Heimurinn er okkar, ný menntastefna Mosfellsbæjar Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 17. maí 2022 07:00 Heimurinn er okkar er heitið á nýrri menntastefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var af bæjarstjórn í apríl síðast liðinn. Lærdómssamfélagið í Mosfellsbæ kom að gerð stefnunnar og má nefna fulltrúa frá skóla- og frístundastarfi, börn, foreldra, starfsfólk, íbúa og kjörna fulltrúa. Haldið var skólaþing í Helgafellsskóla, rafrænt íbúaþing, lögð fyrir viðhorfskönnun fyrir allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og var sérstaklega rætt við börn í leikskóla um hvernig leikskóla þau vilja hafa í sínum bæ. Reglulega var vinnan kynnt og rædd í fræðslunefnd. Verkefnateymi sá um alla vinnu og framkvæmd stefnunnar en í teyminu sátu fulltrúar frá leikskólum, grunnskólum, frístund, Listaskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Mennastefnan ber merki um mikinn metnað í skólastarfi og umhyggju fyrir nemendum og mun tryggja að Mosfellsbær verði áfram í fremstu röð í skólamálum. Vöxtur, fjölbreytni, samvinna Ný menntastefnan byggir á þremur stoðum sem eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna. Innan hverrar stoðar eru markmið og lykilorð. Aðaláherslan er á velferð og líðan nemenda en eins og fram kemur í stefnunni er “Öryggi og vellíðan eru undirstaða þess að börn blómstri í námi og leik. Því skal tryggja að börn fái tækifæri til þess að efla styrkleika sína og takast á við áskoranir í öruggu og hvetjandi umhverfi.” Við innleiðingu stefnunnar er sett upp aðgerðaráætlun með mælaborði sem tekur til alls skóla- og frístundastarfs. Hver og einn skóli mun setja upp aðgerðaráætlun sem birtist í framkvæmdaáætlun skólanna. Stefnan er sett upp með þeim hætti að auðvelt er að vinna með innihaldið á alla mögulega máta. Innleiðing stefnunnar hefst næsta haust á nýju skólaári og verður formlega ýtt úr vör 23. september á sameiginlegum fræðsludegi grunn - og leikskóla í Mosfellsbæ. Horft til Mosfellsbæjar í skólamálum Skólamál eru mikilvægustu mál sveitarfélaganna og þar stendur Mosfellsbær sig einna best. Horft til skólaþróunar í Mosfellsbæ því hér er framúrskarandi skólastarf og framúrskarandi starfsfólk. Við höfum mætt mikilli barnafjölgun með breytingum og farið ótroðnar slóðir. Í bæinn hefur flutt metfjöldi barnafólks en hér eru engir biðlistar á leikskólum. Þann 1. apríl var búið að bjóða öllum börnum, sem fædd eru í ágúst 2021 eða fyrr, leikskólapláss í leikskólum bæjarins. Hvergi eru fleiri ungbarnapláss á leikskólum þar sem eins árs gömul börn fá þjónustu að loknu fæðingarorlofi foreldra. Nýr grunnskóli, Helgafellsskóli, var byggður nú er leikskóli að fara í byggingu í sama hverfi. Ekkert sveitarfélag fór í jafn mikið átak í að láta skanna allt húsnæði og viðhald stofnana ávallt verið efst á blaði hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Börnin mikilvægust Ég óska Mosfellingum til hamingju með nýja menntastefnu og vona að skólastarf megi blómstra áfram. Börnin í bænum eru mikilvægustu íbúarnir og veit ég að framtíðar bæjarstjórn mun tryggja að svo verði áfram. Ég er ákaflega stolt að hafa fengið að sitja í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ og tekið þátt í að byggja upp bæinn og styðja við skólastarf á mesta uppbyggingartíma í sögu bæjarins. Ég þakka fyrir mig og kveð stjórnmálin í Mosfellsbæ og lít um leið stolt yfir farinn veg. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Heimurinn er okkar er heitið á nýrri menntastefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var af bæjarstjórn í apríl síðast liðinn. Lærdómssamfélagið í Mosfellsbæ kom að gerð stefnunnar og má nefna fulltrúa frá skóla- og frístundastarfi, börn, foreldra, starfsfólk, íbúa og kjörna fulltrúa. Haldið var skólaþing í Helgafellsskóla, rafrænt íbúaþing, lögð fyrir viðhorfskönnun fyrir allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og var sérstaklega rætt við börn í leikskóla um hvernig leikskóla þau vilja hafa í sínum bæ. Reglulega var vinnan kynnt og rædd í fræðslunefnd. Verkefnateymi sá um alla vinnu og framkvæmd stefnunnar en í teyminu sátu fulltrúar frá leikskólum, grunnskólum, frístund, Listaskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Mennastefnan ber merki um mikinn metnað í skólastarfi og umhyggju fyrir nemendum og mun tryggja að Mosfellsbær verði áfram í fremstu röð í skólamálum. Vöxtur, fjölbreytni, samvinna Ný menntastefnan byggir á þremur stoðum sem eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna. Innan hverrar stoðar eru markmið og lykilorð. Aðaláherslan er á velferð og líðan nemenda en eins og fram kemur í stefnunni er “Öryggi og vellíðan eru undirstaða þess að börn blómstri í námi og leik. Því skal tryggja að börn fái tækifæri til þess að efla styrkleika sína og takast á við áskoranir í öruggu og hvetjandi umhverfi.” Við innleiðingu stefnunnar er sett upp aðgerðaráætlun með mælaborði sem tekur til alls skóla- og frístundastarfs. Hver og einn skóli mun setja upp aðgerðaráætlun sem birtist í framkvæmdaáætlun skólanna. Stefnan er sett upp með þeim hætti að auðvelt er að vinna með innihaldið á alla mögulega máta. Innleiðing stefnunnar hefst næsta haust á nýju skólaári og verður formlega ýtt úr vör 23. september á sameiginlegum fræðsludegi grunn - og leikskóla í Mosfellsbæ. Horft til Mosfellsbæjar í skólamálum Skólamál eru mikilvægustu mál sveitarfélaganna og þar stendur Mosfellsbær sig einna best. Horft til skólaþróunar í Mosfellsbæ því hér er framúrskarandi skólastarf og framúrskarandi starfsfólk. Við höfum mætt mikilli barnafjölgun með breytingum og farið ótroðnar slóðir. Í bæinn hefur flutt metfjöldi barnafólks en hér eru engir biðlistar á leikskólum. Þann 1. apríl var búið að bjóða öllum börnum, sem fædd eru í ágúst 2021 eða fyrr, leikskólapláss í leikskólum bæjarins. Hvergi eru fleiri ungbarnapláss á leikskólum þar sem eins árs gömul börn fá þjónustu að loknu fæðingarorlofi foreldra. Nýr grunnskóli, Helgafellsskóli, var byggður nú er leikskóli að fara í byggingu í sama hverfi. Ekkert sveitarfélag fór í jafn mikið átak í að láta skanna allt húsnæði og viðhald stofnana ávallt verið efst á blaði hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Börnin mikilvægust Ég óska Mosfellingum til hamingju með nýja menntastefnu og vona að skólastarf megi blómstra áfram. Börnin í bænum eru mikilvægustu íbúarnir og veit ég að framtíðar bæjarstjórn mun tryggja að svo verði áfram. Ég er ákaflega stolt að hafa fengið að sitja í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ og tekið þátt í að byggja upp bæinn og styðja við skólastarf á mesta uppbyggingartíma í sögu bæjarins. Ég þakka fyrir mig og kveð stjórnmálin í Mosfellsbæ og lít um leið stolt yfir farinn veg. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar