að ummælin hafi komið frá lögreglumanni. Vitundarvakning meðal almennings er nauðsynleg, en viðhorf og vinnubrögð aðila í valdastöðu verða að vera þolendavænni en svo að ábyrgð sé varpað yfir á klæðaburð brotaþola. Hér á Íslandi hefur samfélagsumræðan lengi verið hávær hvað varðar annmarka íslenska réttarvörslukerfisins þegar kemur að málsmeðferð og rannsóknum á kynferðisbrotum, og því kerfislæga ofbeldi sem minnihlutahópar verða fyrir. Í ár verða áherslur Druslugöngunnar því sérstaklega sniðnar að því að vekja upp samtal varðandi þátt valdakerfa á Íslandi í berskjöldun jaðarsettra hópa fyrir kynferðisofbeldi. Eftir að við göngum saman til stuðnings þolendum munu ræðuhaldarar á Austurvelli deila upplifun sinni af íslenskum valdakerfum og fræða okkur um hvernig við getum orðið betri bandamenn og tekið virkan þátt í að rífa kerfislægt misrétti og kynferðisofbeldi upp með rótum. Höldum umræðunni á lofti og krefjumst betrumbóta saman. Sjáumst á laugardaginn. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Kynferðisofbeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00. Druslugangan verður haldin aftur eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs, en fyrsta Druslugangan á Íslandi átti sér stað sama dag, þann 23. júlí árið 2011 og var yfirlýst markmið hennar að vekja athygli á því hvar ábyrgðin liggur þegar kynferðisofbeldi er annars vegar – hjá gerendum þess, ekki þolendum. Gangan á Íslandi var haldin í kjölfar fyrstu Druslugöngunnar í heiminum, eða Slut Walk, sem gengin var í Toronto, Kanada sama ár sem mótsvar við orðum sem lögreglumaður lét falla á háskólafyrirlestri í borginni – að konur þyrftu að forðast að klæðast eins og druslur til þess að verða ekki fórnarlömb. Þó að hann hafi síðar beðist opinberlega afsökunar á orðum sínum urðu þau engu að síður neistinn sem leiddi til þess að Druslugöngur voru haldnar um allan heim, því mörgum þótti þau endurspegla nauðgunarmenningu (e. rape culture) – menningu sem ýtir undir og viðheldur normaliseringu kerfisbundins kynferðisofbeldis gegn konum og jaðarhópum. Vitundarvakningin sem Druslugangan hefur staðið fyrir frá byrjun snýst um að gagnrýna þessa menningu og neita að samþykkja háa tíðni kynferðisbrota og áreitis sem eðlilegan þátt í samfélaginu. Druslugangan í ár, ellefu árum síðar, er byggð á þessum sömu grunngildum og áhersla verður áfram lögð á upprætingu nauðgunarmenningar og kynferðisofbeldis. Ef við hugsum aftur til orða lögreglumannsins sem urðu kveikjan að Druslugöngum víðsvegar um heim, er það ekki einungis innihald þeirra sem er umhugsunarvert, heldur einnig að ummælin hafi komið frá lögreglumanni. Vitundarvakning meðal almennings er nauðsynleg, en viðhorf og vinnubrögð aðila í valdastöðu verða að vera þolendavænni en svo að ábyrgð sé varpað yfir á klæðaburð brotaþola. Hér á Íslandi hefur samfélagsumræðan lengi verið hávær hvað varðar annmarka íslenska réttarvörslukerfisins þegar kemur að málsmeðferð og rannsóknum á kynferðisbrotum, og því kerfislæga ofbeldi sem minnihlutahópar verða fyrir. Í ár verða áherslur Druslugöngunnar því sérstaklega sniðnar að því að vekja upp samtal varðandi þátt valdakerfa á Íslandi í berskjöldun jaðarsettra hópa fyrir kynferðisofbeldi. Eftir að við göngum saman til stuðnings þolendum munu ræðuhaldarar á Austurvelli deila upplifun sinni af íslenskum valdakerfum og fræða okkur um hvernig við getum orðið betri bandamenn og tekið virkan þátt í að rífa kerfislægt misrétti og kynferðisofbeldi upp með rótum. Höldum umræðunni á lofti og krefjumst betrumbóta saman. Sjáumst á laugardaginn. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun