Borgin fer ekki í græna átt án þíns atkvæðis Árný Elínborg Ásgeirsdóttir skrifar 12. maí 2022 16:32 Svo það komi skýrt fram, þá skrifa ég ekki fyrir hönd neinnar hreyfingar. Þessi pistill er frekar til höfuðs þeim hreyfingum sem hyggjast snúa við grænum plönum. Nýlega hafa skoðanakannanir sýnt að meirihlutinn stendur sterkur. Við vitum samt af reynslunni að það hefur ekkert að segja. Kjósendur þeirra hreyfinga sem hafa græn plön og loftslagsmál í öndvegi, meðal annars, eiga það til að mæta síður á kjörstað. Nú þegar kannanir sýna siglingu hreyfinga sem setja grænt í forgang, þá er hætta á að fólk haldi að þetta sé í höfn. Þetta skapar enn frekar þá hættu að við græna fólkið mætum ekki. Ekki batnar það þegar yfirkjörstjórn ákveður að hafa kjördag á sama dag og Júróvisjón. Við höfum verið heppin með framsæknar hreyfingar í borginni. Hreyfingar sem taka ábyrgð, þora að taka óvinsælar ákvarðanir fyrir loftslagið og umhverfið, og gera langtíma plön um græna og nútímalega borg. Það virkar dálítið kómískt að þeir flokkar sem hafa hvað mest boðað breytingar í þessari kosningabaráttu eiga menningu og sögu um mikla íhaldssemi. Það er líklega ekki til meiri andstæða við orðið „breytingar“ en „íhald“, sama hvaða markaðsfræðilega búning hreyfingarnar klæða sig í. Þau tala um að við séum að kjósa fólk, en einstaklingar eru aldrei sterkari en fjöldinn og menningin sem þeir tilheyra. Og ríkisstjórnarflokkarnir eru þekktir fyrir mikið flokksræði. Í hvaða flokk er vísað með persónu Jóns Hjaltalín í Verbúðinni, þeim sem sá til þess að íslensk þjóð var arðrænd af auðlindum sínum? Formaður hvaða stjórnmálaafls var nýlega uppvís að rasískri framkomu? Hvaða flokkur heldur formanni sínum á valdastól þrátt fyrir uppreist æru mál, tengsl við Panama-skjölin, afglöp og vanhæfni í Íslandsbankamáli? Svona mætti lengi telja, listinn er endalaus. Ef þessir flokkar vilja breytingar, af hverju lögfesta þeir þá ekki Nýju stjórnarskrána? Og af hverju hafa þeir í staðinn barist gegn henni og þeim tímabæru breytingum sem hún hefði í för með sér? Þeir eru í ríkisstjórn, þar hafa þeir haft völd til breytinga. Ef við viljum að borgin haldi áfram að dafna í átt að grænni og nútímalegri borg, þá þurfum við að mæta til að kjósa. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara! Það er gaman að búa í Reykjavík þegar virðing er borin fyrir lífsgæðum eins og hreinu lofti, fallegum og grænum svæðum og fjölbreyttu mannlífi þar sem ábyrgðarfullar ákvarðanir eru teknar fyrir loftslagið og umhverfið. Ég hugsa að börnin séu sammála, sem fá fleiri daga til að leika sér úti, í góðum loftgæðum. Undirrituð er umhverfissinni og stjórnarskrárkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Umhverfismál Stjórnarskrá Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Svo það komi skýrt fram, þá skrifa ég ekki fyrir hönd neinnar hreyfingar. Þessi pistill er frekar til höfuðs þeim hreyfingum sem hyggjast snúa við grænum plönum. Nýlega hafa skoðanakannanir sýnt að meirihlutinn stendur sterkur. Við vitum samt af reynslunni að það hefur ekkert að segja. Kjósendur þeirra hreyfinga sem hafa græn plön og loftslagsmál í öndvegi, meðal annars, eiga það til að mæta síður á kjörstað. Nú þegar kannanir sýna siglingu hreyfinga sem setja grænt í forgang, þá er hætta á að fólk haldi að þetta sé í höfn. Þetta skapar enn frekar þá hættu að við græna fólkið mætum ekki. Ekki batnar það þegar yfirkjörstjórn ákveður að hafa kjördag á sama dag og Júróvisjón. Við höfum verið heppin með framsæknar hreyfingar í borginni. Hreyfingar sem taka ábyrgð, þora að taka óvinsælar ákvarðanir fyrir loftslagið og umhverfið, og gera langtíma plön um græna og nútímalega borg. Það virkar dálítið kómískt að þeir flokkar sem hafa hvað mest boðað breytingar í þessari kosningabaráttu eiga menningu og sögu um mikla íhaldssemi. Það er líklega ekki til meiri andstæða við orðið „breytingar“ en „íhald“, sama hvaða markaðsfræðilega búning hreyfingarnar klæða sig í. Þau tala um að við séum að kjósa fólk, en einstaklingar eru aldrei sterkari en fjöldinn og menningin sem þeir tilheyra. Og ríkisstjórnarflokkarnir eru þekktir fyrir mikið flokksræði. Í hvaða flokk er vísað með persónu Jóns Hjaltalín í Verbúðinni, þeim sem sá til þess að íslensk þjóð var arðrænd af auðlindum sínum? Formaður hvaða stjórnmálaafls var nýlega uppvís að rasískri framkomu? Hvaða flokkur heldur formanni sínum á valdastól þrátt fyrir uppreist æru mál, tengsl við Panama-skjölin, afglöp og vanhæfni í Íslandsbankamáli? Svona mætti lengi telja, listinn er endalaus. Ef þessir flokkar vilja breytingar, af hverju lögfesta þeir þá ekki Nýju stjórnarskrána? Og af hverju hafa þeir í staðinn barist gegn henni og þeim tímabæru breytingum sem hún hefði í för með sér? Þeir eru í ríkisstjórn, þar hafa þeir haft völd til breytinga. Ef við viljum að borgin haldi áfram að dafna í átt að grænni og nútímalegri borg, þá þurfum við að mæta til að kjósa. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara! Það er gaman að búa í Reykjavík þegar virðing er borin fyrir lífsgæðum eins og hreinu lofti, fallegum og grænum svæðum og fjölbreyttu mannlífi þar sem ábyrgðarfullar ákvarðanir eru teknar fyrir loftslagið og umhverfið. Ég hugsa að börnin séu sammála, sem fá fleiri daga til að leika sér úti, í góðum loftgæðum. Undirrituð er umhverfissinni og stjórnarskrárkona.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun