Heimir enn við stjórnvölin en enginn Ísak Snær: Mjög forvitnilegur leikur á Hlíðarenda í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 13:00 Breiðablik og Valur eigast við í kvöld. Búast má við að Gísli Eyjólfsson mundi skotfótinn oftar en einu sinni. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik heimsækir Val í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir eru líkt og alþjóð veit með fullt hús stiga á toppi deildarinnar á meðan Valsmenn hafa átt erfitt uppdráttar í sumar. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Ísak Snær Þorvaldsson, verður ekki með Blikum í kvöld en hann tekur út leikbann. Eftir dágóða pásu vegna leikja íslenska A-landsliðsins í Þjóðadeildinni og svo U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM er Besta deild karla loks farin aftur af stað. Hún hófst með látum í gær þar sem við fengum níu mörk í tveimur leikjum. Reikna má með svipaðri veislu í kvöld en stórleikur umferðarinnar er á Hlíðarenda þar sem toppliðið – sem er enn með fullt hús stiga – mætir liðinu sem hefur orðið Íslandsmeistari þrisvar á síðustu fimm árum. Þá er ekki langt síðan liðin mættust en þann 26. maí síðastliðinn unnu Blikar 6-2 stórsigur er liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Tekst þeim að leika sama leik eða hefna Valsmenn fyrir ófarirnar? Breytingar hjá Blikum Það eru ákveðin skörð höggvin í lið Breiðabliks en Ísak Snær er sem fyrr í leikbanni þar sem hann hefur nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá stendur leikbann Omar Sowe en hann verður hvorki með Blikum í kvöld né gegn KA á mánudaginn kemur. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari toppliðsins, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net Viktor Karl Einarsson og Gísli Eyjólfsson séu orðnir leikfærir en þeir voru hvorugir með í síðasta leik Blika fyrir landsleikjahlé. Þá er Elfar Freyr Helgason orðinn leikfær en á móti kemur að Andri Rafn Yeoman er meiddur. Breiðablik missir því í raun út þrjá leikmenn en fær þrjá í staðinn. Maður kemur í manns stað og allt það en nú kemur loks í ljós hvernig liðið höndlar að vera án Ísaks Snæs. Í sama viðtali við Fótbolta.net staðfesti Óskar Hrafn að Ísak Snær hefði klárað æfingu liðsins í aðdraganda leiksins og „kenndi sér einskis meins,“ eftir að hafa komið af velli í leik með U-21 árs landsliðinu eftir að finna fyrir verk í brjósti. „var í frábærum höndum hjá landsliðinu og fór í allar þær rannsóknir sem þurfti. Þær komu vel út þannig það lítur allt mjög vel út,“ bætti Óskar Hrafn við. Óvænt valdir í landsliðið Undirbúningur Breiðabliks hefur ekki verið eins og best verður á kosinn en þrír leikmenn voru kallaðir inn í A-landsliðið vináttulandsleikinn umtalaða gegn San Marínó. Um var að ræða Damir Muminovic, Höskuld Gunnlaugsson og Jason Daða Svanþórsson. Fór orðrómur af stað að einum leikmanni liðsins hefði verið lofað byrjunarliðssæti í leiknum en sá virtist ekki á rökum reistur. Ekki misskilja mig. Þessi frett er bull.— damir muminovic (@damirmuminovic) June 10, 2022 Jason Daði spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum á meðan Damir og Höskuldur komu inn af bekknum þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Aldrei lognmolla á Hlíðarenda Það hefur heldur betur gustað um Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, síðan landsleikjahléið hófst. Annað árið í röð fóru háværir orðrómar á kreik um að honum hefði verið sagt upp en alltaf stendur Heimir af sér storminn og er enn þjálfari Vals. Nafni hans - Heimir Hallgrímsson - var sagður vera á leið að taka við Valsliðinu en allt kom fyrir ekki. Heimir, sonur Hallgríms, neitaði í viðtali við Vísi og var svo mættur á bekkinn hjá ÍBV er liðið tapaði 3-0 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í gær, miðvikudag. Fyrir þau sem ekki vita er Heimir Hallgríms fyrrverandi þjálfari ÍBV og Eyja maður í húð og hár. Hvað varðar nafna hans á Hlíðarenda þá hlýtur að vera þreytt að lesa og heyra ítrekaðar sögusagnir um að starf hans sé í hættu. Eina leiðin til að þagga niður í slíkum orðrómum er að vinna fótboltaleiki og það getur Valur gert í kvöld. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum verður umferðin gerð upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Eftir dágóða pásu vegna leikja íslenska A-landsliðsins í Þjóðadeildinni og svo U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM er Besta deild karla loks farin aftur af stað. Hún hófst með látum í gær þar sem við fengum níu mörk í tveimur leikjum. Reikna má með svipaðri veislu í kvöld en stórleikur umferðarinnar er á Hlíðarenda þar sem toppliðið – sem er enn með fullt hús stiga – mætir liðinu sem hefur orðið Íslandsmeistari þrisvar á síðustu fimm árum. Þá er ekki langt síðan liðin mættust en þann 26. maí síðastliðinn unnu Blikar 6-2 stórsigur er liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Tekst þeim að leika sama leik eða hefna Valsmenn fyrir ófarirnar? Breytingar hjá Blikum Það eru ákveðin skörð höggvin í lið Breiðabliks en Ísak Snær er sem fyrr í leikbanni þar sem hann hefur nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá stendur leikbann Omar Sowe en hann verður hvorki með Blikum í kvöld né gegn KA á mánudaginn kemur. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari toppliðsins, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net Viktor Karl Einarsson og Gísli Eyjólfsson séu orðnir leikfærir en þeir voru hvorugir með í síðasta leik Blika fyrir landsleikjahlé. Þá er Elfar Freyr Helgason orðinn leikfær en á móti kemur að Andri Rafn Yeoman er meiddur. Breiðablik missir því í raun út þrjá leikmenn en fær þrjá í staðinn. Maður kemur í manns stað og allt það en nú kemur loks í ljós hvernig liðið höndlar að vera án Ísaks Snæs. Í sama viðtali við Fótbolta.net staðfesti Óskar Hrafn að Ísak Snær hefði klárað æfingu liðsins í aðdraganda leiksins og „kenndi sér einskis meins,“ eftir að hafa komið af velli í leik með U-21 árs landsliðinu eftir að finna fyrir verk í brjósti. „var í frábærum höndum hjá landsliðinu og fór í allar þær rannsóknir sem þurfti. Þær komu vel út þannig það lítur allt mjög vel út,“ bætti Óskar Hrafn við. Óvænt valdir í landsliðið Undirbúningur Breiðabliks hefur ekki verið eins og best verður á kosinn en þrír leikmenn voru kallaðir inn í A-landsliðið vináttulandsleikinn umtalaða gegn San Marínó. Um var að ræða Damir Muminovic, Höskuld Gunnlaugsson og Jason Daða Svanþórsson. Fór orðrómur af stað að einum leikmanni liðsins hefði verið lofað byrjunarliðssæti í leiknum en sá virtist ekki á rökum reistur. Ekki misskilja mig. Þessi frett er bull.— damir muminovic (@damirmuminovic) June 10, 2022 Jason Daði spilaði rúmlega 20 mínútur í leiknum á meðan Damir og Höskuldur komu inn af bekknum þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Aldrei lognmolla á Hlíðarenda Það hefur heldur betur gustað um Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, síðan landsleikjahléið hófst. Annað árið í röð fóru háværir orðrómar á kreik um að honum hefði verið sagt upp en alltaf stendur Heimir af sér storminn og er enn þjálfari Vals. Nafni hans - Heimir Hallgrímsson - var sagður vera á leið að taka við Valsliðinu en allt kom fyrir ekki. Heimir, sonur Hallgríms, neitaði í viðtali við Vísi og var svo mættur á bekkinn hjá ÍBV er liðið tapaði 3-0 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í gær, miðvikudag. Fyrir þau sem ekki vita er Heimir Hallgríms fyrrverandi þjálfari ÍBV og Eyja maður í húð og hár. Hvað varðar nafna hans á Hlíðarenda þá hlýtur að vera þreytt að lesa og heyra ítrekaðar sögusagnir um að starf hans sé í hættu. Eina leiðin til að þagga niður í slíkum orðrómum er að vinna fótboltaleiki og það getur Valur gert í kvöld. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum verður umferðin gerð upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira