Vara við gífurlegri ógn frá Kína Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2022 22:01 Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5 og FBI í Lundúnum í dag. AP/Dominic Lipinski Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. McCallum lýsti ógninni sem „umbyltandi“ og Wray sagði hana gífurlega umfangsmikla og „ótrúlega“. Wray varaði við því að Kínverjar hefðu meðal annars haft afskipti af stjórnmálum í Vesturlöndum og þar á meðal af nýlegum kosningum. Þeir McCallum og Wray fluttu ræður í höfuðstöðvum MI5 í dag og er það í fyrsta sinn sem forsvarsmenn þessara stofnana gera það, samkvæmt frétt BBC. Leiðtogar úr viðskiptalífinu í Bretlandi og forsvarsmenn háskóla hlustuðu á ræðurnar og sneru þær að miklu leyti að fjármálum. Sjöfalt fleiri rannsóknir Í ávarpi sínu sagði McCallum að umsvif Kínverja í Bretlandi hefðu aukist til muna á undanförnum árum. Frá árinu 2018 hefði fjöldi rannsókna sem vörðuðu Kína sjöfaldast. Hann sagði eina rannsóknina snúa að því að breskum manni hefði verið boðið vel launað starf í Kína. Eftir viðræður um starfið og tvær ferðir til Kína hefði hann verið beðinn um leynilegar og tæknilegar upplýsingar um herþotur. Þær upplýsingar hafi hann átt að færa kínversku fyrirtækið sem væri leppur fyrir her Kína. McCallum nefndi annað mál þar sem bresku verkfræðifyrirtæki var boðinn samningur af kínversku fyrirtæki. Tækni breska fyrirtækisins hafi hins vegar verið stolið og enginn samningur gerður. Að endingu hafi breska fyrirtækið farið í þrot vegna tækniþjófnaðarins. Grófu upp erfðabreytt fræ Wray varaði við því að forsvarsmenn viðskiptalífsins í Vesturlöndum áttuðu sig ekki á ógninni frá Kína. Meðal annars nefndi hann tilfelli þar sem kínverskir útsendarar hefðu grafið upp erfðabreytt fræ í Bandaríkjunum og komist þannig hjá dýrri og tímafrekri rannsóknarvinnu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi kvartað yfir umfangsmiklum njósnum Kínverja vestanhafs. Þeir hafa sakað Kínverja um njósnir og þjófnað á ýmiskonar leyndarmálum, hvort sem tengjast vopnum og hernaði eða viðskiptum og tækni. Í ræðu sinni sagði Wray einnig að Kommúnistaflokkurinn hefði byggt upp umfangsmikið kerfi til tölvuárása og stafrænna njósna. Það væri mun umfangsmeira en í nokkru öðru ríki og það notuðu Kínverjar til að „svindla og stela á massívum skala“. Wray ræddi einnig um mögulega innrás Kínverja í Taívan og sagði að ráðamenn í Peking hefðu dregið ákveðinn lærdóm af innrás Rússa í Úkraínu. Meðal annars ynnu Kínverjar nú að því að einangra sig og verja sig gegn mögulegum refsiaðgerðum ef þeir skyldu gera innrás í Taívan. Það kallaði Wray ákveðna vísbendingu um ætlanir Kínverja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað sagt að ekkert muni koma í veg fyrir sameiningu Kína og Taívans og að ef þess þurfi, þá muni þeir gera innrás í eyríkið. Bandaríkin Bretland Kína Taívan Tengdar fréttir Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. 31. maí 2022 07:28 Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30 Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. 24. maí 2022 12:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
McCallum lýsti ógninni sem „umbyltandi“ og Wray sagði hana gífurlega umfangsmikla og „ótrúlega“. Wray varaði við því að Kínverjar hefðu meðal annars haft afskipti af stjórnmálum í Vesturlöndum og þar á meðal af nýlegum kosningum. Þeir McCallum og Wray fluttu ræður í höfuðstöðvum MI5 í dag og er það í fyrsta sinn sem forsvarsmenn þessara stofnana gera það, samkvæmt frétt BBC. Leiðtogar úr viðskiptalífinu í Bretlandi og forsvarsmenn háskóla hlustuðu á ræðurnar og sneru þær að miklu leyti að fjármálum. Sjöfalt fleiri rannsóknir Í ávarpi sínu sagði McCallum að umsvif Kínverja í Bretlandi hefðu aukist til muna á undanförnum árum. Frá árinu 2018 hefði fjöldi rannsókna sem vörðuðu Kína sjöfaldast. Hann sagði eina rannsóknina snúa að því að breskum manni hefði verið boðið vel launað starf í Kína. Eftir viðræður um starfið og tvær ferðir til Kína hefði hann verið beðinn um leynilegar og tæknilegar upplýsingar um herþotur. Þær upplýsingar hafi hann átt að færa kínversku fyrirtækið sem væri leppur fyrir her Kína. McCallum nefndi annað mál þar sem bresku verkfræðifyrirtæki var boðinn samningur af kínversku fyrirtæki. Tækni breska fyrirtækisins hafi hins vegar verið stolið og enginn samningur gerður. Að endingu hafi breska fyrirtækið farið í þrot vegna tækniþjófnaðarins. Grófu upp erfðabreytt fræ Wray varaði við því að forsvarsmenn viðskiptalífsins í Vesturlöndum áttuðu sig ekki á ógninni frá Kína. Meðal annars nefndi hann tilfelli þar sem kínverskir útsendarar hefðu grafið upp erfðabreytt fræ í Bandaríkjunum og komist þannig hjá dýrri og tímafrekri rannsóknarvinnu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi kvartað yfir umfangsmiklum njósnum Kínverja vestanhafs. Þeir hafa sakað Kínverja um njósnir og þjófnað á ýmiskonar leyndarmálum, hvort sem tengjast vopnum og hernaði eða viðskiptum og tækni. Í ræðu sinni sagði Wray einnig að Kommúnistaflokkurinn hefði byggt upp umfangsmikið kerfi til tölvuárása og stafrænna njósna. Það væri mun umfangsmeira en í nokkru öðru ríki og það notuðu Kínverjar til að „svindla og stela á massívum skala“. Wray ræddi einnig um mögulega innrás Kínverja í Taívan og sagði að ráðamenn í Peking hefðu dregið ákveðinn lærdóm af innrás Rússa í Úkraínu. Meðal annars ynnu Kínverjar nú að því að einangra sig og verja sig gegn mögulegum refsiaðgerðum ef þeir skyldu gera innrás í Taívan. Það kallaði Wray ákveðna vísbendingu um ætlanir Kínverja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað sagt að ekkert muni koma í veg fyrir sameiningu Kína og Taívans og að ef þess þurfi, þá muni þeir gera innrás í eyríkið.
Bandaríkin Bretland Kína Taívan Tengdar fréttir Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. 31. maí 2022 07:28 Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30 Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. 24. maí 2022 12:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57
Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. 31. maí 2022 07:28
Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30
Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. 24. maí 2022 12:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent