Við stöndum við bakið á foreldrum Kristófer Már Maronsson skrifar 13. maí 2022 13:00 Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi. Á sama tíma og tekjur lækka ráðast foreldrar í fjárfestingu í nauðsynlegum öryggisvörum fyrir börn auk þess að rekstrarkostnaður heimilisins eykst til frambúðar. Með aukinni fjárhagslegri streitu aukast líkur á samskiptavandamálum, auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum auk þess að foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til þess að sinna þörfum barna sinna (Heimild 1). Leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi og greitt fyrir eitt barn Í Skagafirði hefur verið unnið statt og stöðugt að því að fjölga leikskólaplássum á kjörtímabilinu og er stefna okkar Sjálfstæðismanna í Skagafirði skýr. Við ætlum að tryggja öllum börnum pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri að loknu fæðingarorlofi foreldranna. Hér er ekki bara um fögur fyrirheit að ræða, heldur munum við gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að hafa næg pláss í boði, ef við fáum umboð frá kjósendum til þess. Þannig ætlum við að hækka skattfrjálsar foreldragreiðslur í 250 þúsund krónur á mánuði til þeirra foreldra sem ekki komast til vinnu eftir fæðingarorlof ef sveitarfélagið getur ekki boðið barninu pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri. Við ætlum einnig að tryggja fjármagn til þess að lækka kostnað foreldra við menntun barna sinna. Þannig viljum við breyta reglum þannig að foreldrar greiði eingöngu dvalargjald eitt barn óháð því hvort að börnin eru hjá dagforeldri, í leikskóla eða grunnskóla. Mönnun umfram lágmarkskröfur Sama hvernig vinna er unnin, ef álagið í vinnunni er yfirþyrmandi aukast líkur á því að við getum ekki unnið vinnuna á fullnægjandi hátt. Leikskólar eru sérstakir vinnustaðir þar sem að börnin okkar hljóta stuðning og kennslu til þess að leika og læra. Á sama tíma geta foreldrar sinnt sinni vinnu áhyggjulausir vitandi að börnin eru í góðum höndum á leikskólanum. Of mikið álag á leikskólum líkt og öðrum vinnustöðum er líklegt til að hafa áhrif á starfsfólk bæði í leik og starfi, fjölga veikindadögum, minnka starfsánægju og auka starfsmannaveltu. Í verstu tilfellum verða áhrifin slík að starfsfólk hverfur frá í langtímaveikindi eða grípa þarf til þess að takmarka starfsemi leikskóla vegna manneklu með tilheyrandi keðjuverkun í samfélaginu. Sveitarfélagið getur ekki komið með neinar töfralausnir, en getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lágmarka líkurnar á fyrrgreindum atburðum. Stefna sjálfstæðismanna í Skagafirði er að tryggja fjármagn til þess að mannað verði umfram lágmarkskröfur á leikskólum. Í eðlilegu árferði verði barngildi á hvern starfsmann þannig lægra en í dag og í undantekningartilvikum þegar upp koma mikil veikindi verður hægt að bregðast við án þess að skerða starfsemi. Áhrifin sem við vonumst til þess að sjá af þessari aðgerð er að starfsánægja eykst, álag á starfsfólk minnkar og þar með ætti veikindadögum að fækka og starfsmannavelta að minnka að öðru óbreyttu. Kjósum betri framtíð fyrir börn og ungt fólk í Skagafirði Þetta er bara hluti þeirra fjölmörgu aðgerða sem við ætlum að láta verða að veruleika á næsta kjörtímabili. Ungt fólk sem hyggur á barneignir í Skagafirði eða flutning í fjörðinn á að geta treyst á stuðning samfélagsins á þessum mikilvægu árum. Við viljum ekki auka við fjárhagsáhyggjur foreldra sem geta haft hræðilegar afleiðingar, fyrir foreldrana og barnið. Þú hefur valið í kosningunum, besta leiðin til þess að tryggja að þessar tillögur okkar verði að veruleika er að gefa okkur skýrt umboð til þess að framkvæma þær að kosningum loknum. Setjum X við D á morgun. Höfundur er hagfræðingur og skipar 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skagafjörður Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi. Á sama tíma og tekjur lækka ráðast foreldrar í fjárfestingu í nauðsynlegum öryggisvörum fyrir börn auk þess að rekstrarkostnaður heimilisins eykst til frambúðar. Með aukinni fjárhagslegri streitu aukast líkur á samskiptavandamálum, auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum auk þess að foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til þess að sinna þörfum barna sinna (Heimild 1). Leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi og greitt fyrir eitt barn Í Skagafirði hefur verið unnið statt og stöðugt að því að fjölga leikskólaplássum á kjörtímabilinu og er stefna okkar Sjálfstæðismanna í Skagafirði skýr. Við ætlum að tryggja öllum börnum pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri að loknu fæðingarorlofi foreldranna. Hér er ekki bara um fögur fyrirheit að ræða, heldur munum við gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að hafa næg pláss í boði, ef við fáum umboð frá kjósendum til þess. Þannig ætlum við að hækka skattfrjálsar foreldragreiðslur í 250 þúsund krónur á mánuði til þeirra foreldra sem ekki komast til vinnu eftir fæðingarorlof ef sveitarfélagið getur ekki boðið barninu pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri. Við ætlum einnig að tryggja fjármagn til þess að lækka kostnað foreldra við menntun barna sinna. Þannig viljum við breyta reglum þannig að foreldrar greiði eingöngu dvalargjald eitt barn óháð því hvort að börnin eru hjá dagforeldri, í leikskóla eða grunnskóla. Mönnun umfram lágmarkskröfur Sama hvernig vinna er unnin, ef álagið í vinnunni er yfirþyrmandi aukast líkur á því að við getum ekki unnið vinnuna á fullnægjandi hátt. Leikskólar eru sérstakir vinnustaðir þar sem að börnin okkar hljóta stuðning og kennslu til þess að leika og læra. Á sama tíma geta foreldrar sinnt sinni vinnu áhyggjulausir vitandi að börnin eru í góðum höndum á leikskólanum. Of mikið álag á leikskólum líkt og öðrum vinnustöðum er líklegt til að hafa áhrif á starfsfólk bæði í leik og starfi, fjölga veikindadögum, minnka starfsánægju og auka starfsmannaveltu. Í verstu tilfellum verða áhrifin slík að starfsfólk hverfur frá í langtímaveikindi eða grípa þarf til þess að takmarka starfsemi leikskóla vegna manneklu með tilheyrandi keðjuverkun í samfélaginu. Sveitarfélagið getur ekki komið með neinar töfralausnir, en getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lágmarka líkurnar á fyrrgreindum atburðum. Stefna sjálfstæðismanna í Skagafirði er að tryggja fjármagn til þess að mannað verði umfram lágmarkskröfur á leikskólum. Í eðlilegu árferði verði barngildi á hvern starfsmann þannig lægra en í dag og í undantekningartilvikum þegar upp koma mikil veikindi verður hægt að bregðast við án þess að skerða starfsemi. Áhrifin sem við vonumst til þess að sjá af þessari aðgerð er að starfsánægja eykst, álag á starfsfólk minnkar og þar með ætti veikindadögum að fækka og starfsmannavelta að minnka að öðru óbreyttu. Kjósum betri framtíð fyrir börn og ungt fólk í Skagafirði Þetta er bara hluti þeirra fjölmörgu aðgerða sem við ætlum að láta verða að veruleika á næsta kjörtímabili. Ungt fólk sem hyggur á barneignir í Skagafirði eða flutning í fjörðinn á að geta treyst á stuðning samfélagsins á þessum mikilvægu árum. Við viljum ekki auka við fjárhagsáhyggjur foreldra sem geta haft hræðilegar afleiðingar, fyrir foreldrana og barnið. Þú hefur valið í kosningunum, besta leiðin til þess að tryggja að þessar tillögur okkar verði að veruleika er að gefa okkur skýrt umboð til þess að framkvæma þær að kosningum loknum. Setjum X við D á morgun. Höfundur er hagfræðingur og skipar 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun