Nýrri EM auglýsingu N1 ætlað að hvetja ungt fólk til dáða N1 24. júní 2022 09:34 Glódís Perla Viggósdóttir og Heiðdís Björt Bernhardsdóttir við tökur en Heiðdís fer með hlutverk Glódísar sem ungrar fótboltastelpu með stóra drauma. Ný auglýsing N1, sem gerð er í tilefni af EM kvenna 2022, var frumsýnd í gær og var auglýsingunni leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni. Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er í aðalhlutverki í auglýsingunni, ásamt Heiðdísi Björt Bernhardsdóttur. Markmið auglýsingarinnar er einna helst að hvetja unga krakka til að elta draumana sína. Að sögn Glódísar Perlu sýnir auglýsingin þær áskoranir sem hún sjálf þurfti að yfirstíga sem ung fótboltastelpa í HK og til dagsins í dag, en hún spilar nú með stórliðinu Bayern Munchen í Þýskalandi. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka, og stelpur sérstaklega, því það er mikið af tækifærum í boði úti í hinum stóra heimi. Það þarf að byrja á því að setja sér skýr markmið, leggja á sig vinnuna og þá fyrst er hægt að ná þeim markmiðum og upplifa drauma sína. Það þýðir lítið að gefast upp í fyrsta skipti sem eitthvað gengur ekki upp eða þegar eitthvað gengur á afturfótunum og í staðinn reyna að finna nýjar leiðir til að komast á áfangastaðinn,“ segir Glódís um þátttöku sína í auglýsingunni. Leikstjórinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson þekkir vel þær áskoranir sem fylgja því að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast. „Verkefnið sem N1 treysti mér fyrir, stendur mér nærri og var mjög auðvelt að tengja við. Ég tók margt úr mínum reynsluheimi sem endaði í auglýsingunni, eins og það að setja sér markmið, hafa þau sýnileg upp á vegg og leggja mikið á sig til að ná þeim. Ég vonast til að skilaboð auglýsingarinnar nýtist ungu íþróttafólki sem hefur háleit markmið og vill ná langt í sinni íþrótt,“ segir Hannes. Hér má sjá bak við tjöldin við gerð auglýsingarinnar: N1 hefur um árabil verið einn helsti stuðningsaðili grasrótarstarfs íslenskrar knattspyrnu, ekki aðeins í gegnum N1 mótið sem haldið hefur verið í áratugi á Akureyri, heldur einnig með Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Þar fá efnilegir leikmenn af báðum kynjum hvaðanæva af landinu tækifæri til að takast á við hvern annan á krefjandi æfingum og á sama tíma stíga sín fyrstu skrefin í átt að sæti í landsliðum Íslands. Fótbolti Heilsa Krakkar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Að sögn Glódísar Perlu sýnir auglýsingin þær áskoranir sem hún sjálf þurfti að yfirstíga sem ung fótboltastelpa í HK og til dagsins í dag, en hún spilar nú með stórliðinu Bayern Munchen í Þýskalandi. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka, og stelpur sérstaklega, því það er mikið af tækifærum í boði úti í hinum stóra heimi. Það þarf að byrja á því að setja sér skýr markmið, leggja á sig vinnuna og þá fyrst er hægt að ná þeim markmiðum og upplifa drauma sína. Það þýðir lítið að gefast upp í fyrsta skipti sem eitthvað gengur ekki upp eða þegar eitthvað gengur á afturfótunum og í staðinn reyna að finna nýjar leiðir til að komast á áfangastaðinn,“ segir Glódís um þátttöku sína í auglýsingunni. Leikstjórinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson þekkir vel þær áskoranir sem fylgja því að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast. „Verkefnið sem N1 treysti mér fyrir, stendur mér nærri og var mjög auðvelt að tengja við. Ég tók margt úr mínum reynsluheimi sem endaði í auglýsingunni, eins og það að setja sér markmið, hafa þau sýnileg upp á vegg og leggja mikið á sig til að ná þeim. Ég vonast til að skilaboð auglýsingarinnar nýtist ungu íþróttafólki sem hefur háleit markmið og vill ná langt í sinni íþrótt,“ segir Hannes. Hér má sjá bak við tjöldin við gerð auglýsingarinnar: N1 hefur um árabil verið einn helsti stuðningsaðili grasrótarstarfs íslenskrar knattspyrnu, ekki aðeins í gegnum N1 mótið sem haldið hefur verið í áratugi á Akureyri, heldur einnig með Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Þar fá efnilegir leikmenn af báðum kynjum hvaðanæva af landinu tækifæri til að takast á við hvern annan á krefjandi æfingum og á sama tíma stíga sín fyrstu skrefin í átt að sæti í landsliðum Íslands.
Fótbolti Heilsa Krakkar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira