Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. júlí 2022 19:43 Dómstólar munu nú skera úr um hvort kaup Musk á Twitter þurfi að ganga í gegn. Getty/Matt Cardy Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. Í apríl síðastliðnum tilkynnti auðjöfurinn Elon Musk að hann vildi kaupa samfélagsmiðilinn Twitter en hann bauð fram 41 milljarð bandaríkjadala. Hann sagði þá nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Nú í júlí vildi Musk draga kauptilboð sitt til baka en hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn með því að útvega honum ekki nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum. Twitter sendi honum upplýsingar um fjölda falskra reikninga en Musk dró fjöldann í efa. Twitter ákvað í kjölfarið að höfða mál gegn Musk og sagði hann hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Twitter vilji að Musk taki ábyrgð. Í gær komust dómstólar í Delaware að þeirri niðurstöðu að mál Twitter og Musk skuli fara fyrir dóm í október til þess að greiða úr því hvort Musk þurfi að standa við kauptilboð sitt til Twitter eða ekki. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Á meðan réttarhöldum stóð í gær óskaði Twitter eftir því að málið yrði leyst með eins miklum hraða og mögulegt væri. Lögmaður Twitter sagði óvissuna skaða Twitter með hverri mínútunni sem líði. Samfélagsmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Sjá meira
Í apríl síðastliðnum tilkynnti auðjöfurinn Elon Musk að hann vildi kaupa samfélagsmiðilinn Twitter en hann bauð fram 41 milljarð bandaríkjadala. Hann sagði þá nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Nú í júlí vildi Musk draga kauptilboð sitt til baka en hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn með því að útvega honum ekki nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum. Twitter sendi honum upplýsingar um fjölda falskra reikninga en Musk dró fjöldann í efa. Twitter ákvað í kjölfarið að höfða mál gegn Musk og sagði hann hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Twitter vilji að Musk taki ábyrgð. Í gær komust dómstólar í Delaware að þeirri niðurstöðu að mál Twitter og Musk skuli fara fyrir dóm í október til þess að greiða úr því hvort Musk þurfi að standa við kauptilboð sitt til Twitter eða ekki. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Á meðan réttarhöldum stóð í gær óskaði Twitter eftir því að málið yrði leyst með eins miklum hraða og mögulegt væri. Lögmaður Twitter sagði óvissuna skaða Twitter með hverri mínútunni sem líði.
Samfélagsmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Sjá meira