Kominn tími á breytingar á réttarkerfinu? Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar 24. júní 2022 14:30 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skýrslunni var m.a. gerð grein fyrir bágri stöðu þolenda í réttarkerfinu. Það þarf að ráðast í allsherjar breytingar á því og fara í gagngera endurskoðun. Þrátt fyrir að réttarkerfið virki vel ýmsum málum, þá virðist kerfið ekki vera í stakk búið til að takast á við kynbundið ofbeldi og þau mál sem gerast í skjóli einkalífsins og skilar því oft ósanngjörnum niðurstöðum sem endurspegla raunveruleika kvenna. Lágt sakfellingarhlutfall er mikið áhyggjuefni. Hvað þýðir að mál sé „nógu líklegt til sakfellingar“? Af hverju er verið að fella svona mörg mál niður? Hvers vegna er hægt að fella niður mál því það þyki „ekki líklegt til sakfellingar“ þegar erfðaefni (DNA) liggur fyrir, sem og vitni? Hvernig eiga þá önnur mál að eiga séns? Hver er að fella þessi mál niður? Þetta þarf að skoða nánar. Einhverjar ástæður niðurfelldra mála má rekja til of ríkrar sönnunarbyrðar og/eða að rannsókn hafi tekið of langan tíma. Maður sem var kærður fyrir tilraun til nauðgunar í október 2021 hefur ekki ennþá verið birt kæran. 105 dagar eru liðnir frá því hann var kærður og enn er ekki búið að taka skýrslu af hinum kærða. Þegar mál dragast á langinn eiga vitni eiga erfiðara með að framkalla minningar frá atburðinum. Það þarf aukið fjármagn, aukna þekkingu fólks sem starfar í málaflokknum, sem og að ráðast í róttækar breytingar eins og nefnt var hér fyrir ofan. Það þarf einnig að leggja þyngra vægi á orð þolenda og sálfræðinga. Eitt nei kærðs manns vegur hærra en sannanir og orð kæranda í kerfinu eins og það virkar í dag. Einnig lýsir skýrslan yfir miklum áhyggjum af því að gerendur geti nýtt kerfið gegn þolendum sínum og beitt þau þannig áframhaldandi ofbeldi í formi kæru fyrir rangar sakargiftir og/eða ærumeiðingar. Það þarf að endurskoða þessa möguleika og útsetja þannig að augljósar vísbendingar þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að kæra fyrir rangar sakargiftir eða ærumeiðingar, annars er þetta enn eitt þöggunar- og ofbeldistólið sem gerendur hafa aðgang að. Það er umhugsunarefni að landsréttur snúi við dómum í kynferðisofbeldismálum oftar en í öllum öðrum málum og má setja spurningarmerki við að kynferðisbrot fyrnist. Í kjölfar vitundavakninga í samfélaginu eru konur opnari fyrir því að skila skömminni og hjá sumum felst það í að leggja fram kæru, sama hversu mörg ár hafa liðið frá atburðinum. Þær hinsvegar geta það ekki nema þær hafi verið undir 18 ára þegar brotið var á þeim. Þetta þarf að endurskoða. Einnig þarf að skoða betur lagarammann í kringum stafræn kynferðisbrot og fyrningartíma á þeim. Oft á tíðum eru þolendur stafræns kynferðisbrots ungar stúlkur sem gætu viljað kæra í náinni framtíð. Fólk veigrar sér að kæra kynferðisofbeldi því þau trúa ekki að réttlætið muni sigra. Þetta sést svart á hvítu þegar teknar eru saman tölur frá árinu 2020 á höfuðborgarsvæðinu, frá Stígamótum (299 nýjar heimsóknir), Bjarkarhlíð (827 nýjar heimsóknir) og Neyðarmóttöku Landspítalans (130 nýjar heimsóknir) og borið saman við tölur tilkynntar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu (tæp 100 mál) og þær sem ríkissaksóknari greindi frá (325 meðhöndluð mál). Það er ólíðandi að kerfið sem á að gæta hagsmuna þolenda og vernda þá sé ítrekað að bregðast er tengjast kynbundnu ofbeldi. Það er ekki boðlegt að fólk veigri sér að leita réttar síns vegna þess hvernig réttarkerfið tekur á þeirra málum. Einnig má setja spurningarmerki við það hvernig hæstaréttarlögfræðingar, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, fjölmiðlar, lögreglufólk og samfélagið í heild sinni komast upp með að hefja og viðhalda aðför að þolendum. Þetta þarf að rannsaka og taka föstum tökum. Að öllu upptöldu er kannski ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns. Við hvetjum því íslenska ríkið til að auka fjármagn í málefni sem bæta stöðu þolenda, gera kynja- og kynfræðslu að skyldunámsgrein og íhuga allsherjar breytingar á kerfinu. Höfundur er ein af stjórnarkonum Öfga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skýrslunni var m.a. gerð grein fyrir bágri stöðu þolenda í réttarkerfinu. Það þarf að ráðast í allsherjar breytingar á því og fara í gagngera endurskoðun. Þrátt fyrir að réttarkerfið virki vel ýmsum málum, þá virðist kerfið ekki vera í stakk búið til að takast á við kynbundið ofbeldi og þau mál sem gerast í skjóli einkalífsins og skilar því oft ósanngjörnum niðurstöðum sem endurspegla raunveruleika kvenna. Lágt sakfellingarhlutfall er mikið áhyggjuefni. Hvað þýðir að mál sé „nógu líklegt til sakfellingar“? Af hverju er verið að fella svona mörg mál niður? Hvers vegna er hægt að fella niður mál því það þyki „ekki líklegt til sakfellingar“ þegar erfðaefni (DNA) liggur fyrir, sem og vitni? Hvernig eiga þá önnur mál að eiga séns? Hver er að fella þessi mál niður? Þetta þarf að skoða nánar. Einhverjar ástæður niðurfelldra mála má rekja til of ríkrar sönnunarbyrðar og/eða að rannsókn hafi tekið of langan tíma. Maður sem var kærður fyrir tilraun til nauðgunar í október 2021 hefur ekki ennþá verið birt kæran. 105 dagar eru liðnir frá því hann var kærður og enn er ekki búið að taka skýrslu af hinum kærða. Þegar mál dragast á langinn eiga vitni eiga erfiðara með að framkalla minningar frá atburðinum. Það þarf aukið fjármagn, aukna þekkingu fólks sem starfar í málaflokknum, sem og að ráðast í róttækar breytingar eins og nefnt var hér fyrir ofan. Það þarf einnig að leggja þyngra vægi á orð þolenda og sálfræðinga. Eitt nei kærðs manns vegur hærra en sannanir og orð kæranda í kerfinu eins og það virkar í dag. Einnig lýsir skýrslan yfir miklum áhyggjum af því að gerendur geti nýtt kerfið gegn þolendum sínum og beitt þau þannig áframhaldandi ofbeldi í formi kæru fyrir rangar sakargiftir og/eða ærumeiðingar. Það þarf að endurskoða þessa möguleika og útsetja þannig að augljósar vísbendingar þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að kæra fyrir rangar sakargiftir eða ærumeiðingar, annars er þetta enn eitt þöggunar- og ofbeldistólið sem gerendur hafa aðgang að. Það er umhugsunarefni að landsréttur snúi við dómum í kynferðisofbeldismálum oftar en í öllum öðrum málum og má setja spurningarmerki við að kynferðisbrot fyrnist. Í kjölfar vitundavakninga í samfélaginu eru konur opnari fyrir því að skila skömminni og hjá sumum felst það í að leggja fram kæru, sama hversu mörg ár hafa liðið frá atburðinum. Þær hinsvegar geta það ekki nema þær hafi verið undir 18 ára þegar brotið var á þeim. Þetta þarf að endurskoða. Einnig þarf að skoða betur lagarammann í kringum stafræn kynferðisbrot og fyrningartíma á þeim. Oft á tíðum eru þolendur stafræns kynferðisbrots ungar stúlkur sem gætu viljað kæra í náinni framtíð. Fólk veigrar sér að kæra kynferðisofbeldi því þau trúa ekki að réttlætið muni sigra. Þetta sést svart á hvítu þegar teknar eru saman tölur frá árinu 2020 á höfuðborgarsvæðinu, frá Stígamótum (299 nýjar heimsóknir), Bjarkarhlíð (827 nýjar heimsóknir) og Neyðarmóttöku Landspítalans (130 nýjar heimsóknir) og borið saman við tölur tilkynntar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu (tæp 100 mál) og þær sem ríkissaksóknari greindi frá (325 meðhöndluð mál). Það er ólíðandi að kerfið sem á að gæta hagsmuna þolenda og vernda þá sé ítrekað að bregðast er tengjast kynbundnu ofbeldi. Það er ekki boðlegt að fólk veigri sér að leita réttar síns vegna þess hvernig réttarkerfið tekur á þeirra málum. Einnig má setja spurningarmerki við það hvernig hæstaréttarlögfræðingar, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, fjölmiðlar, lögreglufólk og samfélagið í heild sinni komast upp með að hefja og viðhalda aðför að þolendum. Þetta þarf að rannsaka og taka föstum tökum. Að öllu upptöldu er kannski ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns. Við hvetjum því íslenska ríkið til að auka fjármagn í málefni sem bæta stöðu þolenda, gera kynja- og kynfræðslu að skyldunámsgrein og íhuga allsherjar breytingar á kerfinu. Höfundur er ein af stjórnarkonum Öfga.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun