Miðflokkurinn í sókn og vörn Sigurður Páll Jónsson skrifar 2. júní 2022 10:00 Eftir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar er Miðflokkurinn með sex fulltrúa í sveitarstjórnum landsins en var með níu áður. Auk þess vann Miðflokksfólk með öðrum framboðum sem náðu inn fulltrúum. Til samanburðar er rótgróinn flokkur eins og Vinstri grænir með 8 kjörna fulltrúa á landsvísu. Sósíalistaflokkurinn, sem keppir um sömu sálir og VG, er aðeins með 2 fulltrúa á landsvísu. Miðflokkurinn er ungur flokkur og þetta var í annað sinn sem hann býður fram í sveitarstjórnarkosningum og víða eru flokksmenn að fóta sig áfram í hinni pólitísku baráttu. Sumstaðar varð okkar ungi flokkur að þola undirferli þegar fólk gekk úr skaftinu á lokaspretti og lék þannig tveimur skjöldum og truflaði framboð sem hafði verið í undirbúningi. En er flokkurinn að vinna úr þeim svikum sem birtust í því þegar Birgir Þórarinsson hætti í þingflokki Miðflokksins áður en hann tók sæti á Alþingi eftir síðustu þingkosningar. Að þessu sinni bauð Miðflokkurinn fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 10 sveitarfélögum sem er einu færra en í síðustu kosningum. Flokkurinn er með fulltrúa í fjórum sveitarstjórum. Miðflokkurinn fékk 32,4 prósent atkvæða í Grindavík og er nú stærsti flokkurinn í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa. Eins undarlegt og það er þá virðist flokkurinn verða útilokaður frá meirihlutasamstarfi þar. Á Akureyri tekur flokkurinn hins vegar þátt í meirihlutasamstarfi. Málefnalega var staða Miðflokksins sterk enda leggur flokkurinn áherslu á að leggja við hlustir og finna vilja kjósenda. Hvar eldurinn brennur heitast á þeim og koma með skynsamar og öfgalausar lausnir. Miðflokkurinn leggur áherslu á kraft einstaklingsins í samfélaginu um leið og hann vill efla og styrkja okkar góða velferðarkerfi sem hefur sterkan grunn en hefur orðið fyrir ágjöf og vanhirðu. Miðflokkurinn leggur áherslu á ráðdeild og skynsama meðhöndlun opinberra fjármuna. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að líða fyrir óráðssíu fólks sem tekið hefur að sér opinber störf. Í velferðarmálum leggur Miðflokkurinn sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir eldri borgara en sá hópur getur ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 28.06.2025 Halldór Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Tölum um stóra valdaframsalsmálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar Skoðun Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar Skoðun „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar Skoðun Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eftir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar er Miðflokkurinn með sex fulltrúa í sveitarstjórnum landsins en var með níu áður. Auk þess vann Miðflokksfólk með öðrum framboðum sem náðu inn fulltrúum. Til samanburðar er rótgróinn flokkur eins og Vinstri grænir með 8 kjörna fulltrúa á landsvísu. Sósíalistaflokkurinn, sem keppir um sömu sálir og VG, er aðeins með 2 fulltrúa á landsvísu. Miðflokkurinn er ungur flokkur og þetta var í annað sinn sem hann býður fram í sveitarstjórnarkosningum og víða eru flokksmenn að fóta sig áfram í hinni pólitísku baráttu. Sumstaðar varð okkar ungi flokkur að þola undirferli þegar fólk gekk úr skaftinu á lokaspretti og lék þannig tveimur skjöldum og truflaði framboð sem hafði verið í undirbúningi. En er flokkurinn að vinna úr þeim svikum sem birtust í því þegar Birgir Þórarinsson hætti í þingflokki Miðflokksins áður en hann tók sæti á Alþingi eftir síðustu þingkosningar. Að þessu sinni bauð Miðflokkurinn fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 10 sveitarfélögum sem er einu færra en í síðustu kosningum. Flokkurinn er með fulltrúa í fjórum sveitarstjórum. Miðflokkurinn fékk 32,4 prósent atkvæða í Grindavík og er nú stærsti flokkurinn í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa. Eins undarlegt og það er þá virðist flokkurinn verða útilokaður frá meirihlutasamstarfi þar. Á Akureyri tekur flokkurinn hins vegar þátt í meirihlutasamstarfi. Málefnalega var staða Miðflokksins sterk enda leggur flokkurinn áherslu á að leggja við hlustir og finna vilja kjósenda. Hvar eldurinn brennur heitast á þeim og koma með skynsamar og öfgalausar lausnir. Miðflokkurinn leggur áherslu á kraft einstaklingsins í samfélaginu um leið og hann vill efla og styrkja okkar góða velferðarkerfi sem hefur sterkan grunn en hefur orðið fyrir ágjöf og vanhirðu. Miðflokkurinn leggur áherslu á ráðdeild og skynsama meðhöndlun opinberra fjármuna. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að líða fyrir óráðssíu fólks sem tekið hefur að sér opinber störf. Í velferðarmálum leggur Miðflokkurinn sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir eldri borgara en sá hópur getur ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar
Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar
Skoðun Vegið að íslenska lífeyriskerfinu Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar