Heimir enn við stjórnvölin en enginn Ísak Snær: Mjög forvitnilegur leikur á Hlíðarenda í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 13:00 Breiðablik og Valur eigast við í kvöld. Búast má við að Gísli Eyjólfsson mundi skotfótinn oftar en einu sinni. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik heimsækir Val í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir eru líkt og alþjóð veit með fullt hús stiga á toppi deildarinnar á meðan Valsmenn hafa átt erfitt uppdráttar í sumar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Ísak Snær Þorvaldsson, verður ekki með Blikum í kvöld en hann tekur út leikbann. Eftir dágóða pásu vegna leikja íslenska A-landsliðsins í Þjóðadeildinni og svo U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM er Besta deild karla loks farin aftur af stað. Hún hófst með látum í gær þar sem við fengum níu mörk í tveimur leikjum. Reikna má með svipaðri veislu í kvöld en stórleikur umferðarinnar er á Hlíðarenda þar sem toppliðið – sem er enn með fullt hús stiga – mætir liðinu sem hefur orðið Íslandsmeistari þrisvar á síðustu fimm árum. Þá er ekki langt síðan liðin mættust en þann 26. maí síðastliðinn unnu Blikar 6-2 stórsigur er liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Tekst þeim að leika sama leik eða hefna Valsmenn fyrir ófarirnar? Breytingar hjá Blikum Það eru ákveðin skörð höggvin í lið Breiðabliks en Ísak Snær er sem fyrr í leikbanni þar sem hann hefur nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá stendur leikbann Omar Sowe en hann verður hvorki með Blikum í kvöld né gegn KA á mánudaginn kemur. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari toppliðsins, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net Viktor Karl Einarsson og Gísli Eyjólfsson séu orðnir leikfærir en þeir voru hvorugir með í síðasta leik Blika fyrir landsleikjahlé. Þá er Elfar Freyr Helgason orðinn leikfær en á móti kemur að Andri Rafn Yeoman er meiddur. Breiðablik missir því í raun út þrjá leikmenn en fær þrjá í staðinn. Maður kemur í manns stað og allt það en nú kemur loks í ljós hvernig liðið höndlar að vera án Ísaks Snæs. Í sama viðtali við Fótbolta.net staðfesti Óskar Hrafn að Ísak Snær hefði klárað æfingu liðsins í aðdraganda leiksins og „kenndi sér einskis meins,“ eftir að hafa komið af velli í leik með U-21 árs landsliðinu eftir að finna fyrir verk í brjósti. „var í frábærum höndum hjá landsliðinu og fór í allar þær rannsóknir sem þurfti. Þær komu vel út þannig það lítur allt mjög vel út,“ bætti Óskar Hrafn við. Óvænt valdir í landsliðið Undirbúningur Breiðabliks hefur ekki verið eins og best verður á kosinn en þrír leikmenn voru kallaðir inn í A-landsliðið vináttulandsleikinn umtalaða gegn San Marínó. Um var að ræða Damir Muminovic, Höskuld Gunnlaugsson og Jason Daða Svanþórsson. Fór orðrómur af stað að einum leikmanni liðsins hefði verið lofað byrjunarliðssæti í leiknum en sá virtist ekki á rökum reistur. Ekki misskilja mig. Þessi frett er bull.— damir muminovic (@damirmuminovic) June 10, 2022 Jason Daði spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum á meðan Damir og Höskuldur komu inn af bekknum þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Aldrei lognmolla á Hlíðarenda Það hefur heldur betur gustað um Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, síðan landsleikjahléið hófst. Annað árið í röð fóru háværir orðrómar á kreik um að honum hefði verið sagt upp en alltaf stendur Heimir af sér storminn og er enn þjálfari Vals. Nafni hans - Heimir Hallgrímsson - var sagður vera á leið að taka við Valsliðinu en allt kom fyrir ekki. Heimir, sonur Hallgríms, neitaði í viðtali við Vísi og var svo mættur á bekkinn hjá ÍBV er liðið tapaði 3-0 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í gær, miðvikudag. Fyrir þau sem ekki vita er Heimir Hallgríms fyrrverandi þjálfari ÍBV og Eyja maður í húð og hár. Hvað varðar nafna hans á Hlíðarenda þá hlýtur að vera þreytt að lesa og heyra ítrekaðar sögusagnir um að starf hans sé í hættu. Eina leiðin til að þagga niður í slíkum orðrómum er að vinna fótboltaleiki og það getur Valur gert í kvöld. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum verður umferðin gerð upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Eftir dágóða pásu vegna leikja íslenska A-landsliðsins í Þjóðadeildinni og svo U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM er Besta deild karla loks farin aftur af stað. Hún hófst með látum í gær þar sem við fengum níu mörk í tveimur leikjum. Reikna má með svipaðri veislu í kvöld en stórleikur umferðarinnar er á Hlíðarenda þar sem toppliðið – sem er enn með fullt hús stiga – mætir liðinu sem hefur orðið Íslandsmeistari þrisvar á síðustu fimm árum. Þá er ekki langt síðan liðin mættust en þann 26. maí síðastliðinn unnu Blikar 6-2 stórsigur er liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Tekst þeim að leika sama leik eða hefna Valsmenn fyrir ófarirnar? Breytingar hjá Blikum Það eru ákveðin skörð höggvin í lið Breiðabliks en Ísak Snær er sem fyrr í leikbanni þar sem hann hefur nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá stendur leikbann Omar Sowe en hann verður hvorki með Blikum í kvöld né gegn KA á mánudaginn kemur. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari toppliðsins, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net Viktor Karl Einarsson og Gísli Eyjólfsson séu orðnir leikfærir en þeir voru hvorugir með í síðasta leik Blika fyrir landsleikjahlé. Þá er Elfar Freyr Helgason orðinn leikfær en á móti kemur að Andri Rafn Yeoman er meiddur. Breiðablik missir því í raun út þrjá leikmenn en fær þrjá í staðinn. Maður kemur í manns stað og allt það en nú kemur loks í ljós hvernig liðið höndlar að vera án Ísaks Snæs. Í sama viðtali við Fótbolta.net staðfesti Óskar Hrafn að Ísak Snær hefði klárað æfingu liðsins í aðdraganda leiksins og „kenndi sér einskis meins,“ eftir að hafa komið af velli í leik með U-21 árs landsliðinu eftir að finna fyrir verk í brjósti. „var í frábærum höndum hjá landsliðinu og fór í allar þær rannsóknir sem þurfti. Þær komu vel út þannig það lítur allt mjög vel út,“ bætti Óskar Hrafn við. Óvænt valdir í landsliðið Undirbúningur Breiðabliks hefur ekki verið eins og best verður á kosinn en þrír leikmenn voru kallaðir inn í A-landsliðið vináttulandsleikinn umtalaða gegn San Marínó. Um var að ræða Damir Muminovic, Höskuld Gunnlaugsson og Jason Daða Svanþórsson. Fór orðrómur af stað að einum leikmanni liðsins hefði verið lofað byrjunarliðssæti í leiknum en sá virtist ekki á rökum reistur. Ekki misskilja mig. Þessi frett er bull.— damir muminovic (@damirmuminovic) June 10, 2022 Jason Daði spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum á meðan Damir og Höskuldur komu inn af bekknum þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Aldrei lognmolla á Hlíðarenda Það hefur heldur betur gustað um Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, síðan landsleikjahléið hófst. Annað árið í röð fóru háværir orðrómar á kreik um að honum hefði verið sagt upp en alltaf stendur Heimir af sér storminn og er enn þjálfari Vals. Nafni hans - Heimir Hallgrímsson - var sagður vera á leið að taka við Valsliðinu en allt kom fyrir ekki. Heimir, sonur Hallgríms, neitaði í viðtali við Vísi og var svo mættur á bekkinn hjá ÍBV er liðið tapaði 3-0 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í gær, miðvikudag. Fyrir þau sem ekki vita er Heimir Hallgríms fyrrverandi þjálfari ÍBV og Eyja maður í húð og hár. Hvað varðar nafna hans á Hlíðarenda þá hlýtur að vera þreytt að lesa og heyra ítrekaðar sögusagnir um að starf hans sé í hættu. Eina leiðin til að þagga niður í slíkum orðrómum er að vinna fótboltaleiki og það getur Valur gert í kvöld. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum verður umferðin gerð upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti