Kvenkyns stjórnendum þyki nauðsynlegt að sanna sig Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. júní 2022 13:38 Kvenkyns stjórnendum er haldið utan við ákvarðanatöku í meiri mæli samkvæmt niðurstöðum. Aðsent Hinsegin starfsfólk fær minni stuðning og aðgang að stjórnendum fyrirtækja ásamt því að upplifa oftar erfið samskipti og viðhorf á vinnustað eins og grófan talsmáta eða brandara. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar samstarfsverkefnisins Kynin og vinnustaðurinn á vegum Empower, nýsköpunarfyrirtækis í jafnréttismálum, Háskóla Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, Maskínu og Samtaka atvinnulífsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Hilton Nordica í dag. Öllum fyrirtækjum innan Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var boðin þátttaka. Konur veiti meiri stuðning en karlar Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að konur telji sig bera þrisvar sinnum meiri ábyrgð á heimilinu en karlar og eykst þetta bil ef litið er til kynjanna með hliðsjón af stjórnunarstöðu í fyrirtæki. Fjórum sinnum fleiri kvenkyns stjórnendur en karlkyns stjórnendur sögðust bera heimilisábyrgð að meirihluta eða öllu leyti. Þar að auki virðast kvenkyns yfirmenn veita meiri stuðning til undirmanna sinna en þeir sem eru karlkyns. Eins segjast 15,2% kvenkyns stjórnenda hafa þurft að sanna sig meira en aðrir eða verið haldið utan við ákvarðanatöku sem þeim við kemur en 5,1% karlkyns stjórnenda lýsa sömu raun. Aftur á móti sagðist hinsegin starfsfólk síður upplifa að því sé haldið utan við ákvarðanatöku og að framlag þeirra sé sniðgengið en gagnkynhneigt starfsfólk. #MeToo hafi haft jákvæð áhrif Meirihluti þeirra sem tók könnunina segja #MeToo umræðuna hafa haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn en af þeim sem telja hana hafa haft neikvæð áhrif eru helmingi fleiri karlkyns og eykst óánægjan með aldri. Samkvæmt niðurstöðum hafa 5,9% hinsegin starfsfólks orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum á móti 1,6% gagnkynhneigðra. Þá segjast 5,3% kvenkyns starfsfólks sem er 29 ára og yngri hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað síðastliðna 12 mánuði. Alls fengu 12 þúsund einstaklingar könnunina senda og bárust 4.164 svör. Tóku 2.260 karlmenn, 1.615 konur og 10 kynsegin einstaklingar þátt í könnuninni. Af heildarfjölda þátttakenda eru 96,8% gagnkynhneigð, 2,3% hinsegin og merkti 1% þátttakenda við „annað“. Jafnréttismál Hinsegin MeToo Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar samstarfsverkefnisins Kynin og vinnustaðurinn á vegum Empower, nýsköpunarfyrirtækis í jafnréttismálum, Háskóla Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, Maskínu og Samtaka atvinnulífsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Hilton Nordica í dag. Öllum fyrirtækjum innan Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var boðin þátttaka. Konur veiti meiri stuðning en karlar Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að konur telji sig bera þrisvar sinnum meiri ábyrgð á heimilinu en karlar og eykst þetta bil ef litið er til kynjanna með hliðsjón af stjórnunarstöðu í fyrirtæki. Fjórum sinnum fleiri kvenkyns stjórnendur en karlkyns stjórnendur sögðust bera heimilisábyrgð að meirihluta eða öllu leyti. Þar að auki virðast kvenkyns yfirmenn veita meiri stuðning til undirmanna sinna en þeir sem eru karlkyns. Eins segjast 15,2% kvenkyns stjórnenda hafa þurft að sanna sig meira en aðrir eða verið haldið utan við ákvarðanatöku sem þeim við kemur en 5,1% karlkyns stjórnenda lýsa sömu raun. Aftur á móti sagðist hinsegin starfsfólk síður upplifa að því sé haldið utan við ákvarðanatöku og að framlag þeirra sé sniðgengið en gagnkynhneigt starfsfólk. #MeToo hafi haft jákvæð áhrif Meirihluti þeirra sem tók könnunina segja #MeToo umræðuna hafa haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn en af þeim sem telja hana hafa haft neikvæð áhrif eru helmingi fleiri karlkyns og eykst óánægjan með aldri. Samkvæmt niðurstöðum hafa 5,9% hinsegin starfsfólks orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum á móti 1,6% gagnkynhneigðra. Þá segjast 5,3% kvenkyns starfsfólks sem er 29 ára og yngri hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað síðastliðna 12 mánuði. Alls fengu 12 þúsund einstaklingar könnunina senda og bárust 4.164 svör. Tóku 2.260 karlmenn, 1.615 konur og 10 kynsegin einstaklingar þátt í könnuninni. Af heildarfjölda þátttakenda eru 96,8% gagnkynhneigð, 2,3% hinsegin og merkti 1% þátttakenda við „annað“.
Jafnréttismál Hinsegin MeToo Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira