Afvegaleiðing Íslandsbankamálsins Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 2. júní 2022 13:30 Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið. Eins og ráðherra veit tekur starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar ekki til stóru spurninganna er varða lögbundnar skyldur hans sjálfs, t.d. hvort hann hafi lagt fullnægjandi grundvöll að ákvörðunum sínum við sölu bankans, fylgt skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttar og rækt eftirlitsskyldur sínar gagnvart Bankasýslunni með viðunandi hætti. Leynd hvílir yfir því hvaða þætti Ríkisendurskoðun er að athuga og hvaða spurningum stofnunin er að leita svara við. Úttektarvinnan fer fram meðan enginn ríkisendurskoðandi er að störfum sem hlotið hefur kosningu Alþingis. Á tímabili úttektarvinnunnar mun Alþingi kjósa ríkisendurskoðanda til næstu sex ára og sá sem nú er starfandi ríkisendurskoðandi og yfir úttektarvinnunni er sjálfur á meðal umsækjenda. Þetta er óheppileg staða fyrir alla. Í lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er hvergi gert ráð fyrir að stjórnvöld eigi með einhverjum hætti frumkvæði að athugunum Ríkisendurskoðunar. Til eru dæmi um slíkt en þetta er ósiður, jafn ankannalegt og ef stjórnvöld færu að stunda það að biðja umboðsmann Alþingis um að hefja frumkvæðisathuganir á tilteknum málum. Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingis og fer í umboði þess með eftirlit með fjárreiðum stjórnvalda. Það samrýmist illa þessu hlutverki að stjórnvöld sjálf, hinir eftirlitsskyldu aðilar, hlutist til um hvernig Alþingi og stofnanir þess rækja eftirlitshlutverk sitt gagnvart þeim og það er ekki traustvekjandi að úttekt á Íslandsbankamálinu fari fram samkvæmt sérstakri beiðni fjármálaráðherra, sama manns og hafði forgöngu um bankasöluna sem er til athugunar og ber lagalega og pólitíska ábyrgð á málinu. Við Kristrún Frostadóttir höfum lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til fjármálaráðherra og hefur hann 15 virka daga til að svara henni samkvæmt þingskapalögum: 1. Hvers vegna óskaði ráðherra eftir því 7. apríl 2022 að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? 2. Á hvaða lagagrundvelli er beiðni ráðherra til Ríkisendurskoðunar reist? 3. Leitaði ráðherra álits ráðuneytis síns, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, áður en beiðnin var lögð fram? Ef svo er, hvers efnis var ráðgjöfin? 4. Hefur ráðherra áður óskað eftir úttektum frá eftirlitsstofnunum Alþingis á tilteknum málum? Ef svo er, í hvaða tilvikum og af hvaða ástæðum? 5. Hvernig verður gjaldtöku háttað vegna úttektarinnar, sbr. tilvísun Ríkisendurskoðunar til 2. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2016 í svarbréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytis 7. apríl 2022? 6. Telur ráðherra það falla undir starfssvið Ríkisendurskoðunar að meta lögfræðileg atriði sem varpað geta ljósi á það hvort ráðherra hafi sjálfur rækt starfsskyldur sínar samkvæmt lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, við sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? a. Ef svarið er nei, hafði þetta þýðingu fyrir þá ákvörðun ráðherra að beita sér fyrir því að málið yrði rannsakað af Ríkisendurskoðun en ekki af eftirlitsaðila sem að lögum er bær til þess að fjalla um hvort ráðherra hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar? b. Ef svarið er já, telur ráðherra að lögbundnar skyldur hans sem ráðherra samkvæmt téðum lögum hafi einskorðast við fjárreiður, sbr. 43. gr. stjórnarskrárinnar, en ekki falið í sér framkvæmd stjórnarmálefna að öðru leyti? Mestu skiptir þó að ríkisendurskoðandi hefur einfaldlega ekki þær víðtæku rannsóknarheimildir sem þarf til að velta við hverjum steini í Íslandsbankamálinu. Síðast þegar ríkisendurskoðandi rannsakaði bankasölu komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert væri við hana að athuga. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis kannaði sama mál og komst að gagnstæðri niðurstöðu benti ríkisendurskoðandi réttilega á að hið sanna hefði komið í ljós vegna víðtækra rannsóknar- og eftirlitsheimilda rannsóknarnefndarinnar sem hann hafði ekki. Alþingi ætti að draga lærdóm af þessari atburðarás. Íslandsbankahneykslið er ærið tilefni til að skipa óháða rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til að kanna alla þætti málsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Salan á Íslandsbanka Alþingi Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið. Eins og ráðherra veit tekur starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar ekki til stóru spurninganna er varða lögbundnar skyldur hans sjálfs, t.d. hvort hann hafi lagt fullnægjandi grundvöll að ákvörðunum sínum við sölu bankans, fylgt skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttar og rækt eftirlitsskyldur sínar gagnvart Bankasýslunni með viðunandi hætti. Leynd hvílir yfir því hvaða þætti Ríkisendurskoðun er að athuga og hvaða spurningum stofnunin er að leita svara við. Úttektarvinnan fer fram meðan enginn ríkisendurskoðandi er að störfum sem hlotið hefur kosningu Alþingis. Á tímabili úttektarvinnunnar mun Alþingi kjósa ríkisendurskoðanda til næstu sex ára og sá sem nú er starfandi ríkisendurskoðandi og yfir úttektarvinnunni er sjálfur á meðal umsækjenda. Þetta er óheppileg staða fyrir alla. Í lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er hvergi gert ráð fyrir að stjórnvöld eigi með einhverjum hætti frumkvæði að athugunum Ríkisendurskoðunar. Til eru dæmi um slíkt en þetta er ósiður, jafn ankannalegt og ef stjórnvöld færu að stunda það að biðja umboðsmann Alþingis um að hefja frumkvæðisathuganir á tilteknum málum. Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingis og fer í umboði þess með eftirlit með fjárreiðum stjórnvalda. Það samrýmist illa þessu hlutverki að stjórnvöld sjálf, hinir eftirlitsskyldu aðilar, hlutist til um hvernig Alþingi og stofnanir þess rækja eftirlitshlutverk sitt gagnvart þeim og það er ekki traustvekjandi að úttekt á Íslandsbankamálinu fari fram samkvæmt sérstakri beiðni fjármálaráðherra, sama manns og hafði forgöngu um bankasöluna sem er til athugunar og ber lagalega og pólitíska ábyrgð á málinu. Við Kristrún Frostadóttir höfum lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til fjármálaráðherra og hefur hann 15 virka daga til að svara henni samkvæmt þingskapalögum: 1. Hvers vegna óskaði ráðherra eftir því 7. apríl 2022 að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? 2. Á hvaða lagagrundvelli er beiðni ráðherra til Ríkisendurskoðunar reist? 3. Leitaði ráðherra álits ráðuneytis síns, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, áður en beiðnin var lögð fram? Ef svo er, hvers efnis var ráðgjöfin? 4. Hefur ráðherra áður óskað eftir úttektum frá eftirlitsstofnunum Alþingis á tilteknum málum? Ef svo er, í hvaða tilvikum og af hvaða ástæðum? 5. Hvernig verður gjaldtöku háttað vegna úttektarinnar, sbr. tilvísun Ríkisendurskoðunar til 2. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2016 í svarbréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytis 7. apríl 2022? 6. Telur ráðherra það falla undir starfssvið Ríkisendurskoðunar að meta lögfræðileg atriði sem varpað geta ljósi á það hvort ráðherra hafi sjálfur rækt starfsskyldur sínar samkvæmt lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, við sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? a. Ef svarið er nei, hafði þetta þýðingu fyrir þá ákvörðun ráðherra að beita sér fyrir því að málið yrði rannsakað af Ríkisendurskoðun en ekki af eftirlitsaðila sem að lögum er bær til þess að fjalla um hvort ráðherra hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar? b. Ef svarið er já, telur ráðherra að lögbundnar skyldur hans sem ráðherra samkvæmt téðum lögum hafi einskorðast við fjárreiður, sbr. 43. gr. stjórnarskrárinnar, en ekki falið í sér framkvæmd stjórnarmálefna að öðru leyti? Mestu skiptir þó að ríkisendurskoðandi hefur einfaldlega ekki þær víðtæku rannsóknarheimildir sem þarf til að velta við hverjum steini í Íslandsbankamálinu. Síðast þegar ríkisendurskoðandi rannsakaði bankasölu komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert væri við hana að athuga. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis kannaði sama mál og komst að gagnstæðri niðurstöðu benti ríkisendurskoðandi réttilega á að hið sanna hefði komið í ljós vegna víðtækra rannsóknar- og eftirlitsheimilda rannsóknarnefndarinnar sem hann hafði ekki. Alþingi ætti að draga lærdóm af þessari atburðarás. Íslandsbankahneykslið er ærið tilefni til að skipa óháða rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til að kanna alla þætti málsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun