„Börn eiga að éta það sem úti frýs“ Lúðvík Júlíusson skrifar 16. júní 2022 11:31 Ísland er merkilegt land að mörgu leyti. Tökum dæmi. Barn býr hjá foreldri sem hefur ekki efni á mat, fatnaði, húsnæði, á tómstundum og öðrum tilfallandi kostnaði. Samkvæmt íslenskum lögum þá býr barnið ekki við fátækt. Íslenskir stjórnmálamenn, hvorki á Alþingi né í sveitarstjórnum, vilja hjálpa þessum börnum og foreldrum. Þeir líta svo á að þetta sé foreldrunum að kenna. Ástæðan er sú að barnið lifir í fátækt hjá umgengisforeldri. Þá telja Íslendingar að barnið sé annað hvort ónæmt fyrir fátækt eða að fátæktin geri því bara gott. Íslendingar og stjórnmálamenn eru mjög fordómafullir þegar kemur að börnum. Fordómum sem skaða börn varanlega. Lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu Nýlega voru samþykkt lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu. Markmið frumvarpsins er „að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Hvergi í frumvarpinu er fjallað um börn sem búa á tveimur heimilum, hvergi er fjallað um fátækt barna hjá umgengisforeldrum og hvergi er fjallað um breytingar á meðlagi. Börn njóta ekki tilveruréttar Börn sem njóta reglulegrar umgengni njóta ekki sömu réttinda og önnur börn. Stjórnvöld neita þeim um sama tilverurétt í samfélaginu okkar og öðrum börnum. Rannsóknir hafa sýnt að staða þessara barna sé verri en annarra barna, samt er ekkert gert. Að gera ekkert til að uppræta fátækt barna sem tilheyra viðkvæmum hópum er pólitísk ákvörðun. Það er pólitísk ákvörðun um að þessi börn eigi og skuli lifa í fátækt og éta það sem úti frýs. Meðlagið Í frumvarpinu um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu er hvergi minnst á meðlag. Meðlagsgreiðslur hækkuðu samt um 3% síðustu mánaðarmót. Ekki er athugað hvaða áhrif þetta hefur á foreldra eða börn. Aukin útgjöld eru samt alltaf íþyngjandi. Það er því deginum ljósara að lífskjör ákveðins hóps barna sem tilheyra viðkvæmum hópum munu versna við þessar breytingar. Börn í ruslflokk Þegar stjórnvöld senda ítrekað út skilaboð um hlutverk kynjanna og að börn fráskilinna(börn einstæðra foreldra) séu minna virði en önnur börn þá er ekkert skrítið að staða bæði barna og foreldra sé slæm. Til þess að vinna gegn þessu þá er nauðsynlegt að stjórnvöld rannsaki stöðu barna og foreldra og nauðsynlegt að stjórnvöld sjálf líti í eigin barm og losi sig við þá gríðarlegu skaðlegu fordóma sem þau hafa og sem setja börn í viðkvæmri stöðu lóðrétt í ruslflokk. Stjórnvöld viðhalda fátækt Meiri líkur eru á því að þessi börn munu vera fátæk þegar þau verða fullorðin og hafa verri heilsu. Þau munu hafa minni getu en aðrir til að vinna sig úr fátækt. Hvers vegna vilja stjórnvöld og almenningur hafa þetta svona? Hvers vegna hjálpum við ekki öllum foreldrum og öllum börnum úr fátækt? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er merkilegt land að mörgu leyti. Tökum dæmi. Barn býr hjá foreldri sem hefur ekki efni á mat, fatnaði, húsnæði, á tómstundum og öðrum tilfallandi kostnaði. Samkvæmt íslenskum lögum þá býr barnið ekki við fátækt. Íslenskir stjórnmálamenn, hvorki á Alþingi né í sveitarstjórnum, vilja hjálpa þessum börnum og foreldrum. Þeir líta svo á að þetta sé foreldrunum að kenna. Ástæðan er sú að barnið lifir í fátækt hjá umgengisforeldri. Þá telja Íslendingar að barnið sé annað hvort ónæmt fyrir fátækt eða að fátæktin geri því bara gott. Íslendingar og stjórnmálamenn eru mjög fordómafullir þegar kemur að börnum. Fordómum sem skaða börn varanlega. Lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu Nýlega voru samþykkt lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu. Markmið frumvarpsins er „að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Hvergi í frumvarpinu er fjallað um börn sem búa á tveimur heimilum, hvergi er fjallað um fátækt barna hjá umgengisforeldrum og hvergi er fjallað um breytingar á meðlagi. Börn njóta ekki tilveruréttar Börn sem njóta reglulegrar umgengni njóta ekki sömu réttinda og önnur börn. Stjórnvöld neita þeim um sama tilverurétt í samfélaginu okkar og öðrum börnum. Rannsóknir hafa sýnt að staða þessara barna sé verri en annarra barna, samt er ekkert gert. Að gera ekkert til að uppræta fátækt barna sem tilheyra viðkvæmum hópum er pólitísk ákvörðun. Það er pólitísk ákvörðun um að þessi börn eigi og skuli lifa í fátækt og éta það sem úti frýs. Meðlagið Í frumvarpinu um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu er hvergi minnst á meðlag. Meðlagsgreiðslur hækkuðu samt um 3% síðustu mánaðarmót. Ekki er athugað hvaða áhrif þetta hefur á foreldra eða börn. Aukin útgjöld eru samt alltaf íþyngjandi. Það er því deginum ljósara að lífskjör ákveðins hóps barna sem tilheyra viðkvæmum hópum munu versna við þessar breytingar. Börn í ruslflokk Þegar stjórnvöld senda ítrekað út skilaboð um hlutverk kynjanna og að börn fráskilinna(börn einstæðra foreldra) séu minna virði en önnur börn þá er ekkert skrítið að staða bæði barna og foreldra sé slæm. Til þess að vinna gegn þessu þá er nauðsynlegt að stjórnvöld rannsaki stöðu barna og foreldra og nauðsynlegt að stjórnvöld sjálf líti í eigin barm og losi sig við þá gríðarlegu skaðlegu fordóma sem þau hafa og sem setja börn í viðkvæmri stöðu lóðrétt í ruslflokk. Stjórnvöld viðhalda fátækt Meiri líkur eru á því að þessi börn munu vera fátæk þegar þau verða fullorðin og hafa verri heilsu. Þau munu hafa minni getu en aðrir til að vinna sig úr fátækt. Hvers vegna vilja stjórnvöld og almenningur hafa þetta svona? Hvers vegna hjálpum við ekki öllum foreldrum og öllum börnum úr fátækt? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun