„Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 12:00 Árni Snær leit ekki vel út eftir jöfnunarmark KR. Vísir/Diego Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, fékk vænan skurð þegar KR jafnaði metin í uppbótartíma er liðin mættust á Meistaravöllum í Bestu deild karla í fótbolta á miðvikudag. Leikurinn var hin besta skemmtun enda nóg af mörkum og umdeildum atriðum. Eitt þeirra kom undir lokin er KR jafaði metin í 3-3. Gestirnir voru vægast sagt ósáttir en sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á sama máli. Í baráttunni við Alex Davey snýst Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, í hring og slengir fætinum á endanum í gagnaugað á Árna Snæ markverði með tilheyrandi afleiðingum. Farið var yfir atvikið í Stúkunni eftir leik og allir á því að um algjört óviljaverk væri að ræða. „Þetta var bara slys, það sést langar leiðir. Fóturinn fer ansi hressilega upp en það er alveg ljóst að þetta er ekki viljaverk. Að sama skapi hefði verið hægt að dæma víti á þetta upp á það að gera,“ sagði Máni Pétursson um atvikið. „Þetta er mjög klaufalegt hjá Davey. Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna. Í rauninni þegar Árni fær höggið er boltinn komið í netið,“ bætti Lárus Orri Sigurðsson við. Árni Snær var ekki sáttur.Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hafði þetta um atvikið að segja í viðtali við Vísi eftir leik: „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alex hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi.“ Atvikið og umræðuna í Stúkunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Jöfnunarmark KR í uppbótartíma og skurðurinn sem Árni Snær fékk Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan ÍA KR Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
Leikurinn var hin besta skemmtun enda nóg af mörkum og umdeildum atriðum. Eitt þeirra kom undir lokin er KR jafaði metin í 3-3. Gestirnir voru vægast sagt ósáttir en sérfræðingar Stúkunnar voru ekki á sama máli. Í baráttunni við Alex Davey snýst Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR, í hring og slengir fætinum á endanum í gagnaugað á Árna Snæ markverði með tilheyrandi afleiðingum. Farið var yfir atvikið í Stúkunni eftir leik og allir á því að um algjört óviljaverk væri að ræða. „Þetta var bara slys, það sést langar leiðir. Fóturinn fer ansi hressilega upp en það er alveg ljóst að þetta er ekki viljaverk. Að sama skapi hefði verið hægt að dæma víti á þetta upp á það að gera,“ sagði Máni Pétursson um atvikið. „Þetta er mjög klaufalegt hjá Davey. Hann brýtur á KR-ingnum sem verður til þess að hann sparkar í andlitið á Árna. Í rauninni þegar Árni fær höggið er boltinn komið í netið,“ bætti Lárus Orri Sigurðsson við. Árni Snær var ekki sáttur.Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hafði þetta um atvikið að segja í viðtali við Vísi eftir leik: „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alex hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi.“ Atvikið og umræðuna í Stúkunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan: Jöfnunarmark KR í uppbótartíma og skurðurinn sem Árni Snær fékk Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan ÍA KR Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira