Hörður um stöðu mála hjá FH: „Í einhverskonar tilvistarkreppu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 15:00 Hörður Magnússon stýrði Pepsi Mörkunum á Stöð 2 Sport um árabil. Hann starfar í dag fyrir Viaplay. Vísir/Vilhelm Hörður Magnússon, starfsmaður Viaplay og fyrrum leikmaður FH um árabil, segist ekki átta sig á hver stefna félagsins. Hann telur að „menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnafirðinum.“ Hörður, sem lék með FH nær allan sinn feril 1985 til 2003 ef frá eru talin stutt stopp hjá ÍK, ÍR og Val, var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark. Um er að ræða hlaðvarp með skákívafi en fyrst Hörður var gestur að þessu sinni var FH, uppeldisfélag Harðar, að sjálfsögðu til umræðu. FH hefur farið skelfilega af stað í Bestu deildinni og situr í 9. sæti með aðeins sjö stig eftir átta umferðir. Þá hafa einnig verið vandamál til staðar utanvallar hjá félaginu. „Þetta er mjög slæmt. Ég átti von á meiru í byrjun en að það er enn mikið eftir,“ segir Hörður og heldur áfram. „Ég held að menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnarfirðinum. Það er eins og það sé ekki samhljómur á milli þeirra sem eru á bak við tjöldin og þjálfarans. Hlutirnir eru eitthvað „off.“ Ég er ekki mikið inn í hlutunum en þetta er ekki að virka, strúktúrinn í félaginu virðist ekki vera réttur.“ Hefur tröllatrú á Ólafi Jóhannessyni Hörður hefur ekki trú á að Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sé vandamálið. Hann telur að Ólafur hafi ekki fengi þá leikmenn sem hann hafi viljað. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Hann vill berjast um titla en ég held að félagið sé ekki á þeim stað núna. Það er komin tími á breytingar, meira í þá áttina sem Stjarnan hefur verið að fara: Hætta að spá í að enda í topp tvö eða þrjú og reyna að byggja aftur upp meistaralið. Það tekur kannski lengri tíma.“ „Ég hef tröllatrú á Óla sem þjálfara, fyrir vissan hóp af leikmönnum. Hann hefur flakkað fram og til baka með leikkerfi, þetta er ekki alveg að virka. Ég held að þeirra leið liggi í bikarkeppninni ef liðið ætlar að komast í Evrópukeppni.“ Þá spyr Hörður nokkurra spurninga: „Ef þjálfarinn fær ekki það sem hann vill fá, er hann þá rétti maðurinn? Hvert er félagið að stefna? Hvert vill það fara, vilja þeir yngja upp? Ef Óli vill fá leikmenn, af hverju fær hann ekki leikmenn? Vantar pening eða hvað er málið?“ „Félagið er í einhverskonar tilvistarkreppu,“ segir Hörður að endingu um FH áður en umræðan færist yfir í Liverpool og nýafstaðið tímabil. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Hörður, sem lék með FH nær allan sinn feril 1985 til 2003 ef frá eru talin stutt stopp hjá ÍK, ÍR og Val, var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark. Um er að ræða hlaðvarp með skákívafi en fyrst Hörður var gestur að þessu sinni var FH, uppeldisfélag Harðar, að sjálfsögðu til umræðu. FH hefur farið skelfilega af stað í Bestu deildinni og situr í 9. sæti með aðeins sjö stig eftir átta umferðir. Þá hafa einnig verið vandamál til staðar utanvallar hjá félaginu. „Þetta er mjög slæmt. Ég átti von á meiru í byrjun en að það er enn mikið eftir,“ segir Hörður og heldur áfram. „Ég held að menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnarfirðinum. Það er eins og það sé ekki samhljómur á milli þeirra sem eru á bak við tjöldin og þjálfarans. Hlutirnir eru eitthvað „off.“ Ég er ekki mikið inn í hlutunum en þetta er ekki að virka, strúktúrinn í félaginu virðist ekki vera réttur.“ Hefur tröllatrú á Ólafi Jóhannessyni Hörður hefur ekki trú á að Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sé vandamálið. Hann telur að Ólafur hafi ekki fengi þá leikmenn sem hann hafi viljað. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Hann vill berjast um titla en ég held að félagið sé ekki á þeim stað núna. Það er komin tími á breytingar, meira í þá áttina sem Stjarnan hefur verið að fara: Hætta að spá í að enda í topp tvö eða þrjú og reyna að byggja aftur upp meistaralið. Það tekur kannski lengri tíma.“ „Ég hef tröllatrú á Óla sem þjálfara, fyrir vissan hóp af leikmönnum. Hann hefur flakkað fram og til baka með leikkerfi, þetta er ekki alveg að virka. Ég held að þeirra leið liggi í bikarkeppninni ef liðið ætlar að komast í Evrópukeppni.“ Þá spyr Hörður nokkurra spurninga: „Ef þjálfarinn fær ekki það sem hann vill fá, er hann þá rétti maðurinn? Hvert er félagið að stefna? Hvert vill það fara, vilja þeir yngja upp? Ef Óli vill fá leikmenn, af hverju fær hann ekki leikmenn? Vantar pening eða hvað er málið?“ „Félagið er í einhverskonar tilvistarkreppu,“ segir Hörður að endingu um FH áður en umræðan færist yfir í Liverpool og nýafstaðið tímabil. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti