Iceland Airwaves og SAHARA Festival í samstarf Elísabet Hanna skrifar 6. júlí 2022 14:30 Hatíðirnar hafa ákveðið að sameinast. Skjáskot/Instagram/Aðsend Iceland Airwaves tónlistarhátíð og SAHARA Festival markaðsráðstefnan hafa farið í samstarf og halda eina sameiginlega hátíð og mun hún fara fram í nóvember. SAHARA Festival, ráðstefna um stafræna markaðssetningu, var haldin í fyrsta skipti í fyrra á vegum auglýsingastofunnar. Á henni komu fram fyrirlesarar frá fyrirtækjum eins og Nike, TikTok, Smirnoff og Spotify. Miðinn á ráðstefnuna veitir einnig aðgang að öllum tónleikum Airwaves hátíðarinnar. „Það gekk rosa vel í fyrra, við náðum að fylla Gamla Bíó, meira en þrjú hundruð manns, þrátt fyrir ýmsar leiðinlegar takmarkanir, eins og þurfa að krefja alla gesti um neikvæð covid-hraðpróf,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri SAHARA. Davíð er hæstánægður með samstarfið við Iceland Airwaves: „Það var alltaf planið að tengja þessa viðburði saman, en svo þurfti náttúrulega að aflýsa Airwaves í fyrra.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Davíð segist búast við talsvert fleiri gestum í ár og verður ráðstefnan því haldin í Silfurbergssal Hörpu 3. nóvember. Auk þess verður haldin vinnustofa og lokahóf á KEX Hostel. Hann segist eiga von á fyrirlesurum frá stórfyrirtækjum líkt og í fyrra en nánar verður tilkynnt um það síðar. „Við viljum líka hafa stemminguna á SAHARA Festival létta og í hátíðaranda, þannig þetta smellpassar alveg.“ Fá innblástur erlendis frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðin fór síðast fram árið 2019 en hún féll niður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segist vera spenntur fyrir samstarfinu við SAHARA Festival: „Þetta kom mjög vel út hjá þeim í fyrra. Nú þegar markaðurinn fyrir upptekna tónlist hefur færst nær alfarið yfir á streymisveitur og aðra stafræna vettvanga, skiptir markaðssetning í gegn um net- og samfélagsmiðla sífellt meira máli, fyrir tónlistarmenn og útgáfur til að koma sér á framfæri.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Ísleifur segir einnig vera langa hefð fyrir svipuðu samstarfi erlendis frá: „Við horfum til hátíða eins og South By Southwest í Austin í Texas, þar sem eru bransaráðstefnur og fyrirlestrar yfir daginn, og svo partýstuð og tónleikar á kvöldin.“ Iceland Airwaves verður einnig með sína eigin ráðstefnu þann 4. nóvember, daginn á eftir SAHARA Festival, þar sem stiklað verður á stóru í alþjóðlega tónlistar- og tónleikageiranum. Airwaves Reykjavík Tengdar fréttir Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 25. maí 2022 13:30 Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
SAHARA Festival, ráðstefna um stafræna markaðssetningu, var haldin í fyrsta skipti í fyrra á vegum auglýsingastofunnar. Á henni komu fram fyrirlesarar frá fyrirtækjum eins og Nike, TikTok, Smirnoff og Spotify. Miðinn á ráðstefnuna veitir einnig aðgang að öllum tónleikum Airwaves hátíðarinnar. „Það gekk rosa vel í fyrra, við náðum að fylla Gamla Bíó, meira en þrjú hundruð manns, þrátt fyrir ýmsar leiðinlegar takmarkanir, eins og þurfa að krefja alla gesti um neikvæð covid-hraðpróf,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri SAHARA. Davíð er hæstánægður með samstarfið við Iceland Airwaves: „Það var alltaf planið að tengja þessa viðburði saman, en svo þurfti náttúrulega að aflýsa Airwaves í fyrra.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Davíð segist búast við talsvert fleiri gestum í ár og verður ráðstefnan því haldin í Silfurbergssal Hörpu 3. nóvember. Auk þess verður haldin vinnustofa og lokahóf á KEX Hostel. Hann segist eiga von á fyrirlesurum frá stórfyrirtækjum líkt og í fyrra en nánar verður tilkynnt um það síðar. „Við viljum líka hafa stemminguna á SAHARA Festival létta og í hátíðaranda, þannig þetta smellpassar alveg.“ Fá innblástur erlendis frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðin fór síðast fram árið 2019 en hún féll niður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segist vera spenntur fyrir samstarfinu við SAHARA Festival: „Þetta kom mjög vel út hjá þeim í fyrra. Nú þegar markaðurinn fyrir upptekna tónlist hefur færst nær alfarið yfir á streymisveitur og aðra stafræna vettvanga, skiptir markaðssetning í gegn um net- og samfélagsmiðla sífellt meira máli, fyrir tónlistarmenn og útgáfur til að koma sér á framfæri.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Ísleifur segir einnig vera langa hefð fyrir svipuðu samstarfi erlendis frá: „Við horfum til hátíða eins og South By Southwest í Austin í Texas, þar sem eru bransaráðstefnur og fyrirlestrar yfir daginn, og svo partýstuð og tónleikar á kvöldin.“ Iceland Airwaves verður einnig með sína eigin ráðstefnu þann 4. nóvember, daginn á eftir SAHARA Festival, þar sem stiklað verður á stóru í alþjóðlega tónlistar- og tónleikageiranum.
Airwaves Reykjavík Tengdar fréttir Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 25. maí 2022 13:30 Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 25. maí 2022 13:30
Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01