Að hugsa út fyrir sjálfan sig Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2022 13:30 Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana. Richard bætir við að það er ekki nóg að læra hana með því að lesa um hana og heyra um færnina, heldur er nauðsynlegt að læra hana með því að gera hana, æfa og iðka. Rannsóknir hafa sýnt tengsl andlegrar heilsu við ótal marga lykilþætti í lífinu eins og heilsu, langlífi, félagsleg tengsl, vinnu og tekjur (De Neve et al, 2013). En er nóg að hlúa að eigin vellíðan? Er nóg að hjálpa fólki að upplifa andlega heilsu? Er nóg að hafa samfélag sem líður vel? Eða viljum við hafa samfélag sem líður vel og lætur gott af sér leiða, að fólk hafi merkingarbært líf og hugsi út fyrir sjálfan sig? Michael Steger kom með mikilvægt innslag á Evrópuráðstefnu í jákvæðri sálfræði, sem var haldin um síðustu helgi í Hörpu, þar sem hann benti á mikilvægi þess að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem skapar góða framtíð og kemur í veg fyrir slæma framtíð (Steger, 2022). Erindi Steger fékk mig til að hugsa hversu mikilvægt það er að stoppa ekki við það markmið að hjálpa fólki og sjálfum sér að líða vel heldur einnig að virkja bæði sig og aðra að því að gefa af sér til annarra. Að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem leiðir af sér betra samfélag. Einn af kostunum við það að vinna að merkingarbæru markmiði er sá að merking og tilgangur hefur tengsl við andlega vellíðan, sem þýðir að fólk sem hefur merkingarbært líf er hamingjusamara og heilbrigðara. Ávinningurinn er því mikill í því að virkja fólk og sjálfan sig meðtalinn í að láta gott af sér leiða þar sem vellíðan og heilsa fylgir í þokkabót. Næsta skref er að spyrja: Hvernig virkjum við okkur til að hugsa um aðra og að gefa af okkur? Það eru til margar leiðir en oft er gott að spyrja sig spurninga eins og: Hvernig get ég þjónað öðrum eða hvernig get ég látið gott af mér leiða, á þann hátt sem gleður mig? Þessar spurningar minna á japanska hugtakið Ikigai, sem merkir ,,það sem gefur manneskju tilgang til þess að lifa”. Ikigai felst í því að finna tilgang sinn með því að bera kennsl á (Gaines, 2020): Það sem þú elskar Það sem þú ert góð/ur í Það sem heimurinn þarfnast Það sem þú getur fengið borgað fyrir Það er engu að síður mikilvægt að nefna að góðmennsku án þess að fá greitt fyrir hefur tengsl við andlega vellíðan m.a. (Curry et al, 2018; Hui et al, 2020) Andleg heilsa og vellíðan er mikilvægt skref í áttina að betra lífi og samfélagi. Förum síðan skrefinu lengra og hugsum út fyrir okkur sjálf með því að vinna að merkingarbærum markmiðum í sameiningu. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Davidsson, R. (2022, July 1). Well-being is a skill [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. De Neve, J. E., Diener, E., Tay, L., & Xuereb, C. (2013). The objective benefits of subjective well-being. World happiness report. Hui, B. P., Ng, J. C., Berzaghi, E., Cunningham-Amos, L. A., & Kogan, A. (2020). Rewards of kindness? A meta-analysis of the link between prosociality and well-being. Psychological Bulletin, 146(12), 1084. Gaines, J. (2020, November 17). The Philosophy of Ikigai: 3 Examples About Finding Purpose, PositivePsychology. https://positivepsychology.com/ikigai/ Gu, X., Luo, W., Zhao, X., Chen, Y., Zheng, Y., Zhou, J., ... & Li, R. (2022). The effects of loving‐kindness and compassion meditation on life satisfaction: A systematic review and meta‐analysis. Applied Psychology: Health and Well‐Being. Steger, M. (2022, July 2). Meaning at work and life [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana. Richard bætir við að það er ekki nóg að læra hana með því að lesa um hana og heyra um færnina, heldur er nauðsynlegt að læra hana með því að gera hana, æfa og iðka. Rannsóknir hafa sýnt tengsl andlegrar heilsu við ótal marga lykilþætti í lífinu eins og heilsu, langlífi, félagsleg tengsl, vinnu og tekjur (De Neve et al, 2013). En er nóg að hlúa að eigin vellíðan? Er nóg að hjálpa fólki að upplifa andlega heilsu? Er nóg að hafa samfélag sem líður vel? Eða viljum við hafa samfélag sem líður vel og lætur gott af sér leiða, að fólk hafi merkingarbært líf og hugsi út fyrir sjálfan sig? Michael Steger kom með mikilvægt innslag á Evrópuráðstefnu í jákvæðri sálfræði, sem var haldin um síðustu helgi í Hörpu, þar sem hann benti á mikilvægi þess að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem skapar góða framtíð og kemur í veg fyrir slæma framtíð (Steger, 2022). Erindi Steger fékk mig til að hugsa hversu mikilvægt það er að stoppa ekki við það markmið að hjálpa fólki og sjálfum sér að líða vel heldur einnig að virkja bæði sig og aðra að því að gefa af sér til annarra. Að vinna saman að merkingarbæru markmiði sem leiðir af sér betra samfélag. Einn af kostunum við það að vinna að merkingarbæru markmiði er sá að merking og tilgangur hefur tengsl við andlega vellíðan, sem þýðir að fólk sem hefur merkingarbært líf er hamingjusamara og heilbrigðara. Ávinningurinn er því mikill í því að virkja fólk og sjálfan sig meðtalinn í að láta gott af sér leiða þar sem vellíðan og heilsa fylgir í þokkabót. Næsta skref er að spyrja: Hvernig virkjum við okkur til að hugsa um aðra og að gefa af okkur? Það eru til margar leiðir en oft er gott að spyrja sig spurninga eins og: Hvernig get ég þjónað öðrum eða hvernig get ég látið gott af mér leiða, á þann hátt sem gleður mig? Þessar spurningar minna á japanska hugtakið Ikigai, sem merkir ,,það sem gefur manneskju tilgang til þess að lifa”. Ikigai felst í því að finna tilgang sinn með því að bera kennsl á (Gaines, 2020): Það sem þú elskar Það sem þú ert góð/ur í Það sem heimurinn þarfnast Það sem þú getur fengið borgað fyrir Það er engu að síður mikilvægt að nefna að góðmennsku án þess að fá greitt fyrir hefur tengsl við andlega vellíðan m.a. (Curry et al, 2018; Hui et al, 2020) Andleg heilsa og vellíðan er mikilvægt skref í áttina að betra lífi og samfélagi. Förum síðan skrefinu lengra og hugsum út fyrir okkur sjálf með því að vinna að merkingarbærum markmiðum í sameiningu. Höfundur er sálfræðingur. Heimildir: Davidsson, R. (2022, July 1). Well-being is a skill [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland. De Neve, J. E., Diener, E., Tay, L., & Xuereb, C. (2013). The objective benefits of subjective well-being. World happiness report. Hui, B. P., Ng, J. C., Berzaghi, E., Cunningham-Amos, L. A., & Kogan, A. (2020). Rewards of kindness? A meta-analysis of the link between prosociality and well-being. Psychological Bulletin, 146(12), 1084. Gaines, J. (2020, November 17). The Philosophy of Ikigai: 3 Examples About Finding Purpose, PositivePsychology. https://positivepsychology.com/ikigai/ Gu, X., Luo, W., Zhao, X., Chen, Y., Zheng, Y., Zhou, J., ... & Li, R. (2022). The effects of loving‐kindness and compassion meditation on life satisfaction: A systematic review and meta‐analysis. Applied Psychology: Health and Well‐Being. Steger, M. (2022, July 2). Meaning at work and life [Conference presentation]. European conference on Positive Psychology, Reykjavík, Iceland.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun