



Reglugerðardrögin innihalda lýsingar á umferðarmerkjum, umferðarljósum, hljóðmerkjum og öðrum merkjum á eða við veg til stjórnunar á eða leiðbeiningar fyrir umferð. Þá eru gerðar töluverðar breytingar á flokkunarkerfi umferðarmerkja til einföldunar og í því skyni að samræma við alþjóðlega staðla.
Í hópnum voru fulltrúar Vegagerðarinnar, innviðaráðuneytisins, Samgöngustofu, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Tvenn ný umferðarljós verða tekin í notkun, þar á meðal akreinaljós, sem sjá má á mynd hér til hægri fyrir ofan. Rauður kross merkir að óheimilt sé að aka eftir akreininni í þá átt sem ferðast er í, gul ör merkir að akreininni verði lokað og að akandi vegfarandi skuli skipa yfir á akrein í þá átt sem örin bendir en græn ör að heimilt sé að aka eftir akreininni.
Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um reglugerðardrögin en frestur til að skila umsögn er til og með 11. ágúst 2022.
Hægt er að sjá nánari upplýsingar um ný skilti, niðurfelld skilti og fleira á vef Stjórnarráðsins.