Hver stendur vörð um vinnustaðinn Reykjavíkurborg? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2022 14:15 Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um 11.200 starfsmenn á sínum snærum. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er því leiðandi vinnustaður sem horft er til á landinu öllu. Grundvallar atriði sem mæld eru í könnunum reglulega er vinátta á vinnustað og það hvort fólk er stolt af vinnustaðnum sínum og hvort það ber traust til yfirstjórnar. Nýleg könnun Gallup sem mælir traust almennings til opinberra stofnana sýndi að traust á borgarstjórn Reykjvíkur er lægst með 21 prósent. Forsvarsmenn í hvaða stofnun eða fyrirtæki sem væri sem fengi slíka mælingu myndu átta sig á að innan viðkomandi skipulagsheildar er stjórnunarkrísa. Traust á forystu er liður í því hvernig fólki líður á vinnustað sínum og hvort það treystir því að leiðtogar þeirra hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi og setji fram framtíðarsýn sem fólk getur fyllt sér á bák við. Það tekur tíma að byggja upp traust en það getur tekið örskotsstund að missa það niður. Lágt traust sýnir því að eitthvað er að og aðgerða er þörf. Almennt séð er það þannig að eftir því sem fólki líður betur í vinnunni því meiri líkur eru á að starfsfólk veiti góða þjónustu. Eftir því sem fólk er öruggara á vinnustaðnum sínum hugar það betur að öryggi og ef forysta er skilvirk og stuðningsrík eru meiri líkur á að starfsfólk finna fyrir vellíðan og upplifi að starf þeirra skipti máli. Þegar fólk treystir yfirstjórn þá er það vegna þess að traust hefur byggt upp á löngum tíma þar sem fólk sér að stjórnendur og leiðtogar standa við orð sín. Þeim er treystandi en það eykur bæði framleiðni í vinnu og starfsánægju. Framsókn vill standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og stuðla að því að Reykjavíkurborg verið eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður almennt vel í vinnunni. Fyrsta verkefnið er að efla traust meðal almennings því það skiptir máli fyrir alla sem bæði þá sem starfa hjá borginni en líka þá sem þiggja þjónustu frá borgar starfsmönnum. Betri vinnustaður skapar betri þjónustu. Framsókn vill efla forystu um vinnustaðinn með því að byrja á að breyta orðræðu í borgarstjórn og auka traust og samvinnu. Það er frábært fólk sem starfar hjá borginni. Við viljum að þau hafi færi á að blómstra í starfi með traust og stuðning forystunnar að leiðarljósi og við munum öll uppskera. Það er hlutverk borgarstjórnar Reykjavíkur að bæði standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og hafa eftirlit um störf og starfsemi borgarinnar með borgarbúa og landsmenn alla, þar sem Reykjvík er höfuðborg landsins, að leiðarljósi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um 11.200 starfsmenn á sínum snærum. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er því leiðandi vinnustaður sem horft er til á landinu öllu. Grundvallar atriði sem mæld eru í könnunum reglulega er vinátta á vinnustað og það hvort fólk er stolt af vinnustaðnum sínum og hvort það ber traust til yfirstjórnar. Nýleg könnun Gallup sem mælir traust almennings til opinberra stofnana sýndi að traust á borgarstjórn Reykjvíkur er lægst með 21 prósent. Forsvarsmenn í hvaða stofnun eða fyrirtæki sem væri sem fengi slíka mælingu myndu átta sig á að innan viðkomandi skipulagsheildar er stjórnunarkrísa. Traust á forystu er liður í því hvernig fólki líður á vinnustað sínum og hvort það treystir því að leiðtogar þeirra hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi og setji fram framtíðarsýn sem fólk getur fyllt sér á bák við. Það tekur tíma að byggja upp traust en það getur tekið örskotsstund að missa það niður. Lágt traust sýnir því að eitthvað er að og aðgerða er þörf. Almennt séð er það þannig að eftir því sem fólki líður betur í vinnunni því meiri líkur eru á að starfsfólk veiti góða þjónustu. Eftir því sem fólk er öruggara á vinnustaðnum sínum hugar það betur að öryggi og ef forysta er skilvirk og stuðningsrík eru meiri líkur á að starfsfólk finna fyrir vellíðan og upplifi að starf þeirra skipti máli. Þegar fólk treystir yfirstjórn þá er það vegna þess að traust hefur byggt upp á löngum tíma þar sem fólk sér að stjórnendur og leiðtogar standa við orð sín. Þeim er treystandi en það eykur bæði framleiðni í vinnu og starfsánægju. Framsókn vill standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og stuðla að því að Reykjavíkurborg verið eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður almennt vel í vinnunni. Fyrsta verkefnið er að efla traust meðal almennings því það skiptir máli fyrir alla sem bæði þá sem starfa hjá borginni en líka þá sem þiggja þjónustu frá borgar starfsmönnum. Betri vinnustaður skapar betri þjónustu. Framsókn vill efla forystu um vinnustaðinn með því að byrja á að breyta orðræðu í borgarstjórn og auka traust og samvinnu. Það er frábært fólk sem starfar hjá borginni. Við viljum að þau hafi færi á að blómstra í starfi með traust og stuðning forystunnar að leiðarljósi og við munum öll uppskera. Það er hlutverk borgarstjórnar Reykjavíkur að bæði standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og hafa eftirlit um störf og starfsemi borgarinnar með borgarbúa og landsmenn alla, þar sem Reykjvík er höfuðborg landsins, að leiðarljósi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar