Samgöngur fyrir alla Svavar Guðmundsson skrifar 9. maí 2022 17:00 Samgöngumál eru flestum borgarbúum afar hugleikin þar sem góðar samgöngur eru lykillinn að því að komast farsællega um í umhverfi sínu án erfiðis. Blindir og sjónskertir eins og aðrir eru þar engin undantekning. Sá hópur er líka hluti af samfélaginu og þarf að komast um það eins og aðrir á degi hverjum. En ansi illa gengur mér oft að komast um í litlu fallegu höfuðborginni minni, samanborið við höfuðborgirnar á Norðurlöndunum og víðar, en ég bý ekki þar. Það er þannig í öllum höfuðborgum Norðurlandanna, Bretlandi, Spáni og víðar þar sem ég hef farið um undanfarin ár upplifi ég mig mjög öruggan í umferðinni og daglegur pirringur í lágmarki fyrir vikið. Ástæðan er einföld, það eru HLJÓÐMERKI við hverja einustu gangbraut í þessum borgum, en með hljóðmerkinu getur maður virkjað umferðarljósin, stöðvað umferðina til að komast yfir götuna og um leið aukið allt öryggi sitt að komast leiðar sinnar. Í Reykjavík heyrir það frekar til undantekningar ef hljóðmerkjabox eru við gangbrautir. Þó örlítið hafi hljóðmerkjunum fjölgað í einstaka póstnúmerum undanfarin ár. Þá þarf algera hugarfarsbreytingu og átak í að fjölga þeim svo auðveldara og öruggara verði að komast um borgina fyrir börn, aldraða, blinda og sjónskerta og bara alla. Ég hef áður fjallað um þetta bráðbrýna öryggismál, og auk þess talað við nokkra núverandi borgarfulltrúa og yfirmenn framkvæmda í samgöngumálum í borginni. Sýnilegur árangur er enn ósýnilegur, sem er bara sorglega sorglegt hvernig sem á það er litið. Svo dæmi séu tekin af nokkrum stórgötum borgarinnar eru t.a.m. engin hljóðmerki í öllu Borgartúninu, stórum hluta Geirsgötu og Sæbrautar, Laugavegi, Hverfisgötu, svo fátt eitt sé talið, í raun út um alla borg. Ekkert er síðan hljóðmerkið í hliðargötum borgarinnar. Það er sko ekkert grín að komast yfir þessar götur á álagstíma skal ég segja þér maður minn sæll, og það þarf ákveðið magn af hugrekki í bland við slatta af kæruleysi að treysta á að hver bílstjóri sé með fulla athygli við aksturinn, og það er oft fjarri lagi í „hendi“. Hvernig fer ég síðan yfir götu sem lögblindur maður í litlu höfuðborginni minni, ef ekkert er hljóðmerki við gangbrautina sem ég fann. Það hefur líka oft tekið ansi hraustlega á athyglisgáfu mína og þolinmæði að finna gangbraut, því það er ekki sjálfgefið að hún sé í götunni sem ég er að reyna komast yfir. Í fyrsta lagi líður mér eins og ég sé fimmta stigs undirmáls borgarbúi, skítstressaður með ljón í hnakkanum, finn til ótta, sem hleypir upp blóðþrýstingi, púls og aðrir streitufaktorar fara á stjá af öllu afli. Ég nota því blindrastaf minn, reyni að hafa hann í augnhæð bílstjórana, treysti á Guð og einkason hans og að sími bílstjórans sé hleðslulaus. Ég grátbið ykkur því, verðandi borgarfulltrúar að leggja ykkur öll fram í að ímynda ykkur að maður þurfi að setja sig í þessar ömurlegu aðstæður á degi hverjum í litlu höfuðborginni okkar. Og vittu til frambjóðandi góður, þetta hefur fjári oft staði ansi tæpt, en á þeim ögurstundum hafa þeir himnafeðgar staðið þétt við hlið mér og gripið inn í lífshættulegar aðstæður. Ég hugsa að hægt sé að kaupa allt að 10 hljóðmerkjabox fyrir andvirði einmanna danska puntstrásins sem hríslast fyrir utan braggann fræga í Nauthólsvík, svo ódýr eru þau. Hljóðmerki við hverja gangbraut er ekki einungis fyrir sjóndapran borgarbúa eins og mig heldur alla gangandi vegfarendur og þetta er ekki einhver framandi lúxus, þetta er krafa um lágmarksöryggi gangandi vegfarenda. Því miður höfum við alltof mörg sorgleg dæmi þar sem keyrt hefur verið á gangandi vegfarendur og bæði banaslys og alvarleg slys hlotist af og ofmörg eru þau dæmi nýleg. Kostnaður við að hljóðmerkjavæða umferðaþyngstu póstnúmerin í borginni ætti að vera óverulegur og þar hjálpar mikið til hversu fáar gangbrautir eru í sumum helstu götum borgarinnar. Sem dæmi í umræddu Borgartúni eru einungis um 3 gangbrautir og í öllum Síðumúlanum og Ármílanum eru þær einungis tvær í hvorri götu, og þessar götur eru ekki upp í afdal, þær eru með helstu umferðarvegspottum innan borgarmarkanna. Það er hinn mesti sómi hverrar borgar að hafa gangbrautir sýnilegar og hljóðmerki við þær alveg eins og bílar sem stoppa við gatnamót þá eiga þeir að stoppa líka við gangbrautarljós sem stýrt er af þeim sem yfir hana fara. Þetta er ekki flókið, þetta er frekar einfalt fyrir alla að skilja. Stjórnmálin hafa æ oftar tilhneigingu til að rífast um það sem minnstu máli skiptir þannig að um þetta mál þarf enginn að rífast, það þarf að ganga í málið og hugsa eins og Lína Langsokkur, gera það með sóma. Það er tilgangslaust að tala um Sundabraut, Borgarlínu eða hvernig á að fara út með rusluð í borginni ef gangandi vegfarendur, blindir og sjónskertir, sem keyra ekki um á sínum einkabíl og akstursþjónustan er stundum íþyngjandi og seinvirk og kostar peninga. Þess vegna er það gríðarleg samgöngubót fyrir okkur sjónskerta og blinda fólkið að komast á öruggan og afslappandi hátt, gangandi leiðar okkar. Þar sem aðgerðir þola enga bið bjóðumst við nokkrir félagsmenn Blindrafélagsins til að setja upp 150 hljóðmerki og mála 90 gangbrautir þar sem þörfin er hvað brýnust, getum byrjað strax. Launakröfur eru hálf borgarfulltrúalaun á framkvæmdatíma, sem við áætlum 7 vikur og heitur matur í hádeiginu. Hin krafan er að við þurfum stiga og pallbíl frá borginni og bílstjóra til að koma okkur á staðinn, þar sem enginn okkar keyrir bíl vegna sjónleysis. Sagt er að sjónin búi í hugsuninni, það er rétt, og ekki síður býr hún í fótum blinds manns. Við blinda og sjóndapra fólkið höfum svo sannarlega reynt það á eigin fótum undanfarið hvað það er að sjá ekki niður fyrir fætur sínar. Því ítrekað erum við að slasa okkur á höndum, fótum og höfði þar sem út um alla borg og hvar sem við förum um, eru Rafhlaupahjól liggjandi í gangvegi okkar eins og hvert annað járnarusl, þetta er hinn versti borgarósómi. Ofdekur elur af sér skilningsleysi sagði við mig sænskur háaldraður vinur minn nýlega, alveg var ég honum sammála.. Hann sagði þetta af ástæðu, þar sem hann tjáði mér að þeir sem leigja sér rafhlaupahjól í Svíþjóð hætta ekki að greiða fyrir notkun þess fyrr en leigutaki er búinn að skila því þannig af sér að hjólið sé ekki fyrir neinum og sómasamlega frá því gengið og skal það staðfest með mynd. Þeir kunnu ekkert með það að fara áður sagði hann. Í Danmörku er búið að banna þessi rafhlaupahjól. Aðrar þjóðir eru búnar að takmarka notkun þeirra hressilega, ekki síst út af glæfraakstri leigutaka og slysahættu. Hérlendis er þessi stjórnlausa hjóla ómenning fyrst og fremst vanvirðing við heilbrigðisstarfsfólk, sjóndapra og blinda. Fyrirtækið, þ.e. leigusali hjólanna getur vart annað en farið fljótt „hjálmlaust“ á höfuðið miðað við hvernig leigutakar ganga um eigur þess. Hvað ætlar þú að gera verðandi borgarfulltrúi í framangreindum samgöngumálum, náir þú kjöri? Fyrir hönd nokkurra einstaklinga sem eru áhugasamir félagsmenn í Blindrafélaginu. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samgöngumál eru flestum borgarbúum afar hugleikin þar sem góðar samgöngur eru lykillinn að því að komast farsællega um í umhverfi sínu án erfiðis. Blindir og sjónskertir eins og aðrir eru þar engin undantekning. Sá hópur er líka hluti af samfélaginu og þarf að komast um það eins og aðrir á degi hverjum. En ansi illa gengur mér oft að komast um í litlu fallegu höfuðborginni minni, samanborið við höfuðborgirnar á Norðurlöndunum og víðar, en ég bý ekki þar. Það er þannig í öllum höfuðborgum Norðurlandanna, Bretlandi, Spáni og víðar þar sem ég hef farið um undanfarin ár upplifi ég mig mjög öruggan í umferðinni og daglegur pirringur í lágmarki fyrir vikið. Ástæðan er einföld, það eru HLJÓÐMERKI við hverja einustu gangbraut í þessum borgum, en með hljóðmerkinu getur maður virkjað umferðarljósin, stöðvað umferðina til að komast yfir götuna og um leið aukið allt öryggi sitt að komast leiðar sinnar. Í Reykjavík heyrir það frekar til undantekningar ef hljóðmerkjabox eru við gangbrautir. Þó örlítið hafi hljóðmerkjunum fjölgað í einstaka póstnúmerum undanfarin ár. Þá þarf algera hugarfarsbreytingu og átak í að fjölga þeim svo auðveldara og öruggara verði að komast um borgina fyrir börn, aldraða, blinda og sjónskerta og bara alla. Ég hef áður fjallað um þetta bráðbrýna öryggismál, og auk þess talað við nokkra núverandi borgarfulltrúa og yfirmenn framkvæmda í samgöngumálum í borginni. Sýnilegur árangur er enn ósýnilegur, sem er bara sorglega sorglegt hvernig sem á það er litið. Svo dæmi séu tekin af nokkrum stórgötum borgarinnar eru t.a.m. engin hljóðmerki í öllu Borgartúninu, stórum hluta Geirsgötu og Sæbrautar, Laugavegi, Hverfisgötu, svo fátt eitt sé talið, í raun út um alla borg. Ekkert er síðan hljóðmerkið í hliðargötum borgarinnar. Það er sko ekkert grín að komast yfir þessar götur á álagstíma skal ég segja þér maður minn sæll, og það þarf ákveðið magn af hugrekki í bland við slatta af kæruleysi að treysta á að hver bílstjóri sé með fulla athygli við aksturinn, og það er oft fjarri lagi í „hendi“. Hvernig fer ég síðan yfir götu sem lögblindur maður í litlu höfuðborginni minni, ef ekkert er hljóðmerki við gangbrautina sem ég fann. Það hefur líka oft tekið ansi hraustlega á athyglisgáfu mína og þolinmæði að finna gangbraut, því það er ekki sjálfgefið að hún sé í götunni sem ég er að reyna komast yfir. Í fyrsta lagi líður mér eins og ég sé fimmta stigs undirmáls borgarbúi, skítstressaður með ljón í hnakkanum, finn til ótta, sem hleypir upp blóðþrýstingi, púls og aðrir streitufaktorar fara á stjá af öllu afli. Ég nota því blindrastaf minn, reyni að hafa hann í augnhæð bílstjórana, treysti á Guð og einkason hans og að sími bílstjórans sé hleðslulaus. Ég grátbið ykkur því, verðandi borgarfulltrúar að leggja ykkur öll fram í að ímynda ykkur að maður þurfi að setja sig í þessar ömurlegu aðstæður á degi hverjum í litlu höfuðborginni okkar. Og vittu til frambjóðandi góður, þetta hefur fjári oft staði ansi tæpt, en á þeim ögurstundum hafa þeir himnafeðgar staðið þétt við hlið mér og gripið inn í lífshættulegar aðstæður. Ég hugsa að hægt sé að kaupa allt að 10 hljóðmerkjabox fyrir andvirði einmanna danska puntstrásins sem hríslast fyrir utan braggann fræga í Nauthólsvík, svo ódýr eru þau. Hljóðmerki við hverja gangbraut er ekki einungis fyrir sjóndapran borgarbúa eins og mig heldur alla gangandi vegfarendur og þetta er ekki einhver framandi lúxus, þetta er krafa um lágmarksöryggi gangandi vegfarenda. Því miður höfum við alltof mörg sorgleg dæmi þar sem keyrt hefur verið á gangandi vegfarendur og bæði banaslys og alvarleg slys hlotist af og ofmörg eru þau dæmi nýleg. Kostnaður við að hljóðmerkjavæða umferðaþyngstu póstnúmerin í borginni ætti að vera óverulegur og þar hjálpar mikið til hversu fáar gangbrautir eru í sumum helstu götum borgarinnar. Sem dæmi í umræddu Borgartúni eru einungis um 3 gangbrautir og í öllum Síðumúlanum og Ármílanum eru þær einungis tvær í hvorri götu, og þessar götur eru ekki upp í afdal, þær eru með helstu umferðarvegspottum innan borgarmarkanna. Það er hinn mesti sómi hverrar borgar að hafa gangbrautir sýnilegar og hljóðmerki við þær alveg eins og bílar sem stoppa við gatnamót þá eiga þeir að stoppa líka við gangbrautarljós sem stýrt er af þeim sem yfir hana fara. Þetta er ekki flókið, þetta er frekar einfalt fyrir alla að skilja. Stjórnmálin hafa æ oftar tilhneigingu til að rífast um það sem minnstu máli skiptir þannig að um þetta mál þarf enginn að rífast, það þarf að ganga í málið og hugsa eins og Lína Langsokkur, gera það með sóma. Það er tilgangslaust að tala um Sundabraut, Borgarlínu eða hvernig á að fara út með rusluð í borginni ef gangandi vegfarendur, blindir og sjónskertir, sem keyra ekki um á sínum einkabíl og akstursþjónustan er stundum íþyngjandi og seinvirk og kostar peninga. Þess vegna er það gríðarleg samgöngubót fyrir okkur sjónskerta og blinda fólkið að komast á öruggan og afslappandi hátt, gangandi leiðar okkar. Þar sem aðgerðir þola enga bið bjóðumst við nokkrir félagsmenn Blindrafélagsins til að setja upp 150 hljóðmerki og mála 90 gangbrautir þar sem þörfin er hvað brýnust, getum byrjað strax. Launakröfur eru hálf borgarfulltrúalaun á framkvæmdatíma, sem við áætlum 7 vikur og heitur matur í hádeiginu. Hin krafan er að við þurfum stiga og pallbíl frá borginni og bílstjóra til að koma okkur á staðinn, þar sem enginn okkar keyrir bíl vegna sjónleysis. Sagt er að sjónin búi í hugsuninni, það er rétt, og ekki síður býr hún í fótum blinds manns. Við blinda og sjóndapra fólkið höfum svo sannarlega reynt það á eigin fótum undanfarið hvað það er að sjá ekki niður fyrir fætur sínar. Því ítrekað erum við að slasa okkur á höndum, fótum og höfði þar sem út um alla borg og hvar sem við förum um, eru Rafhlaupahjól liggjandi í gangvegi okkar eins og hvert annað járnarusl, þetta er hinn versti borgarósómi. Ofdekur elur af sér skilningsleysi sagði við mig sænskur háaldraður vinur minn nýlega, alveg var ég honum sammála.. Hann sagði þetta af ástæðu, þar sem hann tjáði mér að þeir sem leigja sér rafhlaupahjól í Svíþjóð hætta ekki að greiða fyrir notkun þess fyrr en leigutaki er búinn að skila því þannig af sér að hjólið sé ekki fyrir neinum og sómasamlega frá því gengið og skal það staðfest með mynd. Þeir kunnu ekkert með það að fara áður sagði hann. Í Danmörku er búið að banna þessi rafhlaupahjól. Aðrar þjóðir eru búnar að takmarka notkun þeirra hressilega, ekki síst út af glæfraakstri leigutaka og slysahættu. Hérlendis er þessi stjórnlausa hjóla ómenning fyrst og fremst vanvirðing við heilbrigðisstarfsfólk, sjóndapra og blinda. Fyrirtækið, þ.e. leigusali hjólanna getur vart annað en farið fljótt „hjálmlaust“ á höfuðið miðað við hvernig leigutakar ganga um eigur þess. Hvað ætlar þú að gera verðandi borgarfulltrúi í framangreindum samgöngumálum, náir þú kjöri? Fyrir hönd nokkurra einstaklinga sem eru áhugasamir félagsmenn í Blindrafélaginu. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar