Hvað gerðist í kosningunum Hafnarfirði? Svavar Halldórsson skrifar 16. maí 2022 00:01 Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt. Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig. Á þessu eru skýringar. Aðeins 4 af 8 framboðum í Hafnarfirði fengu bæjarfulltrúa í kosningunum. Um 17,5% atkvæða fóru til þeirra 4 framboða sem ekki náðu inn manni. Að auki voru 2.5% auð eða ógild. Samtals 20%. Þessu til viðbótar sátu margir heima á laugardaginn. Í Hafnarfirði voru 21.744 á kjörskrá. Af þeim kusu 13.133 eða 60,4%. Þetta er auðvitað ekki mikil kjörsókn, en þó ívið skárri en árið 2018 þegar hún var 58,01%. Sé þetta vegið saman, þ.e.a.s. 60,4% kjörsókn og að 20% greiddra atkvæða fóru ekki til þeirra flokka sem náðu inn bæjarfulltrúa, sést að bæjarfulltrúarnir 11 hafa aðeins 48,32% atkvæðisbærra Hafnfirðinga á bak við sig. Sögulegur árangur Framsóknarflokksins Framsókn vann fínan sigur í Hafnarfirði um helgina, eins og víðar um landið, með 1.750 atkvæði sem eru 13,7% og gefur tvo bæjarfulltrúa - sem er besti árangur sögunnar hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði. Flokkurinn fékk 928 atkvæði eða 8,03% og einn mann árið 2018. Þrátt fyrir að þetta sé nánasta tvöföldun atkvæða og nærri 6 prósentustiga aukning, þá er þetta þó ekki jafn stór sigur og í Mosfellsbæ eða Reykjavík. Eftir stendur sú áhugaverða spurning hvort sigurinn sé vegna staðbundinna málefna í Hafnarfirði eða hvort um sé að ræða áhrif frá Reykjavík eða annars staðar frá. Öruggur varnarsigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3.924 atkvæði eða 30,7% og fjóra bæjarfulltrúa. Til samanburðar fékk flokkurinn 3.903 atkvæði síðast eða 33,7%, sem þá gaf fimm fulltrúa. Þá voru þá innan við 800 atkvæði á bak við hvern bæjarfulltrúa en tæplega þúsund núna. Fimmti maðurinn 2018 var því mjög naumlega inni. Í því ljósi er þetta ágætur varnarsigur hjá Sjálfstæðisflokknum núna. Einkum þegar horft er til þess að flokkurinn tapaði töluverðu fylgi yfir landið í heild, þótt hann sé enn stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Rétt er þó að halda til haga að sums staðar unnu Sjálfstæðismenn góða sigra sem líklega má þakka vinsældum einstakra leiðtoga eða sérstökum staðbundnum málum eða aðstæðum. Samfylkingin rétti úr kútnum en er langt frá sínu besta Samfylkingin rétti nokkuð úr kútnum í kosningunum um helgina og fékk 3.710 atkvæði eða 29,0% og fjóra bæjarfulltrúa. Árið 2018 fékk hún 2.330 atkvæði eða 20,15% og tvo bæjarfulltrúa, sem var slakasti árangur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá stofnun flokksins. Flokkurinn er þó langt frá sínu besta, en Samfylkingin var með hreinan meirihluta 2002, 50,24% atkvæða og sex bæjarfulltrúa. Árið 2006 var hún með 56,37% og sjö bæjarfulltrúa. Árið 2010 missti flokkurinn hreina meirihlutann en fékk þó 40,92% og fimm menn og þurfti í samstarf við VG til að halda meirihlutanum í bæjarstjórn. Hrunið kom svo 2014 þegar fylgið fór niður í 20,24% og bæjarfulltrúarnir voru aðeins þrír. Botninum var svo náð fyrir fjórum árum með tveimur bæjarfulltrúum. Mjög hæpið er að líta á árangurinn nú sem einhvern meiriháttar sigur flokksins eða oddvitans. Ekki er ósanngjarnt að segja að árangurinn um helgina sé ágætis leiðrétting en líklega langt frá því sem sumir höfðu vonast eftir í ljósi sögunnar. Viðreisn heldur sjó Viðreisn í Hafnarfirði er á sama róli og síðast með 1.170 atkvæði eða 9,1% og heldur einum manni. Árið 2018 fékk Viðreisn 1.098 atkvæði eða 9,5% og einn mann. Þetta er betri árangur en hjá flokknum í höfuðborginni, þar sem Viðreisn missti ágætan borgarfulltrúa. Útkomuna í Hafnarfirði má líklega þakka frambærilegum oddvita. Viðreisnarfólk í bænum má því vel við una þótt árangurinn á landsvísu hafi efalaust verið undir væntingum margra flokksmanna. Áframhaldandi meirihluti D og B er augljósasti kosturinn Í nýkjörinni bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sex karlar og fimm konur sem endurspeglar hlutföllin á framboðslistum flokkanna. Það er athyglivert að allir listar voru leiddir af körlum, utan listi Sjálfstæðisflokksins, sem var leiddur af bæjarstjóranum Rósu Guðbjartsdóttur. Nú taka við þreifingar og viðræður milli flokkanna sem fengu bæjarfulltrúa, fyrst á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, enda hélt sá meirihluti. En allt kemur þetta í ljós á næstu dögum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt. Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig. Á þessu eru skýringar. Aðeins 4 af 8 framboðum í Hafnarfirði fengu bæjarfulltrúa í kosningunum. Um 17,5% atkvæða fóru til þeirra 4 framboða sem ekki náðu inn manni. Að auki voru 2.5% auð eða ógild. Samtals 20%. Þessu til viðbótar sátu margir heima á laugardaginn. Í Hafnarfirði voru 21.744 á kjörskrá. Af þeim kusu 13.133 eða 60,4%. Þetta er auðvitað ekki mikil kjörsókn, en þó ívið skárri en árið 2018 þegar hún var 58,01%. Sé þetta vegið saman, þ.e.a.s. 60,4% kjörsókn og að 20% greiddra atkvæða fóru ekki til þeirra flokka sem náðu inn bæjarfulltrúa, sést að bæjarfulltrúarnir 11 hafa aðeins 48,32% atkvæðisbærra Hafnfirðinga á bak við sig. Sögulegur árangur Framsóknarflokksins Framsókn vann fínan sigur í Hafnarfirði um helgina, eins og víðar um landið, með 1.750 atkvæði sem eru 13,7% og gefur tvo bæjarfulltrúa - sem er besti árangur sögunnar hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði. Flokkurinn fékk 928 atkvæði eða 8,03% og einn mann árið 2018. Þrátt fyrir að þetta sé nánasta tvöföldun atkvæða og nærri 6 prósentustiga aukning, þá er þetta þó ekki jafn stór sigur og í Mosfellsbæ eða Reykjavík. Eftir stendur sú áhugaverða spurning hvort sigurinn sé vegna staðbundinna málefna í Hafnarfirði eða hvort um sé að ræða áhrif frá Reykjavík eða annars staðar frá. Öruggur varnarsigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3.924 atkvæði eða 30,7% og fjóra bæjarfulltrúa. Til samanburðar fékk flokkurinn 3.903 atkvæði síðast eða 33,7%, sem þá gaf fimm fulltrúa. Þá voru þá innan við 800 atkvæði á bak við hvern bæjarfulltrúa en tæplega þúsund núna. Fimmti maðurinn 2018 var því mjög naumlega inni. Í því ljósi er þetta ágætur varnarsigur hjá Sjálfstæðisflokknum núna. Einkum þegar horft er til þess að flokkurinn tapaði töluverðu fylgi yfir landið í heild, þótt hann sé enn stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Rétt er þó að halda til haga að sums staðar unnu Sjálfstæðismenn góða sigra sem líklega má þakka vinsældum einstakra leiðtoga eða sérstökum staðbundnum málum eða aðstæðum. Samfylkingin rétti úr kútnum en er langt frá sínu besta Samfylkingin rétti nokkuð úr kútnum í kosningunum um helgina og fékk 3.710 atkvæði eða 29,0% og fjóra bæjarfulltrúa. Árið 2018 fékk hún 2.330 atkvæði eða 20,15% og tvo bæjarfulltrúa, sem var slakasti árangur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá stofnun flokksins. Flokkurinn er þó langt frá sínu besta, en Samfylkingin var með hreinan meirihluta 2002, 50,24% atkvæða og sex bæjarfulltrúa. Árið 2006 var hún með 56,37% og sjö bæjarfulltrúa. Árið 2010 missti flokkurinn hreina meirihlutann en fékk þó 40,92% og fimm menn og þurfti í samstarf við VG til að halda meirihlutanum í bæjarstjórn. Hrunið kom svo 2014 þegar fylgið fór niður í 20,24% og bæjarfulltrúarnir voru aðeins þrír. Botninum var svo náð fyrir fjórum árum með tveimur bæjarfulltrúum. Mjög hæpið er að líta á árangurinn nú sem einhvern meiriháttar sigur flokksins eða oddvitans. Ekki er ósanngjarnt að segja að árangurinn um helgina sé ágætis leiðrétting en líklega langt frá því sem sumir höfðu vonast eftir í ljósi sögunnar. Viðreisn heldur sjó Viðreisn í Hafnarfirði er á sama róli og síðast með 1.170 atkvæði eða 9,1% og heldur einum manni. Árið 2018 fékk Viðreisn 1.098 atkvæði eða 9,5% og einn mann. Þetta er betri árangur en hjá flokknum í höfuðborginni, þar sem Viðreisn missti ágætan borgarfulltrúa. Útkomuna í Hafnarfirði má líklega þakka frambærilegum oddvita. Viðreisnarfólk í bænum má því vel við una þótt árangurinn á landsvísu hafi efalaust verið undir væntingum margra flokksmanna. Áframhaldandi meirihluti D og B er augljósasti kosturinn Í nýkjörinni bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sex karlar og fimm konur sem endurspeglar hlutföllin á framboðslistum flokkanna. Það er athyglivert að allir listar voru leiddir af körlum, utan listi Sjálfstæðisflokksins, sem var leiddur af bæjarstjóranum Rósu Guðbjartsdóttur. Nú taka við þreifingar og viðræður milli flokkanna sem fengu bæjarfulltrúa, fyrst á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, enda hélt sá meirihluti. En allt kemur þetta í ljós á næstu dögum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun