Höldum áfram að gera þetta saman – Gerum gott betra Gísli Sigurðsson skrifar 14. maí 2022 08:00 Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara. Tækifæri í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mikil, blómlegt líf, öflugt atvinnulíf og eigum við Skagfirðingar mikla möguleika sem við getum nýtt til að efla enn frekar samfélagið okkar, frábært fólk, skólasamfélög, fyrirtæki og félagasamtök til þess. Við skiljum sátt við okkar störf á líðandi kjörtímabili en það voru margar áskoranir í mörgum málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Á þessu kjörtímabil hefur meðal annars mikið áunnist í fjölgun leikskólaplássa, nýr leikskóli á Hofsósi, viðbygging við Ársali Sauðárkróki og undirbúningur að framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Mikill árangur náðist í að fjölga lóðum og stuðla að uppbyggingu á húsnæðismarkaðnum, sundlaugarbygging á Sauðárkróki hélt áfram, unnið var að áframhaldandi hitaveituvæðingu, auk þess sem lagning á ljósleiðara í dreifbýli var kláruð. En í ört stækkandi sveitarfélagi þá verður ekki verkefnaskortur og erum við spennt að fá að takast á við þau. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu með byggingu íþróttahúss og grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskóla í Varmahlíð, Menningarhús á Sauðárkróki og hefja undirbúning á byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, stuðla að ljósleiðarvæðingu á þéttbýlisstöðum svo eitthvað sé nefnt. Styðja þarf við öflugt starf eldri borgara með bættri aðstöðu dagdvalar, uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis, tryggja áfram góða þjónustu fyrir fatlað fólk og vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra. Mikilvægt er að halda áfram aðgerðum til að bæta aðgengi að mannvirkjum sveitarfélagsins og jafnframt hvetja einkaaðila til að gera hið sama. Þetta getum við gert með áframhaldandi ábyrgð og aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins og með metnaðarfulla stefnuskrá og framtíðarsýn með orðunum Ábyrgð – Árangur – Ánægja. Í stefnuskránni eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gagnsæi. Sjálfstæðisflokkurinn býður þér að kjósa hóp fólks til setu í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn sveitarfélagsins okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkt afl í okkar samfélagi og ætlar sér að vera það áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skagafjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara. Tækifæri í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mikil, blómlegt líf, öflugt atvinnulíf og eigum við Skagfirðingar mikla möguleika sem við getum nýtt til að efla enn frekar samfélagið okkar, frábært fólk, skólasamfélög, fyrirtæki og félagasamtök til þess. Við skiljum sátt við okkar störf á líðandi kjörtímabili en það voru margar áskoranir í mörgum málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Á þessu kjörtímabil hefur meðal annars mikið áunnist í fjölgun leikskólaplássa, nýr leikskóli á Hofsósi, viðbygging við Ársali Sauðárkróki og undirbúningur að framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Mikill árangur náðist í að fjölga lóðum og stuðla að uppbyggingu á húsnæðismarkaðnum, sundlaugarbygging á Sauðárkróki hélt áfram, unnið var að áframhaldandi hitaveituvæðingu, auk þess sem lagning á ljósleiðara í dreifbýli var kláruð. En í ört stækkandi sveitarfélagi þá verður ekki verkefnaskortur og erum við spennt að fá að takast á við þau. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu með byggingu íþróttahúss og grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskóla í Varmahlíð, Menningarhús á Sauðárkróki og hefja undirbúning á byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, stuðla að ljósleiðarvæðingu á þéttbýlisstöðum svo eitthvað sé nefnt. Styðja þarf við öflugt starf eldri borgara með bættri aðstöðu dagdvalar, uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis, tryggja áfram góða þjónustu fyrir fatlað fólk og vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra. Mikilvægt er að halda áfram aðgerðum til að bæta aðgengi að mannvirkjum sveitarfélagsins og jafnframt hvetja einkaaðila til að gera hið sama. Þetta getum við gert með áframhaldandi ábyrgð og aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins og með metnaðarfulla stefnuskrá og framtíðarsýn með orðunum Ábyrgð – Árangur – Ánægja. Í stefnuskránni eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gagnsæi. Sjálfstæðisflokkurinn býður þér að kjósa hóp fólks til setu í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn sveitarfélagsins okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkt afl í okkar samfélagi og ætlar sér að vera það áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun