Hver stendur vörð um vinnustaðinn Reykjavíkurborg? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2022 14:15 Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um 11.200 starfsmenn á sínum snærum. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er því leiðandi vinnustaður sem horft er til á landinu öllu. Grundvallar atriði sem mæld eru í könnunum reglulega er vinátta á vinnustað og það hvort fólk er stolt af vinnustaðnum sínum og hvort það ber traust til yfirstjórnar. Nýleg könnun Gallup sem mælir traust almennings til opinberra stofnana sýndi að traust á borgarstjórn Reykjvíkur er lægst með 21 prósent. Forsvarsmenn í hvaða stofnun eða fyrirtæki sem væri sem fengi slíka mælingu myndu átta sig á að innan viðkomandi skipulagsheildar er stjórnunarkrísa. Traust á forystu er liður í því hvernig fólki líður á vinnustað sínum og hvort það treystir því að leiðtogar þeirra hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi og setji fram framtíðarsýn sem fólk getur fyllt sér á bák við. Það tekur tíma að byggja upp traust en það getur tekið örskotsstund að missa það niður. Lágt traust sýnir því að eitthvað er að og aðgerða er þörf. Almennt séð er það þannig að eftir því sem fólki líður betur í vinnunni því meiri líkur eru á að starfsfólk veiti góða þjónustu. Eftir því sem fólk er öruggara á vinnustaðnum sínum hugar það betur að öryggi og ef forysta er skilvirk og stuðningsrík eru meiri líkur á að starfsfólk finna fyrir vellíðan og upplifi að starf þeirra skipti máli. Þegar fólk treystir yfirstjórn þá er það vegna þess að traust hefur byggt upp á löngum tíma þar sem fólk sér að stjórnendur og leiðtogar standa við orð sín. Þeim er treystandi en það eykur bæði framleiðni í vinnu og starfsánægju. Framsókn vill standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og stuðla að því að Reykjavíkurborg verið eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður almennt vel í vinnunni. Fyrsta verkefnið er að efla traust meðal almennings því það skiptir máli fyrir alla sem bæði þá sem starfa hjá borginni en líka þá sem þiggja þjónustu frá borgar starfsmönnum. Betri vinnustaður skapar betri þjónustu. Framsókn vill efla forystu um vinnustaðinn með því að byrja á að breyta orðræðu í borgarstjórn og auka traust og samvinnu. Það er frábært fólk sem starfar hjá borginni. Við viljum að þau hafi færi á að blómstra í starfi með traust og stuðning forystunnar að leiðarljósi og við munum öll uppskera. Það er hlutverk borgarstjórnar Reykjavíkur að bæði standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og hafa eftirlit um störf og starfsemi borgarinnar með borgarbúa og landsmenn alla, þar sem Reykjvík er höfuðborg landsins, að leiðarljósi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um 11.200 starfsmenn á sínum snærum. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er því leiðandi vinnustaður sem horft er til á landinu öllu. Grundvallar atriði sem mæld eru í könnunum reglulega er vinátta á vinnustað og það hvort fólk er stolt af vinnustaðnum sínum og hvort það ber traust til yfirstjórnar. Nýleg könnun Gallup sem mælir traust almennings til opinberra stofnana sýndi að traust á borgarstjórn Reykjvíkur er lægst með 21 prósent. Forsvarsmenn í hvaða stofnun eða fyrirtæki sem væri sem fengi slíka mælingu myndu átta sig á að innan viðkomandi skipulagsheildar er stjórnunarkrísa. Traust á forystu er liður í því hvernig fólki líður á vinnustað sínum og hvort það treystir því að leiðtogar þeirra hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi og setji fram framtíðarsýn sem fólk getur fyllt sér á bák við. Það tekur tíma að byggja upp traust en það getur tekið örskotsstund að missa það niður. Lágt traust sýnir því að eitthvað er að og aðgerða er þörf. Almennt séð er það þannig að eftir því sem fólki líður betur í vinnunni því meiri líkur eru á að starfsfólk veiti góða þjónustu. Eftir því sem fólk er öruggara á vinnustaðnum sínum hugar það betur að öryggi og ef forysta er skilvirk og stuðningsrík eru meiri líkur á að starfsfólk finna fyrir vellíðan og upplifi að starf þeirra skipti máli. Þegar fólk treystir yfirstjórn þá er það vegna þess að traust hefur byggt upp á löngum tíma þar sem fólk sér að stjórnendur og leiðtogar standa við orð sín. Þeim er treystandi en það eykur bæði framleiðni í vinnu og starfsánægju. Framsókn vill standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og stuðla að því að Reykjavíkurborg verið eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður almennt vel í vinnunni. Fyrsta verkefnið er að efla traust meðal almennings því það skiptir máli fyrir alla sem bæði þá sem starfa hjá borginni en líka þá sem þiggja þjónustu frá borgar starfsmönnum. Betri vinnustaður skapar betri þjónustu. Framsókn vill efla forystu um vinnustaðinn með því að byrja á að breyta orðræðu í borgarstjórn og auka traust og samvinnu. Það er frábært fólk sem starfar hjá borginni. Við viljum að þau hafi færi á að blómstra í starfi með traust og stuðning forystunnar að leiðarljósi og við munum öll uppskera. Það er hlutverk borgarstjórnar Reykjavíkur að bæði standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og hafa eftirlit um störf og starfsemi borgarinnar með borgarbúa og landsmenn alla, þar sem Reykjvík er höfuðborg landsins, að leiðarljósi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar