Seðlabankastjóri sýnir á sér betri hlið Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. júní 2022 08:01 Ég hef skrifað nokkuð um Seðlabanka, og þá einkum um stýrivaxtastefnu hans og vafasamar tilraunir til að hemja verðbólguna. Afstaða mín og þróun mála Mér hefur líkað illa, að bankinn virðist bara kunna eitt ráð, til að taka á verðbólguvandanum, hækkunn stýrivaxta, sem ráðamenn þar vita þó, að stafar mest af 1) verðspennu á fasteignamarkaði og 2) hækkun verðs innfluttra vara; eldsneytis, hrávöru og neyzluvöru. Vandinn einskorðast mikið við þessa tvo efnahagsþætti af tugum efnahagsþátta í nútíma samfélagi. Verðbólguvandinn er því sérstakur og einangraður. Ég hef því talið, að taka þyrfti á vandanum með sértækum, hnitmiðuðum aðgerðum, sem beindust eingöngu að þessum tveimur vandamálaþáttum, fremur en að vaða í endurteknar og stórfelldar hækkanir stýrivaxta, sem hitta allt og alla, alla efnahagsþætti, valda meiri skaða en þær bæta og bitna helzt á þeim, skuldurum og fátækum, sem hlífa skyldi. Tillögur mínar um aðgerðir á húsnæðismarkaði Nýlega lagði ég til, að Seðlabanki byði, annars vegar, bæjar- og sveitarfélögum, svo og byggingarverktökum og öðrum húsbyggjendum, ríflegt lánsfjármagn á lágmarksvöxtum, 0,5-1,0%, til að örva byggingarframkvæmdir, rífa upp nýtt íbúðarhúsnæði, og, hins vegar, að hann hlutaðist til um, að eiginfjárhlutfall kaupenda yrði hækkað, þar til gott jafnvægi væri komið á framboð og eftirspurn á þessum markaði, hvorttveggja til að hemja húsnæðismarkaðinn. Gleðiefnið; vel gert hjá Seðlabankastjóra 15. júní tilkynnti svo Seðlabankastjóri þá ákvörðun bankans, að fyrstu kaupendur þyrftu nú minnst að koma með eigiðfé upp á 15% af kaupverði, í stað 10% áður. Gott mál! Þetta dregur auðvitað úr kaupgetu og eftirspurn á húsnæðismarkaði, á mjúkan og hnitmiðaðan hátt, án þess að það bitni á öðrum þjóðfélagshópum. Fyrir mér hefði mátt hugleiða, að hafa þessa reglu þannig, að eigið fé fyrir minni íbúðir, upp í 100m2, þyrfti að vera minnst 15%, en svo 20% þar fyrir ofan. Annað gleðiefni Þegar ég kom hingað heim, eftir langa dvöl erlendis, ofbauð mér það fyrirkomulag hér, að lán væru verðtryggð, annað hvort með breytilegum vöxtum, þannig að verðbólga kæmi strax inn í greiðslubyrði skuldara, eða þá þannig, að verðhækkanir bættust á höfuðstól og skuld hækkaði með verðbólgu. Með verðtryggingu skuldar vissi skuldari í raun ekki, hvað hann skuldaði, jafnframt því, að hann hefði ekki hugmynd um, hvort hann gæti staðið við skuldbindingu sína, eða ekki. Sagði ég þetta í einu minna fyrstu erinda hér, 2017, og bætti því við, að ótækt væri, að skuldir og greiðslur væru verðtryggðar, á sama tíma og tekjur væru það ekki. Það var því gleðiefni, nú líka á dögunum, að sjá Seðlabankastjóra vera að fárast yfir þessu líka, einkum því, að verðbólga bættist við höfuðstól skuldar, sem gæti leitt til þess, að skuld hækkaði og hækkaði, þó að borgað væri af, færi jafnvel fram úr upphaflegri lántökufjárhæð. Vil ég hér mér skora á Seðlabankastjóra, að beita sér fyrir því, að óheillafyrirkomulagið verðtryggðar lánveitingar verði bannaðar á Íslandi, enda þekkjast þær hvergi erlendis, svo ég viti. Tveir gjaldmiðlar í landinu Þegar leyft er að verðtryggja skuldir og greiðslur, en eignir og tekjur eru óverðtryggðar, jafngildir það því, að í landinu séu tvenns konar krónur, önnur er vertryggð-króna og hin óverðtryggð-króna, heita hvorttvegja krónur, en eiga lítið annað sameiginlegt. Menn borga ekki skuldir með eignum Ýmsir segja hér, það datt upp úr Seðlankastjóra líka, að þetta verðtryggingarkerfi sé bara í lagi, því að mest hækki eignir, húsnæði, með verðbólgu, og vegi sú hækkun upp á móti hækkun skulda og afborgana. Það er þó alvarleg hugsanaskekkja og meinloka í þessu, því menn geta aðeins greitt skuldir með tekjum, ekki með eignum, nema að þær séu þá seldar. Varla vilja verðtryggingamenn, að fólk selji íbúð sína til að geta greitt skuldir sínar. Evra eina lausnin Upptaka Evru myndi auðvitað leysa þennan vanda, í eitt skipti fyrir öll, því þá væru skuldir og greiðslur og eignir og tekjur allar í nákvæmlega sömu mynt, með nákvæmlega sama vægi og verðgildi. Evru-stýrivextir eru enn 0,0%. Innflutningsverð verði leiðrétt með réttum hætti Á sama hátt og verðlag á innfluttum vörum hefur hækkað, hefur verðlag á útfluttum vörum hækkað. Við bætist vaxandi ferðamannastraumur og betri afkoma ferðamannaþjónustunnar ásamt með því, að við eigum enn digran gjaldeyrisvarasjóð. Í krafti þessara hagstæðu þátta, ber Seðlabanka að stýra gengi krónunnar á þann hátt, að gengistyrking upphefji hækkun innflutningsverðs. Burtu með fingurna af stýrivöxtunum, Seðlabankastjóri, þar er nóg komið af tjóni, skaða og ógæfu! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Seðlabankinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað nokkuð um Seðlabanka, og þá einkum um stýrivaxtastefnu hans og vafasamar tilraunir til að hemja verðbólguna. Afstaða mín og þróun mála Mér hefur líkað illa, að bankinn virðist bara kunna eitt ráð, til að taka á verðbólguvandanum, hækkunn stýrivaxta, sem ráðamenn þar vita þó, að stafar mest af 1) verðspennu á fasteignamarkaði og 2) hækkun verðs innfluttra vara; eldsneytis, hrávöru og neyzluvöru. Vandinn einskorðast mikið við þessa tvo efnahagsþætti af tugum efnahagsþátta í nútíma samfélagi. Verðbólguvandinn er því sérstakur og einangraður. Ég hef því talið, að taka þyrfti á vandanum með sértækum, hnitmiðuðum aðgerðum, sem beindust eingöngu að þessum tveimur vandamálaþáttum, fremur en að vaða í endurteknar og stórfelldar hækkanir stýrivaxta, sem hitta allt og alla, alla efnahagsþætti, valda meiri skaða en þær bæta og bitna helzt á þeim, skuldurum og fátækum, sem hlífa skyldi. Tillögur mínar um aðgerðir á húsnæðismarkaði Nýlega lagði ég til, að Seðlabanki byði, annars vegar, bæjar- og sveitarfélögum, svo og byggingarverktökum og öðrum húsbyggjendum, ríflegt lánsfjármagn á lágmarksvöxtum, 0,5-1,0%, til að örva byggingarframkvæmdir, rífa upp nýtt íbúðarhúsnæði, og, hins vegar, að hann hlutaðist til um, að eiginfjárhlutfall kaupenda yrði hækkað, þar til gott jafnvægi væri komið á framboð og eftirspurn á þessum markaði, hvorttveggja til að hemja húsnæðismarkaðinn. Gleðiefnið; vel gert hjá Seðlabankastjóra 15. júní tilkynnti svo Seðlabankastjóri þá ákvörðun bankans, að fyrstu kaupendur þyrftu nú minnst að koma með eigiðfé upp á 15% af kaupverði, í stað 10% áður. Gott mál! Þetta dregur auðvitað úr kaupgetu og eftirspurn á húsnæðismarkaði, á mjúkan og hnitmiðaðan hátt, án þess að það bitni á öðrum þjóðfélagshópum. Fyrir mér hefði mátt hugleiða, að hafa þessa reglu þannig, að eigið fé fyrir minni íbúðir, upp í 100m2, þyrfti að vera minnst 15%, en svo 20% þar fyrir ofan. Annað gleðiefni Þegar ég kom hingað heim, eftir langa dvöl erlendis, ofbauð mér það fyrirkomulag hér, að lán væru verðtryggð, annað hvort með breytilegum vöxtum, þannig að verðbólga kæmi strax inn í greiðslubyrði skuldara, eða þá þannig, að verðhækkanir bættust á höfuðstól og skuld hækkaði með verðbólgu. Með verðtryggingu skuldar vissi skuldari í raun ekki, hvað hann skuldaði, jafnframt því, að hann hefði ekki hugmynd um, hvort hann gæti staðið við skuldbindingu sína, eða ekki. Sagði ég þetta í einu minna fyrstu erinda hér, 2017, og bætti því við, að ótækt væri, að skuldir og greiðslur væru verðtryggðar, á sama tíma og tekjur væru það ekki. Það var því gleðiefni, nú líka á dögunum, að sjá Seðlabankastjóra vera að fárast yfir þessu líka, einkum því, að verðbólga bættist við höfuðstól skuldar, sem gæti leitt til þess, að skuld hækkaði og hækkaði, þó að borgað væri af, færi jafnvel fram úr upphaflegri lántökufjárhæð. Vil ég hér mér skora á Seðlabankastjóra, að beita sér fyrir því, að óheillafyrirkomulagið verðtryggðar lánveitingar verði bannaðar á Íslandi, enda þekkjast þær hvergi erlendis, svo ég viti. Tveir gjaldmiðlar í landinu Þegar leyft er að verðtryggja skuldir og greiðslur, en eignir og tekjur eru óverðtryggðar, jafngildir það því, að í landinu séu tvenns konar krónur, önnur er vertryggð-króna og hin óverðtryggð-króna, heita hvorttvegja krónur, en eiga lítið annað sameiginlegt. Menn borga ekki skuldir með eignum Ýmsir segja hér, það datt upp úr Seðlankastjóra líka, að þetta verðtryggingarkerfi sé bara í lagi, því að mest hækki eignir, húsnæði, með verðbólgu, og vegi sú hækkun upp á móti hækkun skulda og afborgana. Það er þó alvarleg hugsanaskekkja og meinloka í þessu, því menn geta aðeins greitt skuldir með tekjum, ekki með eignum, nema að þær séu þá seldar. Varla vilja verðtryggingamenn, að fólk selji íbúð sína til að geta greitt skuldir sínar. Evra eina lausnin Upptaka Evru myndi auðvitað leysa þennan vanda, í eitt skipti fyrir öll, því þá væru skuldir og greiðslur og eignir og tekjur allar í nákvæmlega sömu mynt, með nákvæmlega sama vægi og verðgildi. Evru-stýrivextir eru enn 0,0%. Innflutningsverð verði leiðrétt með réttum hætti Á sama hátt og verðlag á innfluttum vörum hefur hækkað, hefur verðlag á útfluttum vörum hækkað. Við bætist vaxandi ferðamannastraumur og betri afkoma ferðamannaþjónustunnar ásamt með því, að við eigum enn digran gjaldeyrisvarasjóð. Í krafti þessara hagstæðu þátta, ber Seðlabanka að stýra gengi krónunnar á þann hátt, að gengistyrking upphefji hækkun innflutningsverðs. Burtu með fingurna af stýrivöxtunum, Seðlabankastjóri, þar er nóg komið af tjóni, skaða og ógæfu! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar