Nýtt ár á nýja vinnumarkaðnum Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 3. júlí 2022 08:02 Júlí er genginn í garð og þar með hin eiginlegu áramót á vinnumarkaði í huga margra. Launafólk tekur fríinu fagnandi enda krefjandi tímar að baki, þar sem glímt hefur verið við heimsfaraldur, atvinnuleysi og fjárhagslega óvissu. Öll vonum við að bjartari tímar séu framundan, þó vissulega séu ýmsar blikur á lofti. Fyrir mörg okkar er sumarið tíminn til að hugleiða næstu skref í lífi og starfi, hrista upp í gömlum gildum og skapa ný, velta við steinum og breyta forgangsröðun. Ný kjarakönnun BHM sýnir að 50% aðspurðra í aðildarfélögum bandalagsins fara með hugsanir á borð við þessar inn í sumarfríið. En hvaða þýðingu hafa þessar hugleiðingar launafólks fyrir vinnumarkað framtíðar? 50% aðspurðra vilja verða sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti Í nýrri kjarakönnun BHM var launafólk spurt hvort það myndi kjósa að vera sjálfstætt starfandi fremur en að vera í hefðbundnu ráðningarsambandi. Athygli vekur að 50% aðspurðra segjast geta hugsað sér að vera sjálfstætt starfandi, að hluta eða öllu leyti! Þetta kemur ekki á óvart því utan úr heimi berast nú fréttir um straumhvörf á vinnumarkaði í kjölfar heimsfaraldurs, um sterka löngun launafólks til að breyta til, leita eftir nýju starfi eða hreinlega skipta um starfsvettvang. „Stóra uppsögnin“ (e. Great resignation) skekur Vesturlönd og er talin geta haft varanleg áhrif á atvinnulíf og samfélag. Ein af afleiðingum þessa er mannekla í fjölmörgum atvinnugreinum, enda hafa milljónir manna ákveðið að breyta til; skipta um störf, afla tekna með því að sinna eigin verkefnum eða hætta jafnvel alfarið á vinnumarkaði. Ástæðurnar fyrir þessum breytingum virðast margþættar og af ýmsum toga, sumar eru tímabundnar t.a.m. aukinn sparnaður á tímum heimsfaraldurs, meðan aðrar eiga sér lengri aðdraganda m.a. uppsöfnuð óánægja í starfi eða langvarandi andlegt og líkamlegt álag. Spurningin er hvort þetta séu merki um tímabundnar breytingar sem eigi rætur í upplifun fólks og reynslu af þátttöku í atvinnulífi, eða hvort hér sé um að ræða varanlega þróun á vinnumarkaði. Niðurstöður könnunar BHM benda til að þróunin gæti orðið varanleg, í það minnsta hjá háskólamenntuðum. Okkur sem störfum í þágu launafólks ber að bregðast við þeim áskorunum sem þessi þróun mun hafa í för með sér. Sjálfstætt starfandi og launafólk eiga sterkan málsvara í BHM Ég kem úr þeim geira atvinnulífsins þar sem algengt er að fólk starfi sjálfstætt eða afli tekna með blöndu af launaðri vinnu og verksamningum. Það á við um listafólk, hönnuði og þau sem starfa innan fjölbreyttra atvinnugreina menningar. Oft helgast þetta af eðli starfanna og þeim fjölda verkefna sem sinnt er samtímis, en stundum stendur fólki ekki annað til boða. Ýmislegt bendir til þess að hópur sjálfstætt starfandi á vinnumarkaði fari vaxandi, slík merki sjást í fleiri atvinnugreinum en áður hefur tíðkast, að fólk kjósi verkefnaráðningu fram yfir fast ráðningarsamband. Sú skylda hvílir á aðilum vinnumarkaðarins að móta stefnu um það hvernig brugðist verður við þeim áskorunum sem blandaði vinnumarkaðurinn hefur í för með sér. Við þurfum að skoða eðlis- og aðstöðumun sjálfstætt starfandi í samanburði við launafólk og flækjustigið við að tilheyra báðum hópunum. Hvernig aðlögum við kerfin okkar, t.d. atvinnuleysistryggingakerfið? Hvernig aukum við skilning fólks á virði þeirra réttinda sem fórnað er þegar hætt er í launuðu starfi? Hvernig komum við í veg fyrir gerviverktöku og að launafólk verði þvingað í verksamninga með tilheyrandi skerðingu í kjörum og réttindum? Og hvernig tryggjum við réttinn til eftirlauna og lífeyris? Þessi málefni eru mér sérlega hugleikin og í nýju hlutverki mínu innan BHM mun ég beita mér fyrir bættum kjörum og réttindum sjálfstætt starfandi og þeirra sem afla tekna með blöndu af launavinnu og verksamningum. Á sama tíma og við viljum að fólk geti átt val um ráðningarform, verðum við að huga að þeim lúmsku hættum sem steðja að launafólki á nýja vinnumarkaðnum. Úrlausnarefnið er margslungið og því nauðsynlegt að nálgast það af hugkvæmni og með opnum huga. Höfundur er varaformaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Júlí er genginn í garð og þar með hin eiginlegu áramót á vinnumarkaði í huga margra. Launafólk tekur fríinu fagnandi enda krefjandi tímar að baki, þar sem glímt hefur verið við heimsfaraldur, atvinnuleysi og fjárhagslega óvissu. Öll vonum við að bjartari tímar séu framundan, þó vissulega séu ýmsar blikur á lofti. Fyrir mörg okkar er sumarið tíminn til að hugleiða næstu skref í lífi og starfi, hrista upp í gömlum gildum og skapa ný, velta við steinum og breyta forgangsröðun. Ný kjarakönnun BHM sýnir að 50% aðspurðra í aðildarfélögum bandalagsins fara með hugsanir á borð við þessar inn í sumarfríið. En hvaða þýðingu hafa þessar hugleiðingar launafólks fyrir vinnumarkað framtíðar? 50% aðspurðra vilja verða sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti Í nýrri kjarakönnun BHM var launafólk spurt hvort það myndi kjósa að vera sjálfstætt starfandi fremur en að vera í hefðbundnu ráðningarsambandi. Athygli vekur að 50% aðspurðra segjast geta hugsað sér að vera sjálfstætt starfandi, að hluta eða öllu leyti! Þetta kemur ekki á óvart því utan úr heimi berast nú fréttir um straumhvörf á vinnumarkaði í kjölfar heimsfaraldurs, um sterka löngun launafólks til að breyta til, leita eftir nýju starfi eða hreinlega skipta um starfsvettvang. „Stóra uppsögnin“ (e. Great resignation) skekur Vesturlönd og er talin geta haft varanleg áhrif á atvinnulíf og samfélag. Ein af afleiðingum þessa er mannekla í fjölmörgum atvinnugreinum, enda hafa milljónir manna ákveðið að breyta til; skipta um störf, afla tekna með því að sinna eigin verkefnum eða hætta jafnvel alfarið á vinnumarkaði. Ástæðurnar fyrir þessum breytingum virðast margþættar og af ýmsum toga, sumar eru tímabundnar t.a.m. aukinn sparnaður á tímum heimsfaraldurs, meðan aðrar eiga sér lengri aðdraganda m.a. uppsöfnuð óánægja í starfi eða langvarandi andlegt og líkamlegt álag. Spurningin er hvort þetta séu merki um tímabundnar breytingar sem eigi rætur í upplifun fólks og reynslu af þátttöku í atvinnulífi, eða hvort hér sé um að ræða varanlega þróun á vinnumarkaði. Niðurstöður könnunar BHM benda til að þróunin gæti orðið varanleg, í það minnsta hjá háskólamenntuðum. Okkur sem störfum í þágu launafólks ber að bregðast við þeim áskorunum sem þessi þróun mun hafa í för með sér. Sjálfstætt starfandi og launafólk eiga sterkan málsvara í BHM Ég kem úr þeim geira atvinnulífsins þar sem algengt er að fólk starfi sjálfstætt eða afli tekna með blöndu af launaðri vinnu og verksamningum. Það á við um listafólk, hönnuði og þau sem starfa innan fjölbreyttra atvinnugreina menningar. Oft helgast þetta af eðli starfanna og þeim fjölda verkefna sem sinnt er samtímis, en stundum stendur fólki ekki annað til boða. Ýmislegt bendir til þess að hópur sjálfstætt starfandi á vinnumarkaði fari vaxandi, slík merki sjást í fleiri atvinnugreinum en áður hefur tíðkast, að fólk kjósi verkefnaráðningu fram yfir fast ráðningarsamband. Sú skylda hvílir á aðilum vinnumarkaðarins að móta stefnu um það hvernig brugðist verður við þeim áskorunum sem blandaði vinnumarkaðurinn hefur í för með sér. Við þurfum að skoða eðlis- og aðstöðumun sjálfstætt starfandi í samanburði við launafólk og flækjustigið við að tilheyra báðum hópunum. Hvernig aðlögum við kerfin okkar, t.d. atvinnuleysistryggingakerfið? Hvernig aukum við skilning fólks á virði þeirra réttinda sem fórnað er þegar hætt er í launuðu starfi? Hvernig komum við í veg fyrir gerviverktöku og að launafólk verði þvingað í verksamninga með tilheyrandi skerðingu í kjörum og réttindum? Og hvernig tryggjum við réttinn til eftirlauna og lífeyris? Þessi málefni eru mér sérlega hugleikin og í nýju hlutverki mínu innan BHM mun ég beita mér fyrir bættum kjörum og réttindum sjálfstætt starfandi og þeirra sem afla tekna með blöndu af launavinnu og verksamningum. Á sama tíma og við viljum að fólk geti átt val um ráðningarform, verðum við að huga að þeim lúmsku hættum sem steðja að launafólki á nýja vinnumarkaðnum. Úrlausnarefnið er margslungið og því nauðsynlegt að nálgast það af hugkvæmni og með opnum huga. Höfundur er varaformaður BHM.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun