Takk Seðlabankastjóri Vilhjálmur Birgisson skrifar 16. júní 2022 12:00 Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Ásgeir Jónsson sagði m.a. í viðtali í gær að verðtryggð lán væru ekkert annað en kúlulán þar sem fólk borgar og borgar af láninu en samt gerir höfuðstóllinn ekkert annað en að hækka. Seðlabankastjóri segir að það hvernig verðtryggð lán eru sett upp hér á landi sé hættulegt. Ég verð að hrósa Seðlabankanum fyrir þær aðgerðir sem hann er að ráðast í og lúta að því að sporna við verðtryggðum húsnæðislánum. Eins og áður sagði þá líkir seðlabankastjóri þessum verðtryggðu lánum við kúlulán. Ég hef reyndar talað um að þetta séu glæpalán enda liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25-30 árin frá því að þau eru tekin. Það kom til að mynda fram í skýrslu sérfræðingahóps sem ég átti sæti í árið 2013 um afnám verðtryggingar að 40 ára jafngreiðslulán væru baneitraður kokteill sem þyrfti að banna tafarlaust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna hafa þeir ekki haft kjark og þor til að stíga það skref þó vitað sé hversu skaðleg þessi lán eru. Munum að margoft hafa stjórnvöld lofað að stíga alvöru skref í að takmarka og banna þessi lán en ætíð svikið það og því er það stórmerkilegt að seðlabankastjóri skuli stíga fram og leggja til leiðir til að sporna við þessum glæpalánum og bendir á hið augljósa að þetta sé lánaform sem er hættulegt neytendum. En hvar eru stjórnvöld og alþingismenn? Ég hef barist gegn þessu lánaformi í mörg ár ásamt fjölmörgum öðrum eins og t.d. Hagsmunasamtökum heimilanna. Ástæða þess að Seðlabankinn er að grípa til svona róttækra aðgerða gegn verðtryggðum lánum er að viðskiptabankarnir þrír hafa markvisst verið að reyna að lokka neytendur yfir í verðtryggð lán að nýju með allskyns gylliboðum. Flott að Seðlabankinn sér við þessu framferði viðskiptabankanna og nú er ekkert annað í stöðunni en að stíga skrefið til fulls og banna verðtryggð neytendalán að fullu því það er ljóst að um leið og þessi lánamöguleiki er úr sögunni þá munu óverðtryggðir vextir lækka enda hafa bankarnir komist upp með hærra vaxtastig vegna verðtryggðra lána. Nauðsynlegt er að banna verðtryggð húsnæðislán til neytenda því þó svo að greiðslubyrði sé lægri í upphafi lánsins líða ekki mörg ár þar til hún er orðin jafnmikil eins og á óverðtryggðu húsnæðisláni vegna hækkunar á höfuðstóli lánsins mánuð eftir mánuð. Sem dæmi þá liggur fyrir að fólk sem tók verðtryggt húsnæðislán að fjárhæð 50 milljónir fyrir 12 mánuðum hefur þurft að horfa upp á að höfuðstóll lánsins hefur hækkað um 3,8 milljónir á 12 mánuðum eða sem nemur að jafnaði 316 þúsundum í hverjum mánuði. Fyrstu kaupendur Það er hins vegar mikilvægt að aðstoða ungt fólk við að eignast sína fyrstu íbúð og það er hægt að gera með því að veita óverðtryggt lán en bjóða þeim mun lengri lánstíma til að létta á greiðslubyrðinni í byrjun. Hægt væri að bjóða upp á slík lán til 50 til 70 ára í upphafi og síðan er hægt að stytta lánstímann eftir þörfum þegar greiðslugeta lántakans eykst. Þetta er miklu skynsamlegra heldur en að bjóða upp á afleiðulán eins og verðtryggðu lánin eru enda vita allir sem vita vilja að þessi lán eru stórhættuleg eins sagan hefur sýnt okkur í gegnum árin. Það vita líka allir að til að stýritæki Seðlabankans virki þá þarf að banna þessi verðtryggðu lán og því er til mikils að vinna að banna þetta glæpalánaform og ávinningurinn er augljós. Ég ítreka að hægt er að koma til móts við fyrstu kaupendur með því að gefa þeim mun lengri lánstíma en gengur og gerist til að sporna við hárri greiðslubyrði í byrjun. Nú verðum við að stíga skrefið til fulls og banna þessi verðtryggðu lán til neytenda enda dettur ekki nokkurri þjóð sem við viljum bera okkur saman við í hug að bjóða upp á slíkt lánaform. En ég ítreka að þakklæti mitt til Seðlabankastjóra sem stígur nú fram og varar við verðtryggðum lánum en til þessa hefur enginn seðlabankastjóri haft kjark til þess! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Ásgeir Jónsson sagði m.a. í viðtali í gær að verðtryggð lán væru ekkert annað en kúlulán þar sem fólk borgar og borgar af láninu en samt gerir höfuðstóllinn ekkert annað en að hækka. Seðlabankastjóri segir að það hvernig verðtryggð lán eru sett upp hér á landi sé hættulegt. Ég verð að hrósa Seðlabankanum fyrir þær aðgerðir sem hann er að ráðast í og lúta að því að sporna við verðtryggðum húsnæðislánum. Eins og áður sagði þá líkir seðlabankastjóri þessum verðtryggðu lánum við kúlulán. Ég hef reyndar talað um að þetta séu glæpalán enda liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25-30 árin frá því að þau eru tekin. Það kom til að mynda fram í skýrslu sérfræðingahóps sem ég átti sæti í árið 2013 um afnám verðtryggingar að 40 ára jafngreiðslulán væru baneitraður kokteill sem þyrfti að banna tafarlaust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna hafa þeir ekki haft kjark og þor til að stíga það skref þó vitað sé hversu skaðleg þessi lán eru. Munum að margoft hafa stjórnvöld lofað að stíga alvöru skref í að takmarka og banna þessi lán en ætíð svikið það og því er það stórmerkilegt að seðlabankastjóri skuli stíga fram og leggja til leiðir til að sporna við þessum glæpalánum og bendir á hið augljósa að þetta sé lánaform sem er hættulegt neytendum. En hvar eru stjórnvöld og alþingismenn? Ég hef barist gegn þessu lánaformi í mörg ár ásamt fjölmörgum öðrum eins og t.d. Hagsmunasamtökum heimilanna. Ástæða þess að Seðlabankinn er að grípa til svona róttækra aðgerða gegn verðtryggðum lánum er að viðskiptabankarnir þrír hafa markvisst verið að reyna að lokka neytendur yfir í verðtryggð lán að nýju með allskyns gylliboðum. Flott að Seðlabankinn sér við þessu framferði viðskiptabankanna og nú er ekkert annað í stöðunni en að stíga skrefið til fulls og banna verðtryggð neytendalán að fullu því það er ljóst að um leið og þessi lánamöguleiki er úr sögunni þá munu óverðtryggðir vextir lækka enda hafa bankarnir komist upp með hærra vaxtastig vegna verðtryggðra lána. Nauðsynlegt er að banna verðtryggð húsnæðislán til neytenda því þó svo að greiðslubyrði sé lægri í upphafi lánsins líða ekki mörg ár þar til hún er orðin jafnmikil eins og á óverðtryggðu húsnæðisláni vegna hækkunar á höfuðstóli lánsins mánuð eftir mánuð. Sem dæmi þá liggur fyrir að fólk sem tók verðtryggt húsnæðislán að fjárhæð 50 milljónir fyrir 12 mánuðum hefur þurft að horfa upp á að höfuðstóll lánsins hefur hækkað um 3,8 milljónir á 12 mánuðum eða sem nemur að jafnaði 316 þúsundum í hverjum mánuði. Fyrstu kaupendur Það er hins vegar mikilvægt að aðstoða ungt fólk við að eignast sína fyrstu íbúð og það er hægt að gera með því að veita óverðtryggt lán en bjóða þeim mun lengri lánstíma til að létta á greiðslubyrðinni í byrjun. Hægt væri að bjóða upp á slík lán til 50 til 70 ára í upphafi og síðan er hægt að stytta lánstímann eftir þörfum þegar greiðslugeta lántakans eykst. Þetta er miklu skynsamlegra heldur en að bjóða upp á afleiðulán eins og verðtryggðu lánin eru enda vita allir sem vita vilja að þessi lán eru stórhættuleg eins sagan hefur sýnt okkur í gegnum árin. Það vita líka allir að til að stýritæki Seðlabankans virki þá þarf að banna þessi verðtryggðu lán og því er til mikils að vinna að banna þetta glæpalánaform og ávinningurinn er augljós. Ég ítreka að hægt er að koma til móts við fyrstu kaupendur með því að gefa þeim mun lengri lánstíma en gengur og gerist til að sporna við hárri greiðslubyrði í byrjun. Nú verðum við að stíga skrefið til fulls og banna þessi verðtryggðu lán til neytenda enda dettur ekki nokkurri þjóð sem við viljum bera okkur saman við í hug að bjóða upp á slíkt lánaform. En ég ítreka að þakklæti mitt til Seðlabankastjóra sem stígur nú fram og varar við verðtryggðum lánum en til þessa hefur enginn seðlabankastjóri haft kjark til þess! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun