Ólafur Jóhannesson rekinn frá FH Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2022 22:43 Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson voru í kvöld reknir frá FH ef marka má heimildarmenn Stúkunnar. Vísir/Vilhelm Ólafi Jóhannessyni hefur verið sagt upp störfum sem aðalþjálfari FH eftir að liðinu mistókst að vinna enn einn leikinn í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Sérfræðingar Stúkunnar, uppgjörsþáttar Bestu-deildarinnar í fótbolta, fullyrtu það að Ólafur Jóhannesson hafi verið rekinn frá FH í þætti sínum í kvöld. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu FH-inga. Tilkynning frá knattspyrnudeild FHhttps://t.co/piDTwZBEOv— FHingar (@fhingar) June 16, 2022 Gengi FH-inga hefur ekki verið upp á marga fiska í upphafi tímabils og liðið er aðeins með átta stig eftir fyrstu níu umferðirnar. Liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Leikni í kvöld og það virðist hafa verið kornið sem fylltu mælinn. Eftir leik sagði Ríkharð Óskar Guðnason, stjórnandi Stúkunnar, að Ólafur og aðstoðarmaður hans Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, hafi verið látnir taka poka sinn strax eftir leik. Hann sagði svo síðar frá því í þættinum að FH-ingar hefðu sent frá sér tilkynningu þess efnis á heimasíðu sinni. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson virtist þá hafa sömu heimildir og kollegar sínir í Stúkunni, en hann greindi einnig frá þessum tíðindum á Twitter-síðu sinni. Óli Jó Bjössi Hreiðars reknir frá FH rétt í þessu(Staðfest)— Gummi Ben (@GummiBen) June 16, 2022 Yfirlýsing FH-inga „Ólafur Jóhannesson lætur af störfum hjá FH Eftir erfiða byrjun meistaraflokks karla í Bestu deildinni hefur Knattspyrnudeild FH komist að þeirri niðurstöðu að Ólafur Jóhannesson láti af störfum sem þjálfari FH. Ólafur tók við FH liðinu um mitt síðasta tímabil og undir hans stjórn endaði liðið í 6. sæti deildarinnar ásamt því að falla úr leik í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar. Ólafur kveður FH sem einn af sigursælustu þjálfurum félagsins og mun stundin á Akureyrarvelli 2004 aldrei gleymast. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Ólafi vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar. Sigurbjörn Hreiðarsson lætur einnig af störfum sem aðstoðarþjálfari og þökkum við honum fyrir hans störf fyrir félagið.“ Fréttin hefur verið uppfærð. FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Sérfræðingar Stúkunnar, uppgjörsþáttar Bestu-deildarinnar í fótbolta, fullyrtu það að Ólafur Jóhannesson hafi verið rekinn frá FH í þætti sínum í kvöld. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu FH-inga. Tilkynning frá knattspyrnudeild FHhttps://t.co/piDTwZBEOv— FHingar (@fhingar) June 16, 2022 Gengi FH-inga hefur ekki verið upp á marga fiska í upphafi tímabils og liðið er aðeins með átta stig eftir fyrstu níu umferðirnar. Liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Leikni í kvöld og það virðist hafa verið kornið sem fylltu mælinn. Eftir leik sagði Ríkharð Óskar Guðnason, stjórnandi Stúkunnar, að Ólafur og aðstoðarmaður hans Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, hafi verið látnir taka poka sinn strax eftir leik. Hann sagði svo síðar frá því í þættinum að FH-ingar hefðu sent frá sér tilkynningu þess efnis á heimasíðu sinni. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson virtist þá hafa sömu heimildir og kollegar sínir í Stúkunni, en hann greindi einnig frá þessum tíðindum á Twitter-síðu sinni. Óli Jó Bjössi Hreiðars reknir frá FH rétt í þessu(Staðfest)— Gummi Ben (@GummiBen) June 16, 2022 Yfirlýsing FH-inga „Ólafur Jóhannesson lætur af störfum hjá FH Eftir erfiða byrjun meistaraflokks karla í Bestu deildinni hefur Knattspyrnudeild FH komist að þeirri niðurstöðu að Ólafur Jóhannesson láti af störfum sem þjálfari FH. Ólafur tók við FH liðinu um mitt síðasta tímabil og undir hans stjórn endaði liðið í 6. sæti deildarinnar ásamt því að falla úr leik í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar. Ólafur kveður FH sem einn af sigursælustu þjálfurum félagsins og mun stundin á Akureyrarvelli 2004 aldrei gleymast. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Ólafi vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar. Sigurbjörn Hreiðarsson lætur einnig af störfum sem aðstoðarþjálfari og þökkum við honum fyrir hans störf fyrir félagið.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
FH Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira