Öruggari greiðslur með sterkri auðkenningu Hermann Þór Snorrason skrifar 13. júlí 2022 11:00 Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni. Þegar þú skráir þig inn í netbanka eða bankaapp eða framkvæmir greiðslu á netinu þarftu að staðfesta að þú sért í raun og veru þú með því að nota sterka auðkenningu. Það getur þú t.d. gert með því að nota rafræn skilríki, nota fingrafara- eða andlitsskanna á símanum eða aðrar leiðir sem bankinn þinn býður upp á, t.d. Auðkennisappið, en allt telst þetta vera sterk auðkenning. Ef þú hefur skráð þig inn í netbanka eða app einungis með því að slá inn notandanafn og lykilorð, er bönkum skylt að krefjast viðbótarstaðfestingar áður en þú getur lokið við að framkvæma greiðslu. Dæmi um viðbótarstaðfestingu er að slá inn einnota auðkennisnúmer sem þú færð með SMSi, í appi eða á öryggislykli. Með sterkri auðkenningu er hægt að staðfesta að þú sért bara þú – að þú sért „orginal“ eins og Sálin hans Jóns míns söng um, sællar minningar. Allar þessar breytingar eru liður í innleiðingu á PSD2-tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu sem er ætlað að bregðast við auknum fjársvikatilraunum á netinu og gera fleiri þjónustuveitendum en bara bönkum fært að veita bankaþjónustu. Þær valda því að snjallsími og rafræn skilríki eru enn mikilvægari við hvers kyns bankaviðskipti og greiðslur en áður. Vinsælast að auðkenna sig með andlitsgreiningu eða fingrafari Í Landsbankaappinu hefur alltaf verið hægt að auðkenna sig með lífkenni, þ.e. með andlitsgreiningu eða fingrafari. Þetta er langvinsælasta leiðin við innskráningu og er notuð í um 70% tilfella. Aðrir viðskiptavinir nota helst rafræn skilríki. Innan skamms munu viðskiptavinir Landsbankans einnig geta staðfest greiðslur með lífkenni, rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu. Með þessu viljum við tryggja að þú getir sinnt bankaviðskiptum þótt þú sért bara í netsambandi en ekki í símasambandi. Sama gildir ef þú hefur bara símasamband en ekkert netsamband. Mikilvæg breyting í netverslun Verslun á netinu er ekki hættulaus og netglæpamenn leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum, s.s. kreditkortanúmerum. Lengi hefur verið hægt að staðfesta greiðslur á netinu með því að slá inn auðkennisnúmer sem kemur með SMSi en með nýju reglunum verður gerð krafa um sterka auðkenningu við netgreiðslur, s.s. lífkenni eða rafræn skilríki sem mun gera netverslun öruggari. Ógn vegna netglæpa er stöðug og við þurfum öll að vera vakandi fyrir henni. Þess vegna munum við, þrátt fyrir sterkar auðkenningar, halda áfram að starfrækja núverandi öryggiskerfi í netbanka Landsbankans og Landsbankaappinu. Þar mun áfram eiga sér stað áhættumat sem byggir meðal annars á hegðunarvenjum og -mynstri notandans. Þetta tvennt ásamt sterkum auðkenningum eru öflug vopn í baráttunni gegn netglæpum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Netöryggi Netglæpir Fjártækni Greiðslumiðlun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni. Þegar þú skráir þig inn í netbanka eða bankaapp eða framkvæmir greiðslu á netinu þarftu að staðfesta að þú sért í raun og veru þú með því að nota sterka auðkenningu. Það getur þú t.d. gert með því að nota rafræn skilríki, nota fingrafara- eða andlitsskanna á símanum eða aðrar leiðir sem bankinn þinn býður upp á, t.d. Auðkennisappið, en allt telst þetta vera sterk auðkenning. Ef þú hefur skráð þig inn í netbanka eða app einungis með því að slá inn notandanafn og lykilorð, er bönkum skylt að krefjast viðbótarstaðfestingar áður en þú getur lokið við að framkvæma greiðslu. Dæmi um viðbótarstaðfestingu er að slá inn einnota auðkennisnúmer sem þú færð með SMSi, í appi eða á öryggislykli. Með sterkri auðkenningu er hægt að staðfesta að þú sért bara þú – að þú sért „orginal“ eins og Sálin hans Jóns míns söng um, sællar minningar. Allar þessar breytingar eru liður í innleiðingu á PSD2-tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu sem er ætlað að bregðast við auknum fjársvikatilraunum á netinu og gera fleiri þjónustuveitendum en bara bönkum fært að veita bankaþjónustu. Þær valda því að snjallsími og rafræn skilríki eru enn mikilvægari við hvers kyns bankaviðskipti og greiðslur en áður. Vinsælast að auðkenna sig með andlitsgreiningu eða fingrafari Í Landsbankaappinu hefur alltaf verið hægt að auðkenna sig með lífkenni, þ.e. með andlitsgreiningu eða fingrafari. Þetta er langvinsælasta leiðin við innskráningu og er notuð í um 70% tilfella. Aðrir viðskiptavinir nota helst rafræn skilríki. Innan skamms munu viðskiptavinir Landsbankans einnig geta staðfest greiðslur með lífkenni, rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu. Með þessu viljum við tryggja að þú getir sinnt bankaviðskiptum þótt þú sért bara í netsambandi en ekki í símasambandi. Sama gildir ef þú hefur bara símasamband en ekkert netsamband. Mikilvæg breyting í netverslun Verslun á netinu er ekki hættulaus og netglæpamenn leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum, s.s. kreditkortanúmerum. Lengi hefur verið hægt að staðfesta greiðslur á netinu með því að slá inn auðkennisnúmer sem kemur með SMSi en með nýju reglunum verður gerð krafa um sterka auðkenningu við netgreiðslur, s.s. lífkenni eða rafræn skilríki sem mun gera netverslun öruggari. Ógn vegna netglæpa er stöðug og við þurfum öll að vera vakandi fyrir henni. Þess vegna munum við, þrátt fyrir sterkar auðkenningar, halda áfram að starfrækja núverandi öryggiskerfi í netbanka Landsbankans og Landsbankaappinu. Þar mun áfram eiga sér stað áhættumat sem byggir meðal annars á hegðunarvenjum og -mynstri notandans. Þetta tvennt ásamt sterkum auðkenningum eru öflug vopn í baráttunni gegn netglæpum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landsbankanum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar