Eflum þjónustu dagmæðra X-U Harpa Björg Sævarsdóttir skrifar 11. maí 2022 07:16 Dagvistunarúrræði hafa verið í brennidepli í Reykjanesbæ undanfarin ár. Áform hafa verið uppi um ungbarnaleiksskóla í lengri tíma en lítið að frétta í þeim málum. Bærinn hefur átt í fullu fangi við að taka á móti ört stækkandi hópi barna. Reykjanesbær er í örum vexti og þess má vænta að því fylgi vaxtarverkir. Þegar ástandið er orðið þannig að nýbakaðir foreldrar eru orðnir tekjulitlir eftir fæðingarorlof þar sem það eru engin önnur vistunarúrræði fyrir gullmolana en að pabbi eða mamma séu heima þá þarf að skoða ofan í kjölin hvernig við hugsum okkur framtíðina í leikskólamálum. Svo áratugum skiptir hafa dagforeldrar tekið á móti litlum krílum og veitt þeim dagheimili á meðan foreldrar sækja vinnu eða skóla. Þetta úrræði er nauðsynlegur hlekkur fyrir börn og foreldra og einnig fyrir atvinnurekendur sem gera ráð fyrir að starfskraftur snúi til fyrri starfa að fæðingarorlofi loknu. Fyrir nokkrum árum fækkaði mjög í hópi dagforeldra og var það þungt högg fyrir nýbakaða foreldra að geta ekki treyst á að koma barni sínu að. Umbót með skýra framtíðasýn fyrir vistun yngstu barnanna Ef við ætlum að byggja upp fjölskylduvænt bæjarfélag þá er nauðsynlegt að við bjóðum upp á vistunarúrræði fyrir börn sem hægt er að treysta á. Það er mikilvægt að styrkja þá þjónustu sem þegar er í boði hjá dagforeldrum og sjá til þess að foreldrar hafi aðgang að þjónustu þeirra. Það þarf að stuðla að uppbyggingu og endurnýjun í starfsstéttinni. Ég hef fylgst með starfssemi dagforeldris í tugi ára, móðir mín hefur unnið sem dagmóðir síðastliðna þrjá áratugi. Á þessum tíma hafa forsvarsmenn starfsstéttarinnar margoft tekist á við bæjaryfirvöld vegna þeirra framlags til vistunar á móti foreldrum. Í hvert sinn hefur verið kannað hvernig sambærileg bæjarfélög hafa hagað þeim málum og alltaf hefur Reykjanesbær verið lægri. Vistunarúrræði sem þessi eru bæjarfélaginu mun ódýrari en leiksskólaplássið á hvert barn. Þrátt fyrir það er kostnaður foreldra mun hærri. Þarna er hægt að gera betur fyrir ekki svo margar krónur. Það þarf að minnka munin á verði leikskólavistunar og vistunar hjá dagforeldri. Umbót ætlar að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo auka megi þjónustuna Það þarf að auka stuðning við rekstur dagforeldra. Fæstir dagforeldrar ná að greiða sér lágmarkslaun af þeim tekjum sem koma inn. Gjaldið felur í sér aðstöðu, húsbúnað og fæði svo eitthvað sé nefnt, að undanskyldum leikföngum. Það ætti því að vera lágmarkskrafa okkar að dagforeldri geti greitt sér laun sem sæma starfsstéttinni. Til þess að það geti gerst þarf gjaldið að hækka en á móti má það ekki koma niður á foreldrum. Við í Umbót viljum að farið verði í kjölinn á þessu mikilvæga vistunarúrræði og bærinn okkar sýni fordæmi með því að auka verulega fjárframlög til dagvistunarurræðis dagmæðra. Auka þarf stuðning við starfsstéttina með fjölbreyttum hætti. Eins og staðan er í dag er starfsemi þeirra mikilvægasti hlekkurinn í því að foreldrar ungbarna geti snúið til fyrri starfa eða náms að fæðingarorlofi loknu. Kæri kjósandi. Vertu í liði með okkur að efla þjónustu dagmæðra. Þinn stuðningur skiptir máli. X-U. Höfundur skipar 14. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Dagvistunarúrræði hafa verið í brennidepli í Reykjanesbæ undanfarin ár. Áform hafa verið uppi um ungbarnaleiksskóla í lengri tíma en lítið að frétta í þeim málum. Bærinn hefur átt í fullu fangi við að taka á móti ört stækkandi hópi barna. Reykjanesbær er í örum vexti og þess má vænta að því fylgi vaxtarverkir. Þegar ástandið er orðið þannig að nýbakaðir foreldrar eru orðnir tekjulitlir eftir fæðingarorlof þar sem það eru engin önnur vistunarúrræði fyrir gullmolana en að pabbi eða mamma séu heima þá þarf að skoða ofan í kjölin hvernig við hugsum okkur framtíðina í leikskólamálum. Svo áratugum skiptir hafa dagforeldrar tekið á móti litlum krílum og veitt þeim dagheimili á meðan foreldrar sækja vinnu eða skóla. Þetta úrræði er nauðsynlegur hlekkur fyrir börn og foreldra og einnig fyrir atvinnurekendur sem gera ráð fyrir að starfskraftur snúi til fyrri starfa að fæðingarorlofi loknu. Fyrir nokkrum árum fækkaði mjög í hópi dagforeldra og var það þungt högg fyrir nýbakaða foreldra að geta ekki treyst á að koma barni sínu að. Umbót með skýra framtíðasýn fyrir vistun yngstu barnanna Ef við ætlum að byggja upp fjölskylduvænt bæjarfélag þá er nauðsynlegt að við bjóðum upp á vistunarúrræði fyrir börn sem hægt er að treysta á. Það er mikilvægt að styrkja þá þjónustu sem þegar er í boði hjá dagforeldrum og sjá til þess að foreldrar hafi aðgang að þjónustu þeirra. Það þarf að stuðla að uppbyggingu og endurnýjun í starfsstéttinni. Ég hef fylgst með starfssemi dagforeldris í tugi ára, móðir mín hefur unnið sem dagmóðir síðastliðna þrjá áratugi. Á þessum tíma hafa forsvarsmenn starfsstéttarinnar margoft tekist á við bæjaryfirvöld vegna þeirra framlags til vistunar á móti foreldrum. Í hvert sinn hefur verið kannað hvernig sambærileg bæjarfélög hafa hagað þeim málum og alltaf hefur Reykjanesbær verið lægri. Vistunarúrræði sem þessi eru bæjarfélaginu mun ódýrari en leiksskólaplássið á hvert barn. Þrátt fyrir það er kostnaður foreldra mun hærri. Þarna er hægt að gera betur fyrir ekki svo margar krónur. Það þarf að minnka munin á verði leikskólavistunar og vistunar hjá dagforeldri. Umbót ætlar að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo auka megi þjónustuna Það þarf að auka stuðning við rekstur dagforeldra. Fæstir dagforeldrar ná að greiða sér lágmarkslaun af þeim tekjum sem koma inn. Gjaldið felur í sér aðstöðu, húsbúnað og fæði svo eitthvað sé nefnt, að undanskyldum leikföngum. Það ætti því að vera lágmarkskrafa okkar að dagforeldri geti greitt sér laun sem sæma starfsstéttinni. Til þess að það geti gerst þarf gjaldið að hækka en á móti má það ekki koma niður á foreldrum. Við í Umbót viljum að farið verði í kjölinn á þessu mikilvæga vistunarúrræði og bærinn okkar sýni fordæmi með því að auka verulega fjárframlög til dagvistunarurræðis dagmæðra. Auka þarf stuðning við starfsstéttina með fjölbreyttum hætti. Eins og staðan er í dag er starfsemi þeirra mikilvægasti hlekkurinn í því að foreldrar ungbarna geti snúið til fyrri starfa eða náms að fæðingarorlofi loknu. Kæri kjósandi. Vertu í liði með okkur að efla þjónustu dagmæðra. Þinn stuðningur skiptir máli. X-U. Höfundur skipar 14. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun