Það er af sem áður var Heiðar Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 11:00 Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag. Landssíminn var síðan einkavæddur árið 2005. Þessar breytingar gjörbyltu neytendamarkaði til hins betra. Fjölbreytni jókst, þjónusta batnaði og verð lækkuðu gríðarlega.i Frumkvæðið að lagabreytingunum var allt hjá Sjálfstæðisflokknum. Í dag er ástandið þveröfugt. Enn eru það Sjálfstæðismenn sem veita málunum forstöðu en nú er verið að auka umfang hins opinbera. RÚV fær síaukin framlög þrátt fyrir að tilvist ríkisútvarps sé alger tímaskekkja. Aldrei hafa fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvar verið í rekstri og dreifing á slíku efni er nánast orðin almenn, enda er hægt að opna fjölmiðil á netinu með engri fyrirhöfn. Öryggishlutverk ríkisútvarps er ekkert enda hafa snjallsímar löngu tekið það yfir. Ríkisfréttastofa minnir á liðna tíma og fyrirkomulag ráðstjórnarríkja. Að ríkið standi í samkeppni á auglýsingamarkaði hefur alltaf verið fráleitt. Á fjarskiptamarkaði er Ísland eitt Vesturlanda með ríkiseinokun á ljósleiðurum á milli landa. Þrátt fyrir vilja einkaaðila til að koma þar inn og byggja á hagkvæmari hátt slíkar tengingar er þeim hrundið jafn harðan. Vodafone Group er stærsti eigandi slíkra tenginga í heiminum og yfir fimmtungur af allri heimsumferð á internetinu fer um þeirra strengi. Einhver hefði haldið að það væri fengur að slíkri innkomu á íslenskan markað en það er öðru nær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræður yfir málefnum Farice. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem ráðherra fjarskiptamála hefur ekki látið þetta stórmál um samkeppni sig varða. Í sumar var verið að bjóða út tvo þræði í svokölluðum Nato ljósleiðara. Þar hafði Vodafone rekið einn þráð af myndarbrag í 12 ár. Öll samkeppni við Símann var á þeim þræði, sem og öryggisfjarskipti. Síminn hafði fyrir einkavæðingu fengið 5 þræði í ljósleiðaranum. Á okkar eina þræði voru meðal annarra Vaktstöð siglinga, Neyðarlínan og Nova en Landhelgisgæslan gaf okkur hæstu einkunn, líkt og aðrir viðskiptavinir fyrir reksturinn. Í stað þess að bjóða út annan þráðinn og leyfa okkur að halda áfram okkar góðu starfi með hinn, sem hefði eflt enn frekar samkeppni með innkomu nýs aðila, er ákveðið að klæðskerasníða útboð að hagsmunum opinbers fyrirtækis, Ljósleiðarans (áður þekkt sem Gagnaveita Reykjavíkur). Ljósleiðarinn fékk því báða þræðina og segist ætla að leggja ljósleiðara inná öll heimili í dreifbýli á kostnað Reykvíkinga. En Ljósleiðarinn hefur ekki fjármagn í verkið og hyggur á aukningu hlutafjár. Það er alger tímaskekkja og sóun að draga ljós inná hvert heimili þegar 5G farsímatækni er komin í gagnið sem býður upp á 2Gb tengingu í gegnum loftið (6G enn meiri hraða) án alls jarðrasks á meðan Ljósleiðarinn býður í dag 1Gb. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra stýrir þessari sóun og aðför að einkaaðilum og samkeppni. Síðan tekur steininn úr þegar umræða hefst hjá Sjálfstæðismönnum um hvort stofna eigi öflugt fjarskiptafélag í eigu ríkisins með sameiningu Orkufjarskipta, Farice og Neyðarlínunnar. Á tyllidögum er talað um sjálfbærni og minnkun á sóun en verkin sem hér eru nefnd eru dæmi um hið gagnstæða. Hagur almennings mun versna hratt við þessa þróun. i Engin grein hefur dregið jafn mikið úr verðbólgu á síðustu árum og fjarskiptaþjónusta þar sem vísitala farsímaþjónustu mæld af Hagstofu er í dag 9,5% af því sem hún var áður. Höfundur er forstjóri Stöðvar 2 og Vodafone. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Fjarskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sæstrengir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag. Landssíminn var síðan einkavæddur árið 2005. Þessar breytingar gjörbyltu neytendamarkaði til hins betra. Fjölbreytni jókst, þjónusta batnaði og verð lækkuðu gríðarlega.i Frumkvæðið að lagabreytingunum var allt hjá Sjálfstæðisflokknum. Í dag er ástandið þveröfugt. Enn eru það Sjálfstæðismenn sem veita málunum forstöðu en nú er verið að auka umfang hins opinbera. RÚV fær síaukin framlög þrátt fyrir að tilvist ríkisútvarps sé alger tímaskekkja. Aldrei hafa fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvar verið í rekstri og dreifing á slíku efni er nánast orðin almenn, enda er hægt að opna fjölmiðil á netinu með engri fyrirhöfn. Öryggishlutverk ríkisútvarps er ekkert enda hafa snjallsímar löngu tekið það yfir. Ríkisfréttastofa minnir á liðna tíma og fyrirkomulag ráðstjórnarríkja. Að ríkið standi í samkeppni á auglýsingamarkaði hefur alltaf verið fráleitt. Á fjarskiptamarkaði er Ísland eitt Vesturlanda með ríkiseinokun á ljósleiðurum á milli landa. Þrátt fyrir vilja einkaaðila til að koma þar inn og byggja á hagkvæmari hátt slíkar tengingar er þeim hrundið jafn harðan. Vodafone Group er stærsti eigandi slíkra tenginga í heiminum og yfir fimmtungur af allri heimsumferð á internetinu fer um þeirra strengi. Einhver hefði haldið að það væri fengur að slíkri innkomu á íslenskan markað en það er öðru nær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræður yfir málefnum Farice. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem ráðherra fjarskiptamála hefur ekki látið þetta stórmál um samkeppni sig varða. Í sumar var verið að bjóða út tvo þræði í svokölluðum Nato ljósleiðara. Þar hafði Vodafone rekið einn þráð af myndarbrag í 12 ár. Öll samkeppni við Símann var á þeim þræði, sem og öryggisfjarskipti. Síminn hafði fyrir einkavæðingu fengið 5 þræði í ljósleiðaranum. Á okkar eina þræði voru meðal annarra Vaktstöð siglinga, Neyðarlínan og Nova en Landhelgisgæslan gaf okkur hæstu einkunn, líkt og aðrir viðskiptavinir fyrir reksturinn. Í stað þess að bjóða út annan þráðinn og leyfa okkur að halda áfram okkar góðu starfi með hinn, sem hefði eflt enn frekar samkeppni með innkomu nýs aðila, er ákveðið að klæðskerasníða útboð að hagsmunum opinbers fyrirtækis, Ljósleiðarans (áður þekkt sem Gagnaveita Reykjavíkur). Ljósleiðarinn fékk því báða þræðina og segist ætla að leggja ljósleiðara inná öll heimili í dreifbýli á kostnað Reykvíkinga. En Ljósleiðarinn hefur ekki fjármagn í verkið og hyggur á aukningu hlutafjár. Það er alger tímaskekkja og sóun að draga ljós inná hvert heimili þegar 5G farsímatækni er komin í gagnið sem býður upp á 2Gb tengingu í gegnum loftið (6G enn meiri hraða) án alls jarðrasks á meðan Ljósleiðarinn býður í dag 1Gb. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra stýrir þessari sóun og aðför að einkaaðilum og samkeppni. Síðan tekur steininn úr þegar umræða hefst hjá Sjálfstæðismönnum um hvort stofna eigi öflugt fjarskiptafélag í eigu ríkisins með sameiningu Orkufjarskipta, Farice og Neyðarlínunnar. Á tyllidögum er talað um sjálfbærni og minnkun á sóun en verkin sem hér eru nefnd eru dæmi um hið gagnstæða. Hagur almennings mun versna hratt við þessa þróun. i Engin grein hefur dregið jafn mikið úr verðbólgu á síðustu árum og fjarskiptaþjónusta þar sem vísitala farsímaþjónustu mæld af Hagstofu er í dag 9,5% af því sem hún var áður. Höfundur er forstjóri Stöðvar 2 og Vodafone.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar