„Börn eiga að éta það sem úti frýs“ Lúðvík Júlíusson skrifar 16. júní 2022 11:31 Ísland er merkilegt land að mörgu leyti. Tökum dæmi. Barn býr hjá foreldri sem hefur ekki efni á mat, fatnaði, húsnæði, á tómstundum og öðrum tilfallandi kostnaði. Samkvæmt íslenskum lögum þá býr barnið ekki við fátækt. Íslenskir stjórnmálamenn, hvorki á Alþingi né í sveitarstjórnum, vilja hjálpa þessum börnum og foreldrum. Þeir líta svo á að þetta sé foreldrunum að kenna. Ástæðan er sú að barnið lifir í fátækt hjá umgengisforeldri. Þá telja Íslendingar að barnið sé annað hvort ónæmt fyrir fátækt eða að fátæktin geri því bara gott. Íslendingar og stjórnmálamenn eru mjög fordómafullir þegar kemur að börnum. Fordómum sem skaða börn varanlega. Lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu Nýlega voru samþykkt lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu. Markmið frumvarpsins er „að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Hvergi í frumvarpinu er fjallað um börn sem búa á tveimur heimilum, hvergi er fjallað um fátækt barna hjá umgengisforeldrum og hvergi er fjallað um breytingar á meðlagi. Börn njóta ekki tilveruréttar Börn sem njóta reglulegrar umgengni njóta ekki sömu réttinda og önnur börn. Stjórnvöld neita þeim um sama tilverurétt í samfélaginu okkar og öðrum börnum. Rannsóknir hafa sýnt að staða þessara barna sé verri en annarra barna, samt er ekkert gert. Að gera ekkert til að uppræta fátækt barna sem tilheyra viðkvæmum hópum er pólitísk ákvörðun. Það er pólitísk ákvörðun um að þessi börn eigi og skuli lifa í fátækt og éta það sem úti frýs. Meðlagið Í frumvarpinu um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu er hvergi minnst á meðlag. Meðlagsgreiðslur hækkuðu samt um 3% síðustu mánaðarmót. Ekki er athugað hvaða áhrif þetta hefur á foreldra eða börn. Aukin útgjöld eru samt alltaf íþyngjandi. Það er því deginum ljósara að lífskjör ákveðins hóps barna sem tilheyra viðkvæmum hópum munu versna við þessar breytingar. Börn í ruslflokk Þegar stjórnvöld senda ítrekað út skilaboð um hlutverk kynjanna og að börn fráskilinna(börn einstæðra foreldra) séu minna virði en önnur börn þá er ekkert skrítið að staða bæði barna og foreldra sé slæm. Til þess að vinna gegn þessu þá er nauðsynlegt að stjórnvöld rannsaki stöðu barna og foreldra og nauðsynlegt að stjórnvöld sjálf líti í eigin barm og losi sig við þá gríðarlegu skaðlegu fordóma sem þau hafa og sem setja börn í viðkvæmri stöðu lóðrétt í ruslflokk. Stjórnvöld viðhalda fátækt Meiri líkur eru á því að þessi börn munu vera fátæk þegar þau verða fullorðin og hafa verri heilsu. Þau munu hafa minni getu en aðrir til að vinna sig úr fátækt. Hvers vegna vilja stjórnvöld og almenningur hafa þetta svona? Hvers vegna hjálpum við ekki öllum foreldrum og öllum börnum úr fátækt? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er merkilegt land að mörgu leyti. Tökum dæmi. Barn býr hjá foreldri sem hefur ekki efni á mat, fatnaði, húsnæði, á tómstundum og öðrum tilfallandi kostnaði. Samkvæmt íslenskum lögum þá býr barnið ekki við fátækt. Íslenskir stjórnmálamenn, hvorki á Alþingi né í sveitarstjórnum, vilja hjálpa þessum börnum og foreldrum. Þeir líta svo á að þetta sé foreldrunum að kenna. Ástæðan er sú að barnið lifir í fátækt hjá umgengisforeldri. Þá telja Íslendingar að barnið sé annað hvort ónæmt fyrir fátækt eða að fátæktin geri því bara gott. Íslendingar og stjórnmálamenn eru mjög fordómafullir þegar kemur að börnum. Fordómum sem skaða börn varanlega. Lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu Nýlega voru samþykkt lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu. Markmið frumvarpsins er „að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Hvergi í frumvarpinu er fjallað um börn sem búa á tveimur heimilum, hvergi er fjallað um fátækt barna hjá umgengisforeldrum og hvergi er fjallað um breytingar á meðlagi. Börn njóta ekki tilveruréttar Börn sem njóta reglulegrar umgengni njóta ekki sömu réttinda og önnur börn. Stjórnvöld neita þeim um sama tilverurétt í samfélaginu okkar og öðrum börnum. Rannsóknir hafa sýnt að staða þessara barna sé verri en annarra barna, samt er ekkert gert. Að gera ekkert til að uppræta fátækt barna sem tilheyra viðkvæmum hópum er pólitísk ákvörðun. Það er pólitísk ákvörðun um að þessi börn eigi og skuli lifa í fátækt og éta það sem úti frýs. Meðlagið Í frumvarpinu um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu er hvergi minnst á meðlag. Meðlagsgreiðslur hækkuðu samt um 3% síðustu mánaðarmót. Ekki er athugað hvaða áhrif þetta hefur á foreldra eða börn. Aukin útgjöld eru samt alltaf íþyngjandi. Það er því deginum ljósara að lífskjör ákveðins hóps barna sem tilheyra viðkvæmum hópum munu versna við þessar breytingar. Börn í ruslflokk Þegar stjórnvöld senda ítrekað út skilaboð um hlutverk kynjanna og að börn fráskilinna(börn einstæðra foreldra) séu minna virði en önnur börn þá er ekkert skrítið að staða bæði barna og foreldra sé slæm. Til þess að vinna gegn þessu þá er nauðsynlegt að stjórnvöld rannsaki stöðu barna og foreldra og nauðsynlegt að stjórnvöld sjálf líti í eigin barm og losi sig við þá gríðarlegu skaðlegu fordóma sem þau hafa og sem setja börn í viðkvæmri stöðu lóðrétt í ruslflokk. Stjórnvöld viðhalda fátækt Meiri líkur eru á því að þessi börn munu vera fátæk þegar þau verða fullorðin og hafa verri heilsu. Þau munu hafa minni getu en aðrir til að vinna sig úr fátækt. Hvers vegna vilja stjórnvöld og almenningur hafa þetta svona? Hvers vegna hjálpum við ekki öllum foreldrum og öllum börnum úr fátækt? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun