Er SÁÁ á rangri leið? Rósa Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2022 14:00 SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi. Lífið án samtakanna var þannig mun verra. Bōrn voru send landshorna milli vegna slæmra aðstæðna á heimilum. Sum börn voru heppin, önnur ekki. Algengt var að makar hinna sjúku yrðu sjálfir fárveikir vegna drykkjunnar, ofbeldis og fjárhagserfiðleika. Þessi vandræðamál voru oftast mál sem átti að leysa heima fyrir. Það voru ekki margir sem gátu hjálpað. Það var engin lausn, hvað þá síður einhver framtíðarsýn fyrir þann sjúka, fyrir maka eða börnin. Það voru engin meðferðarúrræði eða hvað þá skilningur um af hverju lífið umturnaðist hjá fjölskyldum þegar áfengissýki var annars vegar. Almenna viðhorfið var að það væri bara helber“aumingjaskapur” að geta ekki hætt að drekka eða hafa stjórn á sjálfum sér. Meðalið, SÁÁ Það voru síðan nokkrir einstaklingar sem glímdu við þennan skaðræðis sjúkdóm svo heppnir að komast til Bandaríkjanna á meðferðarstofnanir þar. Þar öðluðust þeir nýja sýn á áfengisbölina. Bæði skilning á að skilgreina áfengissýki sem fíkni sjúkdóm og jafnframt kynntust þeir leiðum til að ná tökum á sjúkdómnum. Meðalið var afeitrun, eftirmeðferð og vinna í tólf spora kerfinu. Það hefur og er að virka hvað best. Þann fróðleik og reynslu tóku þeir með sér til Íslands og urðu brautryðjendur að stofnun SÁÁ. Fengu þeir strax mikinn stuðning frá þjóðinni og hefur sá andlegi og fjárhagslegi stuðningur haldist allar götur síðan. Þessi stuðningur var og er hornsteinninn að allri starfsemi SÁÁ. Það vita grasrótarsamtökin, hinn almenni félagsmaður SÁÁ og þær fjölskyldur sem þekkja til starfsemi SÁÁ. Framtíð SÁÁ Það eru blikur á lofti vegna trúnaðarbrests einstaklinga gagnvart hugsjónum og siðferðis viðmiðum SÁÁ og síðan gagnvart stjórnun fjármála samtakanna þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa kært samtökin bæði til Landlæknis og Héraðssaksóknara fyrir að hafa farið gegn lögum og samningi þeirra á milli. Viðbrögð SÁÁ við þeim áskökunum er að það sé bara allt í himnalagi, að SÁÁ sé á mjög góðum stað og kæra SÍ sé bara á misskilningi byggð. Sömu viðbrögð ber að líta við öðrum alvarlegum ábendingum við stjórnun samtakanna. Framundan er aðalfundur samtakanna sem verður þann 21. júní nk. og þar verður kosið til stjórnar. Það er von mín og bæn að takast megi að leiða sem flest ágreiningsmál hjá samtökunum til farsællar lausnar vegna skjólstæðinganna okkar sem þola ekki lengri biðlista og unga fólksins sem þarf á meðali SÁÁ að halda. Það eru sjúklingarnir og velferð þeirra sem eiga að vera í forgangi. Höfundur er einn af stofnendum SÁÁ og félagsmaður frá upphafi samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Sjúkratryggingar Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi. Lífið án samtakanna var þannig mun verra. Bōrn voru send landshorna milli vegna slæmra aðstæðna á heimilum. Sum börn voru heppin, önnur ekki. Algengt var að makar hinna sjúku yrðu sjálfir fárveikir vegna drykkjunnar, ofbeldis og fjárhagserfiðleika. Þessi vandræðamál voru oftast mál sem átti að leysa heima fyrir. Það voru ekki margir sem gátu hjálpað. Það var engin lausn, hvað þá síður einhver framtíðarsýn fyrir þann sjúka, fyrir maka eða börnin. Það voru engin meðferðarúrræði eða hvað þá skilningur um af hverju lífið umturnaðist hjá fjölskyldum þegar áfengissýki var annars vegar. Almenna viðhorfið var að það væri bara helber“aumingjaskapur” að geta ekki hætt að drekka eða hafa stjórn á sjálfum sér. Meðalið, SÁÁ Það voru síðan nokkrir einstaklingar sem glímdu við þennan skaðræðis sjúkdóm svo heppnir að komast til Bandaríkjanna á meðferðarstofnanir þar. Þar öðluðust þeir nýja sýn á áfengisbölina. Bæði skilning á að skilgreina áfengissýki sem fíkni sjúkdóm og jafnframt kynntust þeir leiðum til að ná tökum á sjúkdómnum. Meðalið var afeitrun, eftirmeðferð og vinna í tólf spora kerfinu. Það hefur og er að virka hvað best. Þann fróðleik og reynslu tóku þeir með sér til Íslands og urðu brautryðjendur að stofnun SÁÁ. Fengu þeir strax mikinn stuðning frá þjóðinni og hefur sá andlegi og fjárhagslegi stuðningur haldist allar götur síðan. Þessi stuðningur var og er hornsteinninn að allri starfsemi SÁÁ. Það vita grasrótarsamtökin, hinn almenni félagsmaður SÁÁ og þær fjölskyldur sem þekkja til starfsemi SÁÁ. Framtíð SÁÁ Það eru blikur á lofti vegna trúnaðarbrests einstaklinga gagnvart hugsjónum og siðferðis viðmiðum SÁÁ og síðan gagnvart stjórnun fjármála samtakanna þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa kært samtökin bæði til Landlæknis og Héraðssaksóknara fyrir að hafa farið gegn lögum og samningi þeirra á milli. Viðbrögð SÁÁ við þeim áskökunum er að það sé bara allt í himnalagi, að SÁÁ sé á mjög góðum stað og kæra SÍ sé bara á misskilningi byggð. Sömu viðbrögð ber að líta við öðrum alvarlegum ábendingum við stjórnun samtakanna. Framundan er aðalfundur samtakanna sem verður þann 21. júní nk. og þar verður kosið til stjórnar. Það er von mín og bæn að takast megi að leiða sem flest ágreiningsmál hjá samtökunum til farsællar lausnar vegna skjólstæðinganna okkar sem þola ekki lengri biðlista og unga fólksins sem þarf á meðali SÁÁ að halda. Það eru sjúklingarnir og velferð þeirra sem eiga að vera í forgangi. Höfundur er einn af stofnendum SÁÁ og félagsmaður frá upphafi samtakanna.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun