Lífleg eða róleg viðskipti Baldur Thorlacius skrifar 16. júní 2022 14:24 Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna. Í fréttum af fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins var í einhverjum miðlum greint frá því að þessi frumraun hefði verið nokkuð róleg. Til samanburðar voru nýleg dæmi um skráningar Síldarvinnslunnar og Íslandsbanka. Í tilviki Síldarvinnslunnar var velta upp á um milljarð króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni, sem gerir 262% meiri veltu en með Ölgerðina. Hjá Íslandsbanka nam veltan um 5,4 milljörðum, sem gerir 1699% meiri veltu en með Ölgerðina, hvorki meira né minna. En stöldrum nú aðeins við, skiptir mögulega einnig máli hversu stór viðkomandi fyrirtæki eru þegar lagt er mat á umfang viðskipta? Bæði Íslandsbanki og Síldarvinnslan eru talsvert stærri en Ölgerðin að markaðsvirði. Það sem telst mikil velta með Ölgerðina gæti því talist lítil velta með samanburðarfélögin tvö. Ef við leiðréttum fyrir stærð og horfum á daglegan veltuhraða, þar sem við deilum fjölda hlutabréfa sem skiptu um hendur með heildarfjölda hlutabréfa, má sjá að hann var 1,1% á frumraun Ölgerðarinnar í Kauphöllinni. Þetta þýðir að það urðu viðskipti með 1,1% af öllu hlutafé í félaginu á einum degi. Í tilviki Síldarvinnslunnar var veltuhraðinn 1,0% en í tilviki Íslandsbanka heil 2,9%. Þegar allar skráningar á Aðalmarkað frá hruni eru skoðaðar kemur í ljós að veltuhraðinn á fyrsta degi eftir frumútboð hefur almennt verið 1,3% (miðgildi). M.ö.o. voru bæði Ölgerðin og Síldarvinnslan nokkurn vegin á pari við það sem gengur og gerist. Veltan með Íslandsbanka var aftur á móti mikil, hvort sem leiðrétt er fyrir stærð eða ekki. Metið á TM, sem fór á markað í maí 2013, en það urðu viðskipti með 6,7% af öllum útgefnum hlutum á skráningardegi þess. Það vill einnig svo vel til að TM á metið fyrir hæsta frumútboðspoppið (hækkun frá útboðsverði) eftir hrun, eða 33%. Íslandsbanki fylgir þar á eftir, með 20%. Ég myndi því seint segja að viðskipti með Ölgerðina á skráningardeginum hefðu verið eitthvað sérstaklega róleg. Veltan var í takt við það sem við höfum áður séð, leiðrétt fyrir stærð, og fjöldi viðskipta með hæsta móti, eða sá næst mesti á fyrsta degi viðskipta frá hruni (Íslandsbanki á það met). Það er mjög algengt að fólk taki ekki tillit til stærðar fyrirtækja þegar það fjallar um virkni markaðarins. Hvort sem það eru fjölmiðlar, reynslumiklir greiningaraðilar eða fjárfestar. En veltutölur einar og sér geta verið blekkjandi, ef þær eru ekki settar í samhengi við stærð. Að nota veltuhraða getur því verið góð leið til að bera saman virkni í viðskiptum á milli einstakra fyrirtækja eða markaða. Leiðrétt fyrir stærð hefur veltan á íslenska markaðnum iðulega komið vel út í samanburði við stærri markaði. Það má því segja að það séu almennt nokkuð lífleg viðskipti á íslenska markaðnum og hann hefur náð að styðja vel við íslenskt efnahagslíf í gegnum árin. En lengi má gott bæta og fjölgun félaga á markaði er mikilvægur liður í því að efla markaðinn enn frekar. Skráningar Nova og Alvotech eru næstar á dagskrá, það verður spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna. Höfundur er framkvæmdastjóra sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna. Í fréttum af fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins var í einhverjum miðlum greint frá því að þessi frumraun hefði verið nokkuð róleg. Til samanburðar voru nýleg dæmi um skráningar Síldarvinnslunnar og Íslandsbanka. Í tilviki Síldarvinnslunnar var velta upp á um milljarð króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni, sem gerir 262% meiri veltu en með Ölgerðina. Hjá Íslandsbanka nam veltan um 5,4 milljörðum, sem gerir 1699% meiri veltu en með Ölgerðina, hvorki meira né minna. En stöldrum nú aðeins við, skiptir mögulega einnig máli hversu stór viðkomandi fyrirtæki eru þegar lagt er mat á umfang viðskipta? Bæði Íslandsbanki og Síldarvinnslan eru talsvert stærri en Ölgerðin að markaðsvirði. Það sem telst mikil velta með Ölgerðina gæti því talist lítil velta með samanburðarfélögin tvö. Ef við leiðréttum fyrir stærð og horfum á daglegan veltuhraða, þar sem við deilum fjölda hlutabréfa sem skiptu um hendur með heildarfjölda hlutabréfa, má sjá að hann var 1,1% á frumraun Ölgerðarinnar í Kauphöllinni. Þetta þýðir að það urðu viðskipti með 1,1% af öllu hlutafé í félaginu á einum degi. Í tilviki Síldarvinnslunnar var veltuhraðinn 1,0% en í tilviki Íslandsbanka heil 2,9%. Þegar allar skráningar á Aðalmarkað frá hruni eru skoðaðar kemur í ljós að veltuhraðinn á fyrsta degi eftir frumútboð hefur almennt verið 1,3% (miðgildi). M.ö.o. voru bæði Ölgerðin og Síldarvinnslan nokkurn vegin á pari við það sem gengur og gerist. Veltan með Íslandsbanka var aftur á móti mikil, hvort sem leiðrétt er fyrir stærð eða ekki. Metið á TM, sem fór á markað í maí 2013, en það urðu viðskipti með 6,7% af öllum útgefnum hlutum á skráningardegi þess. Það vill einnig svo vel til að TM á metið fyrir hæsta frumútboðspoppið (hækkun frá útboðsverði) eftir hrun, eða 33%. Íslandsbanki fylgir þar á eftir, með 20%. Ég myndi því seint segja að viðskipti með Ölgerðina á skráningardeginum hefðu verið eitthvað sérstaklega róleg. Veltan var í takt við það sem við höfum áður séð, leiðrétt fyrir stærð, og fjöldi viðskipta með hæsta móti, eða sá næst mesti á fyrsta degi viðskipta frá hruni (Íslandsbanki á það met). Það er mjög algengt að fólk taki ekki tillit til stærðar fyrirtækja þegar það fjallar um virkni markaðarins. Hvort sem það eru fjölmiðlar, reynslumiklir greiningaraðilar eða fjárfestar. En veltutölur einar og sér geta verið blekkjandi, ef þær eru ekki settar í samhengi við stærð. Að nota veltuhraða getur því verið góð leið til að bera saman virkni í viðskiptum á milli einstakra fyrirtækja eða markaða. Leiðrétt fyrir stærð hefur veltan á íslenska markaðnum iðulega komið vel út í samanburði við stærri markaði. Það má því segja að það séu almennt nokkuð lífleg viðskipti á íslenska markaðnum og hann hefur náð að styðja vel við íslenskt efnahagslíf í gegnum árin. En lengi má gott bæta og fjölgun félaga á markaði er mikilvægur liður í því að efla markaðinn enn frekar. Skráningar Nova og Alvotech eru næstar á dagskrá, það verður spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna. Höfundur er framkvæmdastjóra sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun