Daði stýrir markaðs- og umhverfismálum hjá Krónunni Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 08:57 Daði Guðjónsson. Krónan Daði Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni og mun hefja störf í ágúst. Í tilkynningu frá Krónunni segir að Daði búi að viðamikilli reynslu og þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun verkefna og hafi síðastliðin átta ár starfað sem fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu og stýrt þar erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar. „Þar áður starfaði Daði m.a. sem markaðsstjóri hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn, útsendingarstjóri hjá RÚV og fyrir auglýsingastofuna Kapital. Dæmi um markaðsherferðir sem Daði hefur stýrt hjá Íslandsstofu er Íslandsveruleikinn Icelandverse og hátalaraherferðin Let it Out. Auk þess stýrði Daði nýjasta útspilinu OutHorse þar sem ferðalöngum gefst kostur á að „úthesta“ vinnupósti sínum meðan á fríinu stendur. Markaðsverkefnin hafa hlotið alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar og náð til milljóna manna um allan heim,“ segir í tilkynningunni. Daði er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði, með fjölmiðlafræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands. Spennandi Haft er eftir Daða að það sé gríðarlega spennandi að hefja störf hjá fyrirtæki eins og Krónunni. „Krónan er verðmætt vörumerki sem hefur verið í fararbroddi í smásölu þegar kemur að nútímalegriþjónustu, samfélagslegri ábyrgð, umhverfisábyrgum starfsháttum, og ekki síst virkri umhyggju og eflingu starfsfólksins. Krónan hefur komið öllum þessum þáttum rækilega á framfæri og það er spennandi og verður gefandi að fá tækifæri til að halda áfram því árangursríka markaðsstarfi sem þar hefur verið unnið,“ segir Daði. Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Ástu Sigríði Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan hafi markvisst byggt upp traust og styrkt ímynd sína meðal viðskiptavina sinna og hafi í fyrra verið valið vörumerki ársins fyrir framúrskarandi markaðssetningu samkvæmt árlegri könnun MMR. „Við byggjum á sterkum grunni en markaðurinn er í sífelldri þróun og því er mikilvægt að hafa skýra og framúrstefnulega sýn fyrir framtíðina. Daði hefur sannað sig sem frumkvöðull innan geirans og við hlökkum til að hefja vegferðina með honum og því flotta teymi sem starfar hjá Krónunni,“ segir Ásta. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Verslun Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Í tilkynningu frá Krónunni segir að Daði búi að viðamikilli reynslu og þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun verkefna og hafi síðastliðin átta ár starfað sem fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu og stýrt þar erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar. „Þar áður starfaði Daði m.a. sem markaðsstjóri hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn, útsendingarstjóri hjá RÚV og fyrir auglýsingastofuna Kapital. Dæmi um markaðsherferðir sem Daði hefur stýrt hjá Íslandsstofu er Íslandsveruleikinn Icelandverse og hátalaraherferðin Let it Out. Auk þess stýrði Daði nýjasta útspilinu OutHorse þar sem ferðalöngum gefst kostur á að „úthesta“ vinnupósti sínum meðan á fríinu stendur. Markaðsverkefnin hafa hlotið alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar og náð til milljóna manna um allan heim,“ segir í tilkynningunni. Daði er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði, með fjölmiðlafræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands. Spennandi Haft er eftir Daða að það sé gríðarlega spennandi að hefja störf hjá fyrirtæki eins og Krónunni. „Krónan er verðmætt vörumerki sem hefur verið í fararbroddi í smásölu þegar kemur að nútímalegriþjónustu, samfélagslegri ábyrgð, umhverfisábyrgum starfsháttum, og ekki síst virkri umhyggju og eflingu starfsfólksins. Krónan hefur komið öllum þessum þáttum rækilega á framfæri og það er spennandi og verður gefandi að fá tækifæri til að halda áfram því árangursríka markaðsstarfi sem þar hefur verið unnið,“ segir Daði. Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Ástu Sigríði Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan hafi markvisst byggt upp traust og styrkt ímynd sína meðal viðskiptavina sinna og hafi í fyrra verið valið vörumerki ársins fyrir framúrskarandi markaðssetningu samkvæmt árlegri könnun MMR. „Við byggjum á sterkum grunni en markaðurinn er í sífelldri þróun og því er mikilvægt að hafa skýra og framúrstefnulega sýn fyrir framtíðina. Daði hefur sannað sig sem frumkvöðull innan geirans og við hlökkum til að hefja vegferðina með honum og því flotta teymi sem starfar hjá Krónunni,“ segir Ásta.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Verslun Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira