Að vera með stjórnmálamenn í vasanum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 14. júlí 2022 19:00 Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum. En kannski er það mikilvægasta að með því að hafa stjórnmálamenn og flokka í vasanum þá getur þú stýrt umræðunni um aðgang að auðlindinni. Þannig hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn til dæmis tryggt að mest öll umræðan er um litlu aðilana sem stunda fiskveiðar. Þannig er endalaust verið að skerða rétt þeirra sem stunda strandveiðar, einu veiðarnar sem eru byggðavænar og hafa einnig mun minni áhrif á umhverfið. Þetta er alls ekki óþekkt aðferð sem kemur úr smiðju stóriðjunnar, en þeim hefur tekist að láta alla umræðu um umhverfismál snúast um hvað almenningur þurfi að gera á meðan 80% útblásturs kemur í raun frá stóriðjunni og þannig fáum við að heyra matvælaráðherra tala um þörf á breytingum á stjórnun strandveiða, sem í raun tengjast aðeins örlitlu broti af þeim afla sem veiddur er í lögsögu Íslands. Matvælaráðherra vill hverfa aftur til þess kerfis þegar kvótinn var bundinn við svæði, algjörlega óháð því hvernig fiskurinn dreifist í kringum landið á mismunandi hátt með breytingum á hitastigi í hafinu. Svo reynir ráðherra að friðþægja sjómennina með því að hækka kvótann örlítið. Því miður er nokkuð augljóst að ekkert af því sem verið er að gera tryggir strandveiðibátum 48 daga á sjó eins og miða átti við. Á sama tíma er um þriðjungur kvótans á Íslandi kominn í hendur örfárra aðila og ráðherrar sjá engar ástæður til þess að taka á því og leyfa stjórnendum þessara fyrirtækja að fela sig bak við það að þar sem félögin séu skráð á markað, þá séu í raun þúsundir eigenda, en sannleikurinn er sá að þegar eignarhlutur fólks í þessum fyrirtækjum er skoðaður, þá eru það innan við 20 aðilar á Íslandi ráða í raun yfir 80% kvótans. Það er hins vegar auðvelt að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir eru í vasanum á útgerðinni. Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar, þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum. Ef að ætlunin er að tryggja dreifða byggð í landinu og sanngjarnan aðgang að auðlindum hafsins, þá þarf að tryggja 48 daga á hvern strandveiðibát, óháð því hvar hann er staðsettur á landinu, setja alvöru reglur um dreift eignarhald á kvóta og að rukka sanngjarnt auðlindagjald af þeim sem halda utan um kvótann. Það að við skattgreiðendur borgum með eftirliti með auðlindinni á sama tíma og örfáir einstaklingar moka inn milljarða í arð á hverju ári er óásættanlegt í öllum lýðræðislegum þjóðfélögum. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum. En kannski er það mikilvægasta að með því að hafa stjórnmálamenn og flokka í vasanum þá getur þú stýrt umræðunni um aðgang að auðlindinni. Þannig hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn til dæmis tryggt að mest öll umræðan er um litlu aðilana sem stunda fiskveiðar. Þannig er endalaust verið að skerða rétt þeirra sem stunda strandveiðar, einu veiðarnar sem eru byggðavænar og hafa einnig mun minni áhrif á umhverfið. Þetta er alls ekki óþekkt aðferð sem kemur úr smiðju stóriðjunnar, en þeim hefur tekist að láta alla umræðu um umhverfismál snúast um hvað almenningur þurfi að gera á meðan 80% útblásturs kemur í raun frá stóriðjunni og þannig fáum við að heyra matvælaráðherra tala um þörf á breytingum á stjórnun strandveiða, sem í raun tengjast aðeins örlitlu broti af þeim afla sem veiddur er í lögsögu Íslands. Matvælaráðherra vill hverfa aftur til þess kerfis þegar kvótinn var bundinn við svæði, algjörlega óháð því hvernig fiskurinn dreifist í kringum landið á mismunandi hátt með breytingum á hitastigi í hafinu. Svo reynir ráðherra að friðþægja sjómennina með því að hækka kvótann örlítið. Því miður er nokkuð augljóst að ekkert af því sem verið er að gera tryggir strandveiðibátum 48 daga á sjó eins og miða átti við. Á sama tíma er um þriðjungur kvótans á Íslandi kominn í hendur örfárra aðila og ráðherrar sjá engar ástæður til þess að taka á því og leyfa stjórnendum þessara fyrirtækja að fela sig bak við það að þar sem félögin séu skráð á markað, þá séu í raun þúsundir eigenda, en sannleikurinn er sá að þegar eignarhlutur fólks í þessum fyrirtækjum er skoðaður, þá eru það innan við 20 aðilar á Íslandi ráða í raun yfir 80% kvótans. Það er hins vegar auðvelt að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir eru í vasanum á útgerðinni. Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar, þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum. Ef að ætlunin er að tryggja dreifða byggð í landinu og sanngjarnan aðgang að auðlindum hafsins, þá þarf að tryggja 48 daga á hvern strandveiðibát, óháð því hvar hann er staðsettur á landinu, setja alvöru reglur um dreift eignarhald á kvóta og að rukka sanngjarnt auðlindagjald af þeim sem halda utan um kvótann. Það að við skattgreiðendur borgum með eftirliti með auðlindinni á sama tíma og örfáir einstaklingar moka inn milljarða í arð á hverju ári er óásættanlegt í öllum lýðræðislegum þjóðfélögum. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun