Meirihlutinn sem gleymdi að byggja Einar Þorsteinsson skrifar 12. maí 2022 18:16 Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug. Ekki svarað ákallinu Nú er svo komið að íbúðir sem eru auglýstar til sölu hafa aldrei verið jafn fáar og frá því byrjað var að safna gögnum árið 2006. Fasteigna- og leiguverð í Reykjavík hefur að sama skapi aldrei verið hærra með tilheyrandi útgjaldaauka fyrir fólk. Þessi þróun gerðist ekki á einni nóttu, þetta er afleiðing af skorti á fyrirhyggju og framtíðarsýn í húsnæðismálum. Um margra árabil hefur meirihlutanum í Reykjavík verið bent á hvaða áhrif skortstefna hans í lóðamálum hefði á samfélagið. Á meðal þeirra sem hafa bent á það eru Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Samtök iðnaðarins, en verktakar hafa til að mynda ítrekað kallað eftir fleiri byggingarlóðum í borginni til að svara eftirspurn eftir húsnæði. Það er pólitísk forgangsröðum að einblína einungis þéttingu byggðar með þeim hætti sem gert hefur verið í Reykjavík. Útfærsla þéttingastefnu meirihlutans er bæði tímafrek og kostnaðarsöm og dregið athyglina frá því að úthluta nægilegum fjölda lóða til þess að byggja á. Foreldrar veðsetja ellilífeyri sinn Stundum er sagt að skuldlaust íbúðarhúsnæði sé besti lífeyrissjóðurinn. Í samtölum mínum við kjósendur undanfarnar vikur verð ég sterklega var við vonbrigði og vonleysi hjá ungu og efnaminna fólki - og ekki síður foreldrum þess. Draumur marga um eigið húsnæði í Reykjavík hefur fjarlægst með hverju árinu sem líður samhliða hærra fasteignarverði. Við þekkjum öll fjölmörg dæmi í kringum okkur, að foreldrar hafa veðsett hluta af eigin íbúðarhúsnæði til að brúa bilið fyrir börn sín - og því miður hafa ekki allir kost á slíkum stuðningi. Kaupendur fyrstu fasteigna hafa einnig þurft að skuldsetja sig miklu meira en ef eðlilega hefði verið haldið á húsnæðismálum í borginni. Það er í raun merkilegt að þessi þróun skuli eiga sér stað á 12 ára samfelldri vakt og ábyrgð jafnaðarmanna í meirihluta borgarstjórnar. Það sjá allir að sú óheillaþróun sem hefur átt sér stað á húsnæðismarkaði á ekkert skylt við alvöru og gamalgróna jafnaðarmannastefnu. Sú stefna hefur því miður verið aftengd í húsnæðismálum í Reykjavík. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Það hljómar ekki trúverðugt þegar þeir sem bera ábyrgð á árangri sem þessum eftir 12 ára valdasetu stíga nú fram fyrir kosningar og lofa bót og betrun. Slíkur málflutningur kemur of seint og það íbúðamagn sem er nú þegar í byggingu er ekki nóg. Skaðinn er skeður eins og fjölmargt fólk finnur á eigin skinni. Það er því kominn tími á breytingar í borginni. Við í Framsókn munum bretta upp ermar í þessum efnum og setja fleiri lóðaúthlutanir í algjöran forgang. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir á ári. Einnig viljum við leggja áherslu á samvinnu við ríkisvaldið til þess að ná árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð á að vera leiðandi í framboði á lóðum. Ég gef kost á mér til að leiða þá vinnu af heilindum fyrir borgarbúa og við í Framsókn óskum eftir þínum stuðningi til að gera miklu betur í húsnæðismálum borgarinnar. Það er hægt - en til þess þarf breytta forgangsröðun í ráðhúsi Reykjavíkur. Setjum X við B á kjördag. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug. Ekki svarað ákallinu Nú er svo komið að íbúðir sem eru auglýstar til sölu hafa aldrei verið jafn fáar og frá því byrjað var að safna gögnum árið 2006. Fasteigna- og leiguverð í Reykjavík hefur að sama skapi aldrei verið hærra með tilheyrandi útgjaldaauka fyrir fólk. Þessi þróun gerðist ekki á einni nóttu, þetta er afleiðing af skorti á fyrirhyggju og framtíðarsýn í húsnæðismálum. Um margra árabil hefur meirihlutanum í Reykjavík verið bent á hvaða áhrif skortstefna hans í lóðamálum hefði á samfélagið. Á meðal þeirra sem hafa bent á það eru Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Samtök iðnaðarins, en verktakar hafa til að mynda ítrekað kallað eftir fleiri byggingarlóðum í borginni til að svara eftirspurn eftir húsnæði. Það er pólitísk forgangsröðum að einblína einungis þéttingu byggðar með þeim hætti sem gert hefur verið í Reykjavík. Útfærsla þéttingastefnu meirihlutans er bæði tímafrek og kostnaðarsöm og dregið athyglina frá því að úthluta nægilegum fjölda lóða til þess að byggja á. Foreldrar veðsetja ellilífeyri sinn Stundum er sagt að skuldlaust íbúðarhúsnæði sé besti lífeyrissjóðurinn. Í samtölum mínum við kjósendur undanfarnar vikur verð ég sterklega var við vonbrigði og vonleysi hjá ungu og efnaminna fólki - og ekki síður foreldrum þess. Draumur marga um eigið húsnæði í Reykjavík hefur fjarlægst með hverju árinu sem líður samhliða hærra fasteignarverði. Við þekkjum öll fjölmörg dæmi í kringum okkur, að foreldrar hafa veðsett hluta af eigin íbúðarhúsnæði til að brúa bilið fyrir börn sín - og því miður hafa ekki allir kost á slíkum stuðningi. Kaupendur fyrstu fasteigna hafa einnig þurft að skuldsetja sig miklu meira en ef eðlilega hefði verið haldið á húsnæðismálum í borginni. Það er í raun merkilegt að þessi þróun skuli eiga sér stað á 12 ára samfelldri vakt og ábyrgð jafnaðarmanna í meirihluta borgarstjórnar. Það sjá allir að sú óheillaþróun sem hefur átt sér stað á húsnæðismarkaði á ekkert skylt við alvöru og gamalgróna jafnaðarmannastefnu. Sú stefna hefur því miður verið aftengd í húsnæðismálum í Reykjavík. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Það hljómar ekki trúverðugt þegar þeir sem bera ábyrgð á árangri sem þessum eftir 12 ára valdasetu stíga nú fram fyrir kosningar og lofa bót og betrun. Slíkur málflutningur kemur of seint og það íbúðamagn sem er nú þegar í byggingu er ekki nóg. Skaðinn er skeður eins og fjölmargt fólk finnur á eigin skinni. Það er því kominn tími á breytingar í borginni. Við í Framsókn munum bretta upp ermar í þessum efnum og setja fleiri lóðaúthlutanir í algjöran forgang. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir á ári. Einnig viljum við leggja áherslu á samvinnu við ríkisvaldið til þess að ná árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð á að vera leiðandi í framboði á lóðum. Ég gef kost á mér til að leiða þá vinnu af heilindum fyrir borgarbúa og við í Framsókn óskum eftir þínum stuðningi til að gera miklu betur í húsnæðismálum borgarinnar. Það er hægt - en til þess þarf breytta forgangsröðun í ráðhúsi Reykjavíkur. Setjum X við B á kjördag. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun