Samþykktu tímabundið bann við rafmyntargreftri Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 15:40 Rafmyntarnáma Greenidge Generation í gömlu kolaorkuveri við Seneca-vatn í New York. Orkuverið framleiðir einnig rafmagn inn á raforkunet ríkisins. AP/Ted Shaffrey Ríkisþing New York samþykkti frumvarp sem leggur tímabundið bann við að gefin verið út ný eða endurnýjuð leyfi fyrir jarðefnaeldsneytisorkuver sem eru notuð til að knýja gröft eftir rafmyntum. Slíkur gröftur hefur stórt kolefnisspor. Bannið gildir í tvö ár en til að öðlast lagagildi þarf Kathy Hochul, ríkisstjóri, að skrifa undir það. Hún hefur sagt að hún vilji tryggja jafnvægi á mili efnahagslegra og umhverfislegra þátta í lagasetningu. Umhverfissinnar sem töluðu fyrir frumvarpinu segja að losun frá orkuverum sem knýja orkufrekan rafmyntargröft stefni loftslagsmarkmiðum New York-ríkis í hættu. Gröftur eftir rafmyntum krefst öflugra tölva sem nota gríðarlega mikla orku. AP-fréttastofan segir að samkvæmt einni rannsókn jafnist rafmagsnnotkun vegna rafmyntarinnar bitcoin einnar saman á við alla notkun Hong Kong. Talsmenn rafmyntariðnaðarins eru ósáttir við frumvarpið og segja það stöða atvinnuuppbyggingu í New York. Verði frumvarpið að lögum færi rafmyntarfyrirtæki sig einfaldlega til annarra ríkja. Kína hefur þegar bannað gröft eftir rafmyntum, meðal annars í þágu loftslagsmarkmiða sinna. Rafmyntir Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Nær öll fjárfesting fólks hafi þurrkast út á örskotsstundu Sérfræðingur í rafmyntum segir ljóst að Íslendingar hafi tapað milljónum í stærsta hruni minni rafmynta í manna minnum nú í vikunni. Fólk sem lagt hafi fé í aðrar rafmyntir en þær stærstu, Bitcoin og Ethereum, hafi tapað nær öllu. 13. maí 2022 20:06 Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bannið gildir í tvö ár en til að öðlast lagagildi þarf Kathy Hochul, ríkisstjóri, að skrifa undir það. Hún hefur sagt að hún vilji tryggja jafnvægi á mili efnahagslegra og umhverfislegra þátta í lagasetningu. Umhverfissinnar sem töluðu fyrir frumvarpinu segja að losun frá orkuverum sem knýja orkufrekan rafmyntargröft stefni loftslagsmarkmiðum New York-ríkis í hættu. Gröftur eftir rafmyntum krefst öflugra tölva sem nota gríðarlega mikla orku. AP-fréttastofan segir að samkvæmt einni rannsókn jafnist rafmagsnnotkun vegna rafmyntarinnar bitcoin einnar saman á við alla notkun Hong Kong. Talsmenn rafmyntariðnaðarins eru ósáttir við frumvarpið og segja það stöða atvinnuuppbyggingu í New York. Verði frumvarpið að lögum færi rafmyntarfyrirtæki sig einfaldlega til annarra ríkja. Kína hefur þegar bannað gröft eftir rafmyntum, meðal annars í þágu loftslagsmarkmiða sinna.
Rafmyntir Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Nær öll fjárfesting fólks hafi þurrkast út á örskotsstundu Sérfræðingur í rafmyntum segir ljóst að Íslendingar hafi tapað milljónum í stærsta hruni minni rafmynta í manna minnum nú í vikunni. Fólk sem lagt hafi fé í aðrar rafmyntir en þær stærstu, Bitcoin og Ethereum, hafi tapað nær öllu. 13. maí 2022 20:06 Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nær öll fjárfesting fólks hafi þurrkast út á örskotsstundu Sérfræðingur í rafmyntum segir ljóst að Íslendingar hafi tapað milljónum í stærsta hruni minni rafmynta í manna minnum nú í vikunni. Fólk sem lagt hafi fé í aðrar rafmyntir en þær stærstu, Bitcoin og Ethereum, hafi tapað nær öllu. 13. maí 2022 20:06
Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19