Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2022 11:30 Adam Karl Helgason er framkvæmdastjóri ZOLO. Aðsend Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ „Já, við erum í hálfgerðum skölunarfasa og erum að færa út kvíarnar, loksins að fara að spila þetta almennilega,“ segir Adam Karl Helgason, framkvæmdastjóri ZOLO, í samtali við fréttastofu. Adam segir að fjórföldun hjólaflotans geri fyrirtækinu kleift að lækka verðið úr 34 krónum á mínútu í 30 krónur, en startgjaldið verði áfram hundrað krónur. „Þegar við erum komin upp í þessa stærð þá sjáum við möguleikann á því að lækka okkur aðeins, enda viljum við halda verðinu viðráðanlegu.“ Stefnt er að því að langstærstur hluti flotans verði á höfuðborgarsvæðinu, eða um 900 stykki. Þó bætast 50 hjól við á Selfossi, en 50 hjól voru þar fyrir. „Við erum bara að svara þörfinni, miðað við notkunartölur töldum við alveg vera pláss fyrir fleiri hjól og við erum stolt af þessu skrefi,“ segir Adam. Samstarf við Strætó á döfinni Auk fjölgunar í flotanum og lægra verðs boðar ZOLO samstarf við Strætó, rétt eins og helsti keppinauturinn á markaðnum, Hopp, hefur gert. „Við höfum verið að leita hvort til annars,“ segir Adam, spurður hver hafi átt frumkvæðið að fyrirhuguðu samstarfi. „Við erum búin að vera í samtölum og samvinnu með Strætó, og þetta er eitthvað sem við stefnum á að ráðast í með haustinu. Þetta verður þá líklega tilbúið í byrjun 2023, en þá verður hægt að gera þetta allt inni á sama appinu,“ segir Adam. Hugmyndin er þá sú að hægt verði að bóka hjól og fylgjast með strætóferðum inni í sama smáforritinu, auk þess sem hægt verði að fylgjast með staðsetningu strætisvagna og hlaupahjóla í rauntíma, á þar til gerðum skjáum á völdum biðstöðvum Strætó. „Síðan höfum við verið í sambandi við þau, við viljum auðvitað gera appið eins aðgengilegt og þægilegt og hægt er. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi og Strætó er mjög viljugt til að bæta hlaupahjólunum inn í sinn rekstur og finna einhverja góða lendingu.“ Hoppað út í djúpu laugina Adam segir spennandi tíma fram undan hjá ZOLO, með auknum umsvifum. „Við erum bara svolítið að móta okkur upp á nýtt, komin með mun betri tækni og upplýsingar til að gera þetta enn fullkomnara. Við viljum geta svarað þörfum allra, vita hvar er best að vera á hverjum tíma og hvernig er best að nýta hjólin.“ Að sögn Adams er Hopp, sem er helsti samkeppnisaðilinn, með um þúsund hjól á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir spennandi að ráðast í aukna samkeppni. „Við byrjuðum á sama tíma, það er einhver mánuður á milli fyrirtækjanna árið 2019. Við höfum verið að taka þetta í hægari kantinum, enda bara fjölskyldufyrirtæki,“ segir Adam. Nú sé hins vegar komið að því að stækka við sig. „Það er bara gaman að láta þau svitna aðeins,“ segir Adam að lokum. Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Reykjavík Kópavogur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
„Já, við erum í hálfgerðum skölunarfasa og erum að færa út kvíarnar, loksins að fara að spila þetta almennilega,“ segir Adam Karl Helgason, framkvæmdastjóri ZOLO, í samtali við fréttastofu. Adam segir að fjórföldun hjólaflotans geri fyrirtækinu kleift að lækka verðið úr 34 krónum á mínútu í 30 krónur, en startgjaldið verði áfram hundrað krónur. „Þegar við erum komin upp í þessa stærð þá sjáum við möguleikann á því að lækka okkur aðeins, enda viljum við halda verðinu viðráðanlegu.“ Stefnt er að því að langstærstur hluti flotans verði á höfuðborgarsvæðinu, eða um 900 stykki. Þó bætast 50 hjól við á Selfossi, en 50 hjól voru þar fyrir. „Við erum bara að svara þörfinni, miðað við notkunartölur töldum við alveg vera pláss fyrir fleiri hjól og við erum stolt af þessu skrefi,“ segir Adam. Samstarf við Strætó á döfinni Auk fjölgunar í flotanum og lægra verðs boðar ZOLO samstarf við Strætó, rétt eins og helsti keppinauturinn á markaðnum, Hopp, hefur gert. „Við höfum verið að leita hvort til annars,“ segir Adam, spurður hver hafi átt frumkvæðið að fyrirhuguðu samstarfi. „Við erum búin að vera í samtölum og samvinnu með Strætó, og þetta er eitthvað sem við stefnum á að ráðast í með haustinu. Þetta verður þá líklega tilbúið í byrjun 2023, en þá verður hægt að gera þetta allt inni á sama appinu,“ segir Adam. Hugmyndin er þá sú að hægt verði að bóka hjól og fylgjast með strætóferðum inni í sama smáforritinu, auk þess sem hægt verði að fylgjast með staðsetningu strætisvagna og hlaupahjóla í rauntíma, á þar til gerðum skjáum á völdum biðstöðvum Strætó. „Síðan höfum við verið í sambandi við þau, við viljum auðvitað gera appið eins aðgengilegt og þægilegt og hægt er. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi og Strætó er mjög viljugt til að bæta hlaupahjólunum inn í sinn rekstur og finna einhverja góða lendingu.“ Hoppað út í djúpu laugina Adam segir spennandi tíma fram undan hjá ZOLO, með auknum umsvifum. „Við erum bara svolítið að móta okkur upp á nýtt, komin með mun betri tækni og upplýsingar til að gera þetta enn fullkomnara. Við viljum geta svarað þörfum allra, vita hvar er best að vera á hverjum tíma og hvernig er best að nýta hjólin.“ Að sögn Adams er Hopp, sem er helsti samkeppnisaðilinn, með um þúsund hjól á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir spennandi að ráðast í aukna samkeppni. „Við byrjuðum á sama tíma, það er einhver mánuður á milli fyrirtækjanna árið 2019. Við höfum verið að taka þetta í hægari kantinum, enda bara fjölskyldufyrirtæki,“ segir Adam. Nú sé hins vegar komið að því að stækka við sig. „Það er bara gaman að láta þau svitna aðeins,“ segir Adam að lokum.
Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Reykjavík Kópavogur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira