Gróðahyggjan má ekki ráða öllu Magnús Guðmundsson skrifar 13. maí 2022 10:50 Takk fyrir VG í Múlaþingi að styðja okkur, sem erum andvíg laxeldi í Seyðisfirði. Þingmaður VG í kjördæminu er á sömu skoðun. Nú þurfum við formann VG og forsætisráðherra líka í liðið. Við getum ekki látið fólk standa á Austurvelli út af öllum málum, sem eru afgreidd í bakherbergjum í skjóli nætur. „Takk Magnús fyrir að benda á það augljósa“, var sagt eftir síðustu grein. Ekkert að þakka, staðreyndirnar eru augljósar. Kvíar eru langt inni á siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og akkerisfestingar þeirra mega ekki vera inni á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Skipulagsstofnun bendir skýrt á þetta í sínum niðurstöðum, en það er eins og sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi hafi lesið einhverjar aðrar niðurstöður eða loki vísvitandi augunum fyrir þessum staðreyndum. Sama má segja um snjóflóðahættuna í Selsstaðavík, sem ógnar fyrirhuguðum kvíum á þeim stað. Lítið eða ekkert hefur verið rætt um þessar alvarlegu staðreyndir á opinberum vettvangi í aðdraganda kosninga. Er það hreinlega bannað? Fyrir utan allt annað fellir þetta tvennt laxeldisáformin og hlýtur að leiða til þess að starfsleyfi verði ekki gefið út. Í staðin er hamrað á nýjum störfum og miklum peningum inn í bæinn. Þversögnin kom svo á framboðsfundi : „ ... fáum litlar tekjur af því sem er synd ...“. Hvað er í gangi? Ég man ekki betur en að Fjarðabyggð hafi kvartað í vetur yfir litlum tekjum af kvíaeldinu og ójafnri tekjuskiptingu sveitarfélaga af fiskeldinu. Hvaða miklu peninga er verið að tala um að komi inn í samfélagið á Seyðisfirði umfram það sem gerist annars staðar? Ég talaði við einn af fyrrverandi skipstjórum Gullvers. Hann sagðist í sjálfu sér ekki hafa áhyggjur að togaranum í þrengdri siglingaleið. En togarinn er bara lítið brot af stærð margra skipa, sem fara um fjörðinn. Samgöngustofa telur brýnt að ávallt sé leitað álits heimamanna og annarra, sem reglulega sigla um fjörðinn. Nei, Fiskeldi Austurlands(FA) virðist ekki hafa gert það, og telur sig ekki þurfa að svara eða útskýra neitt eða fara að neinum lögum og reglum. Það virðist allt renna sjálfkrafa í gegn hjá stofnunum ríkisins. Alla vega sagði oddviti Framsóknarflokksins á framboðsfundi: „ .. svo virðist sem fátt komi í veg fyrir að eldi fari af stað í firðinum..“ Einhverja vitneskju virðist hún hafa þó leyfi hafi ekki enn verið gefið út. Þarna væri nær að viðurkenna staðreyndir málsins og benda formanni Framsóknarflokksins, sem er innviðaráðherra landsins, á hversu harkalega er þrengt að siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og öryggi Farice-1, strengs allra landsmanna. Sá strengur er lykilhlekkur í samskiptum Íslands við umheiminn. Innviðaráðherra ber ábyrgð á hvoru tveggja. Öryggi þessara innviða er grafalvarlegt mál, sem þarf að taka föstum tökum. Gróðahyggjan má ekki ráða öllu. Sýnum virðingu og stöndum í lappirnar með meirihluta Seyðfirðinga og fjarskiptaöryggi allra landsmanna. Svo mættu kjörnir fulltrúar í Múlaþingi beina nokkrum spurningum til FA. Hvað verða heils árs störf á Seyðisfirð í alvöru mörg við fiskeldi í firðinum? Hver er gerð og stærð pramma, sem þarf við fiskeldið? Vitið þið hvað þið eruð að biðja um stórt kvía og athafnasvæði í Sörlastaðavík? Gerið þið ykkur grein fyrir þrengd fjarðarins þar sem þið farið fram á eldið? Hvert er svar ykkar við neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, sem bent er á í niðurstöðu Skipulagsstofnunar? Ætlið þið að halda áfram þvert á vilja meirihluta íbúa? Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fiskeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Takk fyrir VG í Múlaþingi að styðja okkur, sem erum andvíg laxeldi í Seyðisfirði. Þingmaður VG í kjördæminu er á sömu skoðun. Nú þurfum við formann VG og forsætisráðherra líka í liðið. Við getum ekki látið fólk standa á Austurvelli út af öllum málum, sem eru afgreidd í bakherbergjum í skjóli nætur. „Takk Magnús fyrir að benda á það augljósa“, var sagt eftir síðustu grein. Ekkert að þakka, staðreyndirnar eru augljósar. Kvíar eru langt inni á siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og akkerisfestingar þeirra mega ekki vera inni á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Skipulagsstofnun bendir skýrt á þetta í sínum niðurstöðum, en það er eins og sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi hafi lesið einhverjar aðrar niðurstöður eða loki vísvitandi augunum fyrir þessum staðreyndum. Sama má segja um snjóflóðahættuna í Selsstaðavík, sem ógnar fyrirhuguðum kvíum á þeim stað. Lítið eða ekkert hefur verið rætt um þessar alvarlegu staðreyndir á opinberum vettvangi í aðdraganda kosninga. Er það hreinlega bannað? Fyrir utan allt annað fellir þetta tvennt laxeldisáformin og hlýtur að leiða til þess að starfsleyfi verði ekki gefið út. Í staðin er hamrað á nýjum störfum og miklum peningum inn í bæinn. Þversögnin kom svo á framboðsfundi : „ ... fáum litlar tekjur af því sem er synd ...“. Hvað er í gangi? Ég man ekki betur en að Fjarðabyggð hafi kvartað í vetur yfir litlum tekjum af kvíaeldinu og ójafnri tekjuskiptingu sveitarfélaga af fiskeldinu. Hvaða miklu peninga er verið að tala um að komi inn í samfélagið á Seyðisfirði umfram það sem gerist annars staðar? Ég talaði við einn af fyrrverandi skipstjórum Gullvers. Hann sagðist í sjálfu sér ekki hafa áhyggjur að togaranum í þrengdri siglingaleið. En togarinn er bara lítið brot af stærð margra skipa, sem fara um fjörðinn. Samgöngustofa telur brýnt að ávallt sé leitað álits heimamanna og annarra, sem reglulega sigla um fjörðinn. Nei, Fiskeldi Austurlands(FA) virðist ekki hafa gert það, og telur sig ekki þurfa að svara eða útskýra neitt eða fara að neinum lögum og reglum. Það virðist allt renna sjálfkrafa í gegn hjá stofnunum ríkisins. Alla vega sagði oddviti Framsóknarflokksins á framboðsfundi: „ .. svo virðist sem fátt komi í veg fyrir að eldi fari af stað í firðinum..“ Einhverja vitneskju virðist hún hafa þó leyfi hafi ekki enn verið gefið út. Þarna væri nær að viðurkenna staðreyndir málsins og benda formanni Framsóknarflokksins, sem er innviðaráðherra landsins, á hversu harkalega er þrengt að siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og öryggi Farice-1, strengs allra landsmanna. Sá strengur er lykilhlekkur í samskiptum Íslands við umheiminn. Innviðaráðherra ber ábyrgð á hvoru tveggja. Öryggi þessara innviða er grafalvarlegt mál, sem þarf að taka föstum tökum. Gróðahyggjan má ekki ráða öllu. Sýnum virðingu og stöndum í lappirnar með meirihluta Seyðfirðinga og fjarskiptaöryggi allra landsmanna. Svo mættu kjörnir fulltrúar í Múlaþingi beina nokkrum spurningum til FA. Hvað verða heils árs störf á Seyðisfirð í alvöru mörg við fiskeldi í firðinum? Hver er gerð og stærð pramma, sem þarf við fiskeldið? Vitið þið hvað þið eruð að biðja um stórt kvía og athafnasvæði í Sörlastaðavík? Gerið þið ykkur grein fyrir þrengd fjarðarins þar sem þið farið fram á eldið? Hvert er svar ykkar við neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, sem bent er á í niðurstöðu Skipulagsstofnunar? Ætlið þið að halda áfram þvert á vilja meirihluta íbúa? Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun