Sáum réttum fræjum á næsta kjörtímabili Sigurður Torfi Sigurðsson og Guðbjörg Grímsdóttir skrifa 13. maí 2022 16:01 Áhrif kosinna fulltrúa í sveitarstjórnarkosningum vara oft lengur en kjörtímabilið. Áhrifin geta verið lengi að koma fram og oft óljóst hvort árangur sé jákvæður eða neikvæður. Með það í huga skiptir máli að hafa skýra framtíðarsýn og hugsa fram í tímann. Því betur sem vandað er til verka því meiri verður árangurinn. Höfum í huga að það sem er framkvæmd í flýti getur dregið dilk á eftir sér og verið erfitt að lagfæra. Höfum í huga að þegar við sáum réttum fræjum og hlúum að þeim uppskerum við ríkulega - en ef ekki þá fáum við illgresi. Við í Vinstri grænum í Árborg leggjum því áherslu á að hugsa til framtíðar og sá réttum fræjum þannig að hér verði ræktarlegt sveitarfélag. Sáum fræjum í efnahags- og atvinnumálum með því að skapa störf í náttúru- og umhverfisvernd, leggja áherslu á hringrásarhagkerfi og auka upplýsingagjöf og gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins. Sáum fræjum í velferðamálum með því að horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu, efla þjónustu á sviði geðhjúkrunar auk þess að auka úrræði í atvinnumálum öryrkja og fatlaðra. Sáum fræjum í mennta- og menningarmálum með því að lækka leikskólagjöld í áföngum þannig að gjaldfrjáls leikskóli verði eðlilegur hluti af samfélaginu, styrkja sérfræðiþjónustu við skólana og styðja við forvarnarfræðslu á öllum skólastigum. Sáum fræjum í íþrótta- og tómstundamálum með því að fylgja eftir byggingu frístundamiðstöðvar, efla fjölbreytt tómstundastarf auk þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að íþrótta- og tómstundastarfi. Sáum fræjum í húsnæðis-, skipulags-, og samgöngumálum með því að þétta net hjóla- og göngustíga, tryggja framboð lóða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög, hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum og tryggja græn útivistarsvæði. Sáum fræjum í náttúruvernd og umhverfismálum með því að setja öfluga stefnu í þessum mikilvægu málaflokkum, ásamt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess að skapa störf tengd náttúruvernd og umhverfismálum. Sáum fræjum í mannréttindum, jafnrétti og lýðræði með því að tryggja að jafnréttissjónarmið ráði í allri ákvarðanatöku hjá Sveitarfélaginu Árborg. Göngum lengra og sáum fræjum með Vinstri grænum Setjum X við V laugardaginn 14. maí Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Árborg Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Áhrif kosinna fulltrúa í sveitarstjórnarkosningum vara oft lengur en kjörtímabilið. Áhrifin geta verið lengi að koma fram og oft óljóst hvort árangur sé jákvæður eða neikvæður. Með það í huga skiptir máli að hafa skýra framtíðarsýn og hugsa fram í tímann. Því betur sem vandað er til verka því meiri verður árangurinn. Höfum í huga að það sem er framkvæmd í flýti getur dregið dilk á eftir sér og verið erfitt að lagfæra. Höfum í huga að þegar við sáum réttum fræjum og hlúum að þeim uppskerum við ríkulega - en ef ekki þá fáum við illgresi. Við í Vinstri grænum í Árborg leggjum því áherslu á að hugsa til framtíðar og sá réttum fræjum þannig að hér verði ræktarlegt sveitarfélag. Sáum fræjum í efnahags- og atvinnumálum með því að skapa störf í náttúru- og umhverfisvernd, leggja áherslu á hringrásarhagkerfi og auka upplýsingagjöf og gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins. Sáum fræjum í velferðamálum með því að horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu, efla þjónustu á sviði geðhjúkrunar auk þess að auka úrræði í atvinnumálum öryrkja og fatlaðra. Sáum fræjum í mennta- og menningarmálum með því að lækka leikskólagjöld í áföngum þannig að gjaldfrjáls leikskóli verði eðlilegur hluti af samfélaginu, styrkja sérfræðiþjónustu við skólana og styðja við forvarnarfræðslu á öllum skólastigum. Sáum fræjum í íþrótta- og tómstundamálum með því að fylgja eftir byggingu frístundamiðstöðvar, efla fjölbreytt tómstundastarf auk þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að íþrótta- og tómstundastarfi. Sáum fræjum í húsnæðis-, skipulags-, og samgöngumálum með því að þétta net hjóla- og göngustíga, tryggja framboð lóða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög, hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum og tryggja græn útivistarsvæði. Sáum fræjum í náttúruvernd og umhverfismálum með því að setja öfluga stefnu í þessum mikilvægu málaflokkum, ásamt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess að skapa störf tengd náttúruvernd og umhverfismálum. Sáum fræjum í mannréttindum, jafnrétti og lýðræði með því að tryggja að jafnréttissjónarmið ráði í allri ákvarðanatöku hjá Sveitarfélaginu Árborg. Göngum lengra og sáum fræjum með Vinstri grænum Setjum X við V laugardaginn 14. maí Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun