Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2025 16:46 Kylfingar við leik í Grafarholtinu, öðrum tveggja golfvalla Golfklúbbs Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Golfsumarið 2026 verður það síðasta sem kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur geta notað eigin golfbíla á völlum klúbbsins. Boðið verður upp á golfbíla til leigu á „hóflegu gjaldi“ sem í dag er 9.350 krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GR í dag sem eldri kylfingar klóra sér sumir hverjir í kollinum yfir í ummælum á Facebook. Golfklúbburinn segir í tilkynningu að fyrir ákvörðuninni séu ýmsar ástæður. „Meðal annars spurningar um pláss, bílastæði, umhverfisleg rök og síðast en ekki síst stjórnun og aðgangsstýringu, meðal annars til verndar svæðum nærri teigum, flötum og svæðum sem á hverjum tíma þarfnast sérstakrar verndunar.“ Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur segist vonast til að félagsmenn sýni breytingunni skilning. „Hún er liður í því að verja völlinn okkar til framtíðar og bæta upplifun allra kylfinga – bæði í dag og á komandi árum.“ Viðbrögð við breytingunni eru misjöfn við færslunni á Facebook þar sem hún er kynnt. Það eru helst þeir sem eru ósáttir sem láta í sér heyra. Fussa og sveia „Ha!!! Hvernig í ósköpunum hafið þið komist að þessari niðurstöðu??? Þeir fastagestir sem eru með eigin bíla eru vanir okkar völlum og vita hvað þarf að passa. Ef um sér aðstæður er að ræða þarf ræsir hvort sem er að láta alla vita. Óskiljanlegt!“ segir Jón Ásgeir Einarsson kylfingur. Garðar Halldórsson tekur undir. „Þetta eru kaldar kveðjur til félagsmanna sem nauðsynlega þurfa golfbíl til þess að geta iðkað golf. Það má benda á að margir sem eiga golfbíla hafa hús á þeim og eða segl auk þess að vera t.d. með miðstöðvar í bílunum því það getur verið kalt. Það er frekar ódýr röksemd að segja að golfbílar taki meira pláss og bílastæði, held að meirihluti þeirra sem nota golfbíl á völlum GR búi í nálægð Korpu eða Grafarholti svo ekki eru þeir að taka bílastæði í kringum völlinn,“ segir Garðar. Tilkynningu golfklúbbsins fylgir þessi mynd af golfbílum við Grafarholtsvöll.Golfklúbbur Reykjavíkur Daníel Helgason er sömuleiðis ósáttur. „Dapurleg framkoma við eldri félaga og aðra sem eiga erfitt með gang. Ekki flókið að girða af viðkvæm svæði og / eða merkja bannsvæði fyrir bíla. Hóflega verðið fyrir leigu á bíl var sl. sumar 9.350 kr.“ Björn Sigurður Björnsson segir ákvörðunina snyrtilega leið til að losa sig við þá sem eigi erfitt með gang en vilji spila golf. Aðrir benda á að færri eldri kylfingar þýði að hægt sé að taka þá yngri inn sem bíði á biðlistum. „Ég er ekki að ná því að golfbílar í einkaeigu taki meira pláss og bílastæði en bílar í eigu klúbbsins. Eða að það hafi e-ð með aðgangsstýringar að gera. Hvaða dauðans bull er þetta,“ segir Guðmundur Friðriksson. Kylfingar við leik í Grafarholti.Vísir/Vilhelm Sigfús Aðalsteinsson, sem verið hefur í forystu fyrir Ísland þvert á flokka, segir um fávisku að ræða. „Ég skal fullyrða að við sem þurfum að nota bíla förum betur með völlinn en þeir sem ekki þurfa, þar með starfsfólk við leik. Oft hef ég hirt til starfsmenn sem keyra upp að greenum og torfærast hér og þar.“ Þá eru nokkrir sem kalla eftir að ákvörðunin verði rædd á aðalfundi klúbbsins. Fullur skilningur á breyttum reglum Bjarni Þór Hannesson, vallarstjóri hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, tekur upp hanskann fyrir kollega sína hjá GR. Ákvörðunin sé skiljanleg og að hans viti það eina rétta í stöðunni. „Þetta gæti t.d. aukið fjölda daga þar sem hægt er að notast við golfbíla. Þetta snýst klárlega um það að floti GR verði aukinn og hann verði útbúinn flotastýringu sem hindrar að bílar geti keyrt á vissum svæðum.“ Nokkrir kylfingar vilja að ákvörðunin verði rædd á aðalfundi.Vísir/Vilhelm Það spari mikla vinnu starfsmanna við umferðastýringu. Nú verði hægt að takmarka umferð golfbílanna við merkta stíga eftir miklar rigningar svo þeir valdi ekki tjóni. „Það er ekki hægt ef allir mæta á sínum bíl og þá skiljanlega verða bílar bannaðir þann daginn.“ Eina vitið á mest sóttu golfvöllum heims Einhverjir kylfingar benda á að 9.350 krónur fyrir leigu á golfbíl í eitt skipti sé ekki hóflegt gjald. Bjarni Þór segist reikna með að tilboð verði á ársgjaldi fyrir þá sem þurfi á þeim að halda. „Slíkt fyrirkomulag er pottþétt ódýrara fyrir kylfinga en að eiga og reka sinn eiginn bíl. Einnig kemur þetta í veg fyrir að fólk með kerrur undir bílana sína sé að taka pláss á bílastæðum. Þetta er eina vitið: betri umferðarstýring, betri umgengni, oftar hægt að notast við bíla og ódýrara fyrir langflesta kylfinga.“ Þá minnir hann á að notkun á golfvöllum á Íslandi sé líklega sú mesta sem gerist og passa þurfi upp á vellina. Golf Reykjavík Eldri borgarar Golfvellir Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá GR í dag sem eldri kylfingar klóra sér sumir hverjir í kollinum yfir í ummælum á Facebook. Golfklúbburinn segir í tilkynningu að fyrir ákvörðuninni séu ýmsar ástæður. „Meðal annars spurningar um pláss, bílastæði, umhverfisleg rök og síðast en ekki síst stjórnun og aðgangsstýringu, meðal annars til verndar svæðum nærri teigum, flötum og svæðum sem á hverjum tíma þarfnast sérstakrar verndunar.“ Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur segist vonast til að félagsmenn sýni breytingunni skilning. „Hún er liður í því að verja völlinn okkar til framtíðar og bæta upplifun allra kylfinga – bæði í dag og á komandi árum.“ Viðbrögð við breytingunni eru misjöfn við færslunni á Facebook þar sem hún er kynnt. Það eru helst þeir sem eru ósáttir sem láta í sér heyra. Fussa og sveia „Ha!!! Hvernig í ósköpunum hafið þið komist að þessari niðurstöðu??? Þeir fastagestir sem eru með eigin bíla eru vanir okkar völlum og vita hvað þarf að passa. Ef um sér aðstæður er að ræða þarf ræsir hvort sem er að láta alla vita. Óskiljanlegt!“ segir Jón Ásgeir Einarsson kylfingur. Garðar Halldórsson tekur undir. „Þetta eru kaldar kveðjur til félagsmanna sem nauðsynlega þurfa golfbíl til þess að geta iðkað golf. Það má benda á að margir sem eiga golfbíla hafa hús á þeim og eða segl auk þess að vera t.d. með miðstöðvar í bílunum því það getur verið kalt. Það er frekar ódýr röksemd að segja að golfbílar taki meira pláss og bílastæði, held að meirihluti þeirra sem nota golfbíl á völlum GR búi í nálægð Korpu eða Grafarholti svo ekki eru þeir að taka bílastæði í kringum völlinn,“ segir Garðar. Tilkynningu golfklúbbsins fylgir þessi mynd af golfbílum við Grafarholtsvöll.Golfklúbbur Reykjavíkur Daníel Helgason er sömuleiðis ósáttur. „Dapurleg framkoma við eldri félaga og aðra sem eiga erfitt með gang. Ekki flókið að girða af viðkvæm svæði og / eða merkja bannsvæði fyrir bíla. Hóflega verðið fyrir leigu á bíl var sl. sumar 9.350 kr.“ Björn Sigurður Björnsson segir ákvörðunina snyrtilega leið til að losa sig við þá sem eigi erfitt með gang en vilji spila golf. Aðrir benda á að færri eldri kylfingar þýði að hægt sé að taka þá yngri inn sem bíði á biðlistum. „Ég er ekki að ná því að golfbílar í einkaeigu taki meira pláss og bílastæði en bílar í eigu klúbbsins. Eða að það hafi e-ð með aðgangsstýringar að gera. Hvaða dauðans bull er þetta,“ segir Guðmundur Friðriksson. Kylfingar við leik í Grafarholti.Vísir/Vilhelm Sigfús Aðalsteinsson, sem verið hefur í forystu fyrir Ísland þvert á flokka, segir um fávisku að ræða. „Ég skal fullyrða að við sem þurfum að nota bíla förum betur með völlinn en þeir sem ekki þurfa, þar með starfsfólk við leik. Oft hef ég hirt til starfsmenn sem keyra upp að greenum og torfærast hér og þar.“ Þá eru nokkrir sem kalla eftir að ákvörðunin verði rædd á aðalfundi klúbbsins. Fullur skilningur á breyttum reglum Bjarni Þór Hannesson, vallarstjóri hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, tekur upp hanskann fyrir kollega sína hjá GR. Ákvörðunin sé skiljanleg og að hans viti það eina rétta í stöðunni. „Þetta gæti t.d. aukið fjölda daga þar sem hægt er að notast við golfbíla. Þetta snýst klárlega um það að floti GR verði aukinn og hann verði útbúinn flotastýringu sem hindrar að bílar geti keyrt á vissum svæðum.“ Nokkrir kylfingar vilja að ákvörðunin verði rædd á aðalfundi.Vísir/Vilhelm Það spari mikla vinnu starfsmanna við umferðastýringu. Nú verði hægt að takmarka umferð golfbílanna við merkta stíga eftir miklar rigningar svo þeir valdi ekki tjóni. „Það er ekki hægt ef allir mæta á sínum bíl og þá skiljanlega verða bílar bannaðir þann daginn.“ Eina vitið á mest sóttu golfvöllum heims Einhverjir kylfingar benda á að 9.350 krónur fyrir leigu á golfbíl í eitt skipti sé ekki hóflegt gjald. Bjarni Þór segist reikna með að tilboð verði á ársgjaldi fyrir þá sem þurfi á þeim að halda. „Slíkt fyrirkomulag er pottþétt ódýrara fyrir kylfinga en að eiga og reka sinn eiginn bíl. Einnig kemur þetta í veg fyrir að fólk með kerrur undir bílana sína sé að taka pláss á bílastæðum. Þetta er eina vitið: betri umferðarstýring, betri umgengni, oftar hægt að notast við bíla og ódýrara fyrir langflesta kylfinga.“ Þá minnir hann á að notkun á golfvöllum á Íslandi sé líklega sú mesta sem gerist og passa þurfi upp á vellina.
Golf Reykjavík Eldri borgarar Golfvellir Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent