Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 09:46 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. Verkefnið hefur fengið nafnið Koldís og búist er við að framkvæmdir hefjist á næsta ári og verði komið í fullan rekstur árið 2025. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að kolefnishlutleysisstefna hennar sé komin vel á veg og að kolefnisspor starfseminnar hafi lækkað um 61 prósent frá árinu 2008. Ein lykilaðgerð í þeirri vegferð sé að draga verulega úr losun vegna vinnslu raforku með jarðvarma, þar sem mikill meirihluti losunar fyrirtækisins á gróðurhúsalofttegundum sé til kominn vegna jarðvarmavinnslu. Með Koldísarverkefninu muni Landsvirkjun fanga nær allan koltvísýring og brennisteinsvetni frá Þeistareykjastöð og skila aftur í jörðu frá árinu 2025. „Koldís er mikilvægt verkefni sem við hjá Landsvirkjun tökumst á við næstu árin. Það er enn eitt dæmið um mikinn metnað okkar í loftslagsmálum þar sem við höfum sett okkur skýr markmið um kolefnishlutleysi 2025,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningu. Loka hringrás koltvísýrings Í Koldísarverkefninu er unnið að hönnun og uppsetningu búnaðar til föngunar og niðurdælingar koldíoxíðs frá Þeistareykjastöð, en til stendur að fanga bæði koltvísýring og brennisteinsvetni frá stöðinni, leysa í vatni og dæla aftur niður í jörð. „Þar með er hringrás þessara gastegunda við jarðvarmavinnsluna lokað, í stað þess að hún sé rofin og þessum gastegundum veitt til andrúmslofts,“ segir í tilkynningu. Meginþættir slíks kerfis séu gasföngunarturn, lagnir frá gasföngun að niðurdælingarstað, niðurdælingarhola og vöktunarhola. Mannvit og Carbfix koma að hönnun Landsvirkjun hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit og Carbfix um ráðgjöf við verkhönnun en stefnt er að því að ljúka þeim hluta verkefnisins á þessu ári. „Þær lausnir sem horft er til byggja á aðferðafræði sem meðal annars var þróuð í samstarfi Landsvirkjunar, HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um samdrátt í losun jarðhitagasa fyrir um áratug. Gert er ráð fyrir að verkefnið nýti aðferðir sem Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sótt um einkaleyfi fyrir,“ segir í tilkynningu. Ætla að gera betur en ríkið gerir ráð fyrir Landsvirkjun segir að samdráttur í losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins muni hafa bein áhrif á skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. „Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Landsvirkjun hefur einsett sér að gera enn betur og að losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi minnki að minnsta kosti um 60% árið 2025, miðað við árið 2005,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Loftslagsmál Norðurþing Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Verkefnið hefur fengið nafnið Koldís og búist er við að framkvæmdir hefjist á næsta ári og verði komið í fullan rekstur árið 2025. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að kolefnishlutleysisstefna hennar sé komin vel á veg og að kolefnisspor starfseminnar hafi lækkað um 61 prósent frá árinu 2008. Ein lykilaðgerð í þeirri vegferð sé að draga verulega úr losun vegna vinnslu raforku með jarðvarma, þar sem mikill meirihluti losunar fyrirtækisins á gróðurhúsalofttegundum sé til kominn vegna jarðvarmavinnslu. Með Koldísarverkefninu muni Landsvirkjun fanga nær allan koltvísýring og brennisteinsvetni frá Þeistareykjastöð og skila aftur í jörðu frá árinu 2025. „Koldís er mikilvægt verkefni sem við hjá Landsvirkjun tökumst á við næstu árin. Það er enn eitt dæmið um mikinn metnað okkar í loftslagsmálum þar sem við höfum sett okkur skýr markmið um kolefnishlutleysi 2025,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningu. Loka hringrás koltvísýrings Í Koldísarverkefninu er unnið að hönnun og uppsetningu búnaðar til föngunar og niðurdælingar koldíoxíðs frá Þeistareykjastöð, en til stendur að fanga bæði koltvísýring og brennisteinsvetni frá stöðinni, leysa í vatni og dæla aftur niður í jörð. „Þar með er hringrás þessara gastegunda við jarðvarmavinnsluna lokað, í stað þess að hún sé rofin og þessum gastegundum veitt til andrúmslofts,“ segir í tilkynningu. Meginþættir slíks kerfis séu gasföngunarturn, lagnir frá gasföngun að niðurdælingarstað, niðurdælingarhola og vöktunarhola. Mannvit og Carbfix koma að hönnun Landsvirkjun hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit og Carbfix um ráðgjöf við verkhönnun en stefnt er að því að ljúka þeim hluta verkefnisins á þessu ári. „Þær lausnir sem horft er til byggja á aðferðafræði sem meðal annars var þróuð í samstarfi Landsvirkjunar, HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um samdrátt í losun jarðhitagasa fyrir um áratug. Gert er ráð fyrir að verkefnið nýti aðferðir sem Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sótt um einkaleyfi fyrir,“ segir í tilkynningu. Ætla að gera betur en ríkið gerir ráð fyrir Landsvirkjun segir að samdráttur í losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins muni hafa bein áhrif á skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. „Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Landsvirkjun hefur einsett sér að gera enn betur og að losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi minnki að minnsta kosti um 60% árið 2025, miðað við árið 2005,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Loftslagsmál Norðurþing Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda