Þú ert númer eitt í röðinni Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 1. júní 2022 14:00 Þegar rætt er um geðheilbrigðisþjónustu koma biðlistar fyrst upp í hugann. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðalbiðtími í heilsugæslu eftir sálfræðiþjónustu 16,4 vikur fyrir börn og 23,4 vikur hjá fullorðnum. Biðtími er frá einu ári til þriggja í öll teymi LSH sem sérhæfa sig í geðröskunum. Ég hvet áhugasama um þessi mál að lesa skýrsluna sem í raun segir að biðlistar og skortur á samhæfingu og samfellu í þjónustu sé meginvandi þessa kerfis. Margir hafa bent á að við þurfum nýja hugsun og aðferðir þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega við börn og ungmenni þar sem áhersla á snemmtæka íhlutun ætti að vera forgangsmál. En er hægt að reka geðheilbrigðisþjónustu án biðlista? Bergið headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ókeypis ráðgjöf og stuðning án skilyrða. Ráðgjöf Bergsins er veitt af fagaðilum með mikla þekkingu og reynslu úr klínísku starfi. Við hittum um og yfir 50 ungmenni í hverri viku og fer þeim hratt fjölgandi. Samtals hafa um 1.050 ungmenni sótt um þjónustu hjá okkur, þar af 230 á þessu ári. Hjá Berginu er meðalbiðtími eftir fyrsta viðtali frá umsókn um 8 dagar og enginn biðlisti. Ef erindið er brýnt fæst nær alltaf viðtal fyrr. Hvernig má það vera gæti einhver spurt? Þarf ekki að takmarka og búa til reglur og kassa til að veita svona þjónustu? Stutta svarið er nei. Við leggjum upp úr því að geta tekið á móti öllum. Fagfólk Bergsins headspace hlustar fyrst, metur svo og getur veitt bæði beina þjónustu en einnig aðstoðað ef viðkomandi þarf sérhæfðari þjónustu annars staðar í kerfunum. Það er samt sjaldnar en hitt. Í yfir 80% tilfella er nóg fyrir ungmenni að hitta okkar fagfólk, fá hlustun og hlýju, ráðgjöf og bjargráð og finna hvernig það sjálft getur unnið að því að líða betur. Í flestum tilfellum nægja 3-5 viðtöl. Þetta unga fólk er oft á biðlistum annars staðar og fer af þeim. Eða er á leiðinni að lenda á öðrum biðlistum, jafnvel inn á spítölum sem hvorki þau né kerfið vilja. Ungmennin koma oftast af eigin frumkvæði en eru líka send til okkar alls staðar að úr kerfunum okkar. Frá heilsugæslu, félagsþjónustu og barnavernd, Landsspítala og fleira. Bergið er að sýna sig sem mjög mikilvægur hlekkur í allri þjónustukeðjunni. Gögn um árangur Bergsins sýna að ungmennum líður marktækt betur við það að koma í viðtöl til ráðgjafa. Við erum að sinna mikilvægu starfi í snemmtækri íhlutun án tafa, sem skv. rannsóknum ætti að spara gríðarlega fjármuni seinna meir. Sambærilegar þjónustur fá umtalsverðan stuðning frá hinu opinbera í mörgum löndum sem við berum okkur saman við. Eins og Headspace í Ástralíu og í Danmörku, Jigsaw á Írlandi og Foundry í Kanada. Þessi úrræði eru á undan okkur í árum en eru að sýna sig sem gríðarlega mikilvæg í að efla geðheilsu ungs fólks á sínum svæðum. Við erum að sýna fram á árangur, við erum til staðar fyrir ungt fólk á Íslandi og við viljum halda því áfram. Eins og staðan er núna höfum við enga tryggingu fyrir stuðningi frá hinu opinbera og höfum rekið okkur á fjármagni sem inn kemur frá ári til árs, mest frá einstaklingum en einnig frá opinberum aðilum. Til þess að Bergið geti dafnað og aukið enn á þjónustu þurfum við skuldbindingu frá ríkisstjórn um meiri stuðning og til lengri tíma í senn. Að öðrum kosti er hætta á að okkar góða starf geti ekki haldið áfram. Með samstarfi við hið opinbera getum við stækkað og eflst og tryggt ráðgjöf og stuðning til ungmenna um allt land. Þannig getur Bergið orðið enn sterkari hlekkur í því að stuðla að betri geðheilsu og líðan ungs fólks á Íslandi, okkur öllum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Bergsins Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um geðheilbrigðisþjónustu koma biðlistar fyrst upp í hugann. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðalbiðtími í heilsugæslu eftir sálfræðiþjónustu 16,4 vikur fyrir börn og 23,4 vikur hjá fullorðnum. Biðtími er frá einu ári til þriggja í öll teymi LSH sem sérhæfa sig í geðröskunum. Ég hvet áhugasama um þessi mál að lesa skýrsluna sem í raun segir að biðlistar og skortur á samhæfingu og samfellu í þjónustu sé meginvandi þessa kerfis. Margir hafa bent á að við þurfum nýja hugsun og aðferðir þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega við börn og ungmenni þar sem áhersla á snemmtæka íhlutun ætti að vera forgangsmál. En er hægt að reka geðheilbrigðisþjónustu án biðlista? Bergið headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ókeypis ráðgjöf og stuðning án skilyrða. Ráðgjöf Bergsins er veitt af fagaðilum með mikla þekkingu og reynslu úr klínísku starfi. Við hittum um og yfir 50 ungmenni í hverri viku og fer þeim hratt fjölgandi. Samtals hafa um 1.050 ungmenni sótt um þjónustu hjá okkur, þar af 230 á þessu ári. Hjá Berginu er meðalbiðtími eftir fyrsta viðtali frá umsókn um 8 dagar og enginn biðlisti. Ef erindið er brýnt fæst nær alltaf viðtal fyrr. Hvernig má það vera gæti einhver spurt? Þarf ekki að takmarka og búa til reglur og kassa til að veita svona þjónustu? Stutta svarið er nei. Við leggjum upp úr því að geta tekið á móti öllum. Fagfólk Bergsins headspace hlustar fyrst, metur svo og getur veitt bæði beina þjónustu en einnig aðstoðað ef viðkomandi þarf sérhæfðari þjónustu annars staðar í kerfunum. Það er samt sjaldnar en hitt. Í yfir 80% tilfella er nóg fyrir ungmenni að hitta okkar fagfólk, fá hlustun og hlýju, ráðgjöf og bjargráð og finna hvernig það sjálft getur unnið að því að líða betur. Í flestum tilfellum nægja 3-5 viðtöl. Þetta unga fólk er oft á biðlistum annars staðar og fer af þeim. Eða er á leiðinni að lenda á öðrum biðlistum, jafnvel inn á spítölum sem hvorki þau né kerfið vilja. Ungmennin koma oftast af eigin frumkvæði en eru líka send til okkar alls staðar að úr kerfunum okkar. Frá heilsugæslu, félagsþjónustu og barnavernd, Landsspítala og fleira. Bergið er að sýna sig sem mjög mikilvægur hlekkur í allri þjónustukeðjunni. Gögn um árangur Bergsins sýna að ungmennum líður marktækt betur við það að koma í viðtöl til ráðgjafa. Við erum að sinna mikilvægu starfi í snemmtækri íhlutun án tafa, sem skv. rannsóknum ætti að spara gríðarlega fjármuni seinna meir. Sambærilegar þjónustur fá umtalsverðan stuðning frá hinu opinbera í mörgum löndum sem við berum okkur saman við. Eins og Headspace í Ástralíu og í Danmörku, Jigsaw á Írlandi og Foundry í Kanada. Þessi úrræði eru á undan okkur í árum en eru að sýna sig sem gríðarlega mikilvæg í að efla geðheilsu ungs fólks á sínum svæðum. Við erum að sýna fram á árangur, við erum til staðar fyrir ungt fólk á Íslandi og við viljum halda því áfram. Eins og staðan er núna höfum við enga tryggingu fyrir stuðningi frá hinu opinbera og höfum rekið okkur á fjármagni sem inn kemur frá ári til árs, mest frá einstaklingum en einnig frá opinberum aðilum. Til þess að Bergið geti dafnað og aukið enn á þjónustu þurfum við skuldbindingu frá ríkisstjórn um meiri stuðning og til lengri tíma í senn. Að öðrum kosti er hætta á að okkar góða starf geti ekki haldið áfram. Með samstarfi við hið opinbera getum við stækkað og eflst og tryggt ráðgjöf og stuðning til ungmenna um allt land. Þannig getur Bergið orðið enn sterkari hlekkur í því að stuðla að betri geðheilsu og líðan ungs fólks á Íslandi, okkur öllum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Bergsins Headspace.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun