Fræðum fólkið! Dylan af Edinborg skrifar 8. júní 2022 15:30 Ég var reyndar ekki spurður álits en í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna hefði ég innt frambjóðendur eftir því hvað þeir hyggðust gera til að bæta aðbúnað og lífskjör okkar hunda í Reykjavík. Ég er fæddur og uppalinn í Skotlandi og minnist barnæskunnar í Edinborg með sárum söknuði. Þar bjuggum við mamma í fjölbýlishúsi með lokaðan bakgarð þar sem ég valsaði inn og út og lék mér við bestu vinkonu mína sem bjó hinum megin við ganginn. Við bjuggum líka við stóran almenningsgarð þangað sem fórum daglega og ég hitti fullt af fólki og hundum, stöku íkorna og fjárans krákurnar sem voru alltaf að stríða mér. Lífið var dásamlegt, snemma á morgnana hittum við helling af hundum og við lékum okkur saman meðan mamma og hinir foreldrarnir drukku kaffi og kjöftuðu. Seinnipartinn fór mamma í boltaleik við mig, ég heilsaði upp á fólk í lautarferðum og reyndi að sníkja gotterí, suðaði í mömmu að kaupa lifrarkökur sem voru til sölu í kaffivagninum, allir fögnuðu mér og ég fékk klapp og knús hvarvetna. Einu sinni hoppuðu sjúkraflutningamenn í nestispásu út úr sjúkrabílnum og hlupu yfir götuna til að heilsa mér því þeim fannst ég svo mikið krútt og gamlar konur héldu varla vatni yfir mér. Ég valhoppaði um allt hverfið með mömmu, alls óhræddur við bíla og umferðarhávaða, nema þá helst sírenur, þá þurfti ég alltaf að stoppa og spangóla með. Við mamma áttum uppáhaldskaffihús þar sem allt staffið þekkti mig með nafni og kokkurinn gaf mér alltaf ost. Mér fannst sjúklega gaman að fara í strætó, svo gaman að ég reyndi stundum að troðast um borð þegar við löbbuðum framhjá strætóstoppistöðvum. Ég stökk alltaf inn í fisk-og-franskar staðinn á horninu til að heilsa upp á félaga minn þar, þegar mamma fór í nýlenduvöruverslunina þá fór ég rakleitt til eigandans og fékk að hanga með henni og hundinum hennar bak við búðarborðið meðan mamma gramsaði í hillunum. Einu verslanirnar sem ég mátti ekki fara inn í voru matvöruverslanir, nema í eitt skipti þegar ég var bara búinn að vera hjá mömmu í einn dag og hún gat ekki skilið mig eftir heima, þá var hún með mig í burðarpoka á bringunni og fékk að koma inn með því skilyrði að afgreiðslufólkið fengi að knúsa mig og taka af mér mynd. Og nágrannarnir slógust um að passa mig þegar mamma skrapp til föðurlandsins. Já ég lifði eins og prins í Edinborg. Þar eru líka skálar með vatni fyrir hunda (og ketti, kanínur, naggrísi, þið skiljið hvað ég meina) fyrir utan margar verslanir og kaffihús og iðulega var mér færð vatnsskál um leið og mamma fékk drykkinn sinn á veitingastöðum. Ef hún var að drekka bjór og blaðra við vini sína á kránni þá varð ég oftast svo þreyttur að ég svaf bara undir borðinu. Svo vildi mamma endilega flytja til Íslands, hún sagði að það væri dásamlega fallegt, fólkið gott og ég þyrfti að kynnast fjölskyldunni minni þar og læra íslensku. Allt í lagi, ég samþykkti en vissi þó ekki þvílík þrautarganga það yrði. Ég var endalaust hjá dýralækninum í sprautum og skoðunum, var svo settur í búr og inn í gríðarlega hávaðasama kráku, aleinn, meðan mamma sat í fínu sæti fyrir ofan og grenjaði. Þetta var svo hræðilegt að ég var með skitu þegar ég kom aftur út. Þá fékk ég ekkert að hitta mömmu í tvær vikur og svaf aleinn í herbergi, mamma svaf reyndar mest lítið á meðan skilst mér. En loksins, loksins fékk ég að hitta mömmu aftur og sjá þetta „stórkostlega“ Ísland, reyna að pissa í 20 metrum á sekúndu og dýfa loppunni í saltan, ískaldan, sjó. Og þá kom menningarsjokkið. Mamma fór að setja á mig taum í tíma og ótíma. Við notuðum hann örsjaldan í Edinborg, aðallega þegar hún var að þvælast í mannmergðinni í miðbænum og sonna. En núna átti aldeilis að hlekkja mig eins og fanga í hvert sinn sem við skruppum út. Hvernig átti ég að skoða landið ef ég væri alltaf rígbundinn eins og Ingjaldsfíflið? Jújú, við fundum einhver afgirt svæði þar sem ég má hlaupa um laus í boltaleik, á möl. Mamma fékk nú bara hláturskast þegar hún fann subbulega frímerkið hjá umferðamiðstöðinni þar sem miðbæjarhundarnir mega „njóta“ frelsis, frekar en í fallega, grasi gróna Hljómskálagarðinum við hliðina. Mér fannst þetta allt frekar ömurlegt og varð meira sorgmæddur en glaður í göngutúrum. Svo uppreisnarandinn kom yfir mömmu og hún fór að leyfa mér að spranga um án taums og lífið varð dásamlegt á ný...þar til fólk fór að æpa fúkyrði á mömmu mína. „Hundar eiga að vera í bandi! Hundar eiga ekki að vera í borgum!“ er kallað á okkur, jafnvel þótt við séum langt frá þeim. Sko, Edinborg er miklu, miklu meiri borg en Reykjavík verður nokkurn tímann og þar er enginn að agnúast út í hunda! Flestir borgarbúar segja þó ekki neitt en herpast samt allir í framan og horfa reiðilega á mig, svo mömmu, og fnæsa þegar hún býður góðan dag. Einhverjir virðast hræddir við mig, ekki síst krakkar. Hrædd? Við MIG? Sjá þau ekki hvað ég er vinalegur, með dillandi skottið og afslappaða líkamsstöðu? Þekkja þau ekki merkin? Kunna Reykvíkingar ekkert að umgangast hunda? Þónokkrir virðast samt eiga hunda sjálfir, ganga um með þá í taumi og stífna upp um leið og þeir sjá mig og mömmu, kippa í tauminn svo hundarnir stífna líka upp og fara að gelta, stoppa jafnvel bara til að stara ógnandi á okkur meðan við förum hjá og hundurinn geltir og geltir. Skiljanlega, ég myndi líka gelta ef ég væri alltaf rígbundinn og gæti ekki heilsað öðrum hundum með möguleika á að forða mér eða verja mig ef þess þyrfti. Ég vorkenni þessum greyjum óskaplega, reyni að róa þau niður og bíð þolinmóður eftir að þau hætti að gelta, hvarflar ekki að mér að gelta á móti til að gera illt verra. Mér finnst almennt gaman að sjá og hitta aðra hunda og verð ekkert stressaður eða félagsfælinn. En ég læt jú í mér heyra ef þau reyna að vera með yfirgang við mig, þá kemur urr ofan úr maga, jafnvel djúpraddað gelt og þau skilja sneiðina, nema helst þessir íslenskumælandi hundar. Kannski eru það tungumálaörðugleikar en kannski er það líka af því þeir hafa aldrei fengið að hitta aðra hunda á förnum vegi öðruvísi en tjóðraðir og kunna því enga hundasiði. Ég allavega botna ekkert í þessari meðferð á greyjunum, hvers virði er að lifa ef þú færð aldrei að vera ófrjáls utandyra? Frænka mín er ein af þessum sem þarf alltaf að vera í taumi. Ég varð nú aldeilis hissa þegar ég sá að hún kann engar umferðarreglur, samt er hún eldri en ég! Er íslenskum hundum ekki kennd „Stop, Wait, Go“ reglan þegar fara á yfir götu? Mamma fékk ráðleggingar frá hundaþjálfara og eyddi fyrsta hálfa árinu löðursveitt í að kenna mér að labba bara á gangstéttinni, ekki fara niður á götuna og aldrei fara yfir götu nema í fylgd hennar, og einungis eftir að fá réttu skipunina. Þetta kostaði talsverða vinnu og nokkur grá hár, aumingja mamma gat ekkert gert í göngutúrunum nema að horfa á mig og gefa skipanir, skildi ekki hvernig fólk fór að því að spjalla í símann á meðan það fór út að labba með hundinn. En þetta bar árangur, ég einfaldlega passa mig á bílum og hleyp ekki út á götu hugsunarlaust, ekki einu sinni þegar krákurnar reyna að plata mig til þess, onei, ég stoppa og horfi á eftir þeim, helvískum. Hvernig í ósköpunum ætti ég að viðhalda þessari hæfni hér á Íslandi ef ég væri alltaf í taumi og mamma þyrfti alltaf að hugsa fyrir mig þegar við færum yfir götu? Það sem ég er að reyna að segja, Dagur, Einar og þið hin: Hvenær ætlið þið að frelsa reykvíska hunda úr þessum hræðilegu taumum? Getið þið ímyndað ykkur hvernig það er að geta aldrei farið út nema rígbundinn, hræddur og stressaður? Myndi ykkur líða vel þannig? Þetta getur ekki verið hollt fyrir sálina. Voru sérfræðingar í hundaatferli hafðir með í ráðum þegar þessi asnalega regla var sett? Ég segi: Frelsum hundana, fræðum fólkið! Höfundur er Cockapoo. Eigandi hundsins er Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, hundaeigandi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hundar Gæludýr Reykjavík Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Ég var reyndar ekki spurður álits en í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna hefði ég innt frambjóðendur eftir því hvað þeir hyggðust gera til að bæta aðbúnað og lífskjör okkar hunda í Reykjavík. Ég er fæddur og uppalinn í Skotlandi og minnist barnæskunnar í Edinborg með sárum söknuði. Þar bjuggum við mamma í fjölbýlishúsi með lokaðan bakgarð þar sem ég valsaði inn og út og lék mér við bestu vinkonu mína sem bjó hinum megin við ganginn. Við bjuggum líka við stóran almenningsgarð þangað sem fórum daglega og ég hitti fullt af fólki og hundum, stöku íkorna og fjárans krákurnar sem voru alltaf að stríða mér. Lífið var dásamlegt, snemma á morgnana hittum við helling af hundum og við lékum okkur saman meðan mamma og hinir foreldrarnir drukku kaffi og kjöftuðu. Seinnipartinn fór mamma í boltaleik við mig, ég heilsaði upp á fólk í lautarferðum og reyndi að sníkja gotterí, suðaði í mömmu að kaupa lifrarkökur sem voru til sölu í kaffivagninum, allir fögnuðu mér og ég fékk klapp og knús hvarvetna. Einu sinni hoppuðu sjúkraflutningamenn í nestispásu út úr sjúkrabílnum og hlupu yfir götuna til að heilsa mér því þeim fannst ég svo mikið krútt og gamlar konur héldu varla vatni yfir mér. Ég valhoppaði um allt hverfið með mömmu, alls óhræddur við bíla og umferðarhávaða, nema þá helst sírenur, þá þurfti ég alltaf að stoppa og spangóla með. Við mamma áttum uppáhaldskaffihús þar sem allt staffið þekkti mig með nafni og kokkurinn gaf mér alltaf ost. Mér fannst sjúklega gaman að fara í strætó, svo gaman að ég reyndi stundum að troðast um borð þegar við löbbuðum framhjá strætóstoppistöðvum. Ég stökk alltaf inn í fisk-og-franskar staðinn á horninu til að heilsa upp á félaga minn þar, þegar mamma fór í nýlenduvöruverslunina þá fór ég rakleitt til eigandans og fékk að hanga með henni og hundinum hennar bak við búðarborðið meðan mamma gramsaði í hillunum. Einu verslanirnar sem ég mátti ekki fara inn í voru matvöruverslanir, nema í eitt skipti þegar ég var bara búinn að vera hjá mömmu í einn dag og hún gat ekki skilið mig eftir heima, þá var hún með mig í burðarpoka á bringunni og fékk að koma inn með því skilyrði að afgreiðslufólkið fengi að knúsa mig og taka af mér mynd. Og nágrannarnir slógust um að passa mig þegar mamma skrapp til föðurlandsins. Já ég lifði eins og prins í Edinborg. Þar eru líka skálar með vatni fyrir hunda (og ketti, kanínur, naggrísi, þið skiljið hvað ég meina) fyrir utan margar verslanir og kaffihús og iðulega var mér færð vatnsskál um leið og mamma fékk drykkinn sinn á veitingastöðum. Ef hún var að drekka bjór og blaðra við vini sína á kránni þá varð ég oftast svo þreyttur að ég svaf bara undir borðinu. Svo vildi mamma endilega flytja til Íslands, hún sagði að það væri dásamlega fallegt, fólkið gott og ég þyrfti að kynnast fjölskyldunni minni þar og læra íslensku. Allt í lagi, ég samþykkti en vissi þó ekki þvílík þrautarganga það yrði. Ég var endalaust hjá dýralækninum í sprautum og skoðunum, var svo settur í búr og inn í gríðarlega hávaðasama kráku, aleinn, meðan mamma sat í fínu sæti fyrir ofan og grenjaði. Þetta var svo hræðilegt að ég var með skitu þegar ég kom aftur út. Þá fékk ég ekkert að hitta mömmu í tvær vikur og svaf aleinn í herbergi, mamma svaf reyndar mest lítið á meðan skilst mér. En loksins, loksins fékk ég að hitta mömmu aftur og sjá þetta „stórkostlega“ Ísland, reyna að pissa í 20 metrum á sekúndu og dýfa loppunni í saltan, ískaldan, sjó. Og þá kom menningarsjokkið. Mamma fór að setja á mig taum í tíma og ótíma. Við notuðum hann örsjaldan í Edinborg, aðallega þegar hún var að þvælast í mannmergðinni í miðbænum og sonna. En núna átti aldeilis að hlekkja mig eins og fanga í hvert sinn sem við skruppum út. Hvernig átti ég að skoða landið ef ég væri alltaf rígbundinn eins og Ingjaldsfíflið? Jújú, við fundum einhver afgirt svæði þar sem ég má hlaupa um laus í boltaleik, á möl. Mamma fékk nú bara hláturskast þegar hún fann subbulega frímerkið hjá umferðamiðstöðinni þar sem miðbæjarhundarnir mega „njóta“ frelsis, frekar en í fallega, grasi gróna Hljómskálagarðinum við hliðina. Mér fannst þetta allt frekar ömurlegt og varð meira sorgmæddur en glaður í göngutúrum. Svo uppreisnarandinn kom yfir mömmu og hún fór að leyfa mér að spranga um án taums og lífið varð dásamlegt á ný...þar til fólk fór að æpa fúkyrði á mömmu mína. „Hundar eiga að vera í bandi! Hundar eiga ekki að vera í borgum!“ er kallað á okkur, jafnvel þótt við séum langt frá þeim. Sko, Edinborg er miklu, miklu meiri borg en Reykjavík verður nokkurn tímann og þar er enginn að agnúast út í hunda! Flestir borgarbúar segja þó ekki neitt en herpast samt allir í framan og horfa reiðilega á mig, svo mömmu, og fnæsa þegar hún býður góðan dag. Einhverjir virðast hræddir við mig, ekki síst krakkar. Hrædd? Við MIG? Sjá þau ekki hvað ég er vinalegur, með dillandi skottið og afslappaða líkamsstöðu? Þekkja þau ekki merkin? Kunna Reykvíkingar ekkert að umgangast hunda? Þónokkrir virðast samt eiga hunda sjálfir, ganga um með þá í taumi og stífna upp um leið og þeir sjá mig og mömmu, kippa í tauminn svo hundarnir stífna líka upp og fara að gelta, stoppa jafnvel bara til að stara ógnandi á okkur meðan við förum hjá og hundurinn geltir og geltir. Skiljanlega, ég myndi líka gelta ef ég væri alltaf rígbundinn og gæti ekki heilsað öðrum hundum með möguleika á að forða mér eða verja mig ef þess þyrfti. Ég vorkenni þessum greyjum óskaplega, reyni að róa þau niður og bíð þolinmóður eftir að þau hætti að gelta, hvarflar ekki að mér að gelta á móti til að gera illt verra. Mér finnst almennt gaman að sjá og hitta aðra hunda og verð ekkert stressaður eða félagsfælinn. En ég læt jú í mér heyra ef þau reyna að vera með yfirgang við mig, þá kemur urr ofan úr maga, jafnvel djúpraddað gelt og þau skilja sneiðina, nema helst þessir íslenskumælandi hundar. Kannski eru það tungumálaörðugleikar en kannski er það líka af því þeir hafa aldrei fengið að hitta aðra hunda á förnum vegi öðruvísi en tjóðraðir og kunna því enga hundasiði. Ég allavega botna ekkert í þessari meðferð á greyjunum, hvers virði er að lifa ef þú færð aldrei að vera ófrjáls utandyra? Frænka mín er ein af þessum sem þarf alltaf að vera í taumi. Ég varð nú aldeilis hissa þegar ég sá að hún kann engar umferðarreglur, samt er hún eldri en ég! Er íslenskum hundum ekki kennd „Stop, Wait, Go“ reglan þegar fara á yfir götu? Mamma fékk ráðleggingar frá hundaþjálfara og eyddi fyrsta hálfa árinu löðursveitt í að kenna mér að labba bara á gangstéttinni, ekki fara niður á götuna og aldrei fara yfir götu nema í fylgd hennar, og einungis eftir að fá réttu skipunina. Þetta kostaði talsverða vinnu og nokkur grá hár, aumingja mamma gat ekkert gert í göngutúrunum nema að horfa á mig og gefa skipanir, skildi ekki hvernig fólk fór að því að spjalla í símann á meðan það fór út að labba með hundinn. En þetta bar árangur, ég einfaldlega passa mig á bílum og hleyp ekki út á götu hugsunarlaust, ekki einu sinni þegar krákurnar reyna að plata mig til þess, onei, ég stoppa og horfi á eftir þeim, helvískum. Hvernig í ósköpunum ætti ég að viðhalda þessari hæfni hér á Íslandi ef ég væri alltaf í taumi og mamma þyrfti alltaf að hugsa fyrir mig þegar við færum yfir götu? Það sem ég er að reyna að segja, Dagur, Einar og þið hin: Hvenær ætlið þið að frelsa reykvíska hunda úr þessum hræðilegu taumum? Getið þið ímyndað ykkur hvernig það er að geta aldrei farið út nema rígbundinn, hræddur og stressaður? Myndi ykkur líða vel þannig? Þetta getur ekki verið hollt fyrir sálina. Voru sérfræðingar í hundaatferli hafðir með í ráðum þegar þessi asnalega regla var sett? Ég segi: Frelsum hundana, fræðum fólkið! Höfundur er Cockapoo. Eigandi hundsins er Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, hundaeigandi í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun