Kári Jónsson: Ekki fallegt en mjög skemmtilegt Hjörvar Ólafsson skrifar 6. maí 2022 23:10 Kári Jónsson skilaði sínu í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Kári Jónsson skoraði 12 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók fimm fráköst þegar Valur fór með sigur af hólmi í fyrsta leik sínum við Tindastól í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. „Þetta var kannski ekki fallegasti körfubolti sem spilaður hefur verið en þetta var ansi skemmtilegt engu að síður. Það er frábært að hafa náð að landa sigiri og komast í forystu eftir þennan mikla baráttuleik," sagði Kári Jónsson, leikstjórnandi Vals eftir nauman 80-79 sigur Híðarendaliðsins í fyrsta leik sínum við Tindastól í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. „Við náðum upp hörku vörn og fengum auðveldar körfur í kjölfarið. Svo var Kristófer drjúgur fyrir okkur á báðum endum vallarins. Þetta eru tvö mjög góð varnarlið og því má ekki búast við neinum flugeldasýningum hvað stigaskor varðar í þessum leikjum," sagði Kári enn fremur. „Það var geggjað að spila hérna í kvöld, stemmingin var frábær og spennnustigið hátt í samræmi við það. Það var hart barist sem er bara geggjað og það var mjög gaman að spila þennan leik," sagði hann. Tindastóll fékk tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn í lokasókn leiksins en Kári segir að hann hafi fengið lítinn tíma til að hugsa eitthvað þegar skotin riðu af: „Maður er alltaf bara í einhverju adrenalíni að vona að þetta fari ekki niður. Það er enginn tími til að hugsa eitthvað sérstakt. Ég er bara sáttur við að þetta datt okkar megin í kvöld," sagði Valsarinn kampakátur. Kári fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Bára Dröfn Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
„Þetta var kannski ekki fallegasti körfubolti sem spilaður hefur verið en þetta var ansi skemmtilegt engu að síður. Það er frábært að hafa náð að landa sigiri og komast í forystu eftir þennan mikla baráttuleik," sagði Kári Jónsson, leikstjórnandi Vals eftir nauman 80-79 sigur Híðarendaliðsins í fyrsta leik sínum við Tindastól í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. „Við náðum upp hörku vörn og fengum auðveldar körfur í kjölfarið. Svo var Kristófer drjúgur fyrir okkur á báðum endum vallarins. Þetta eru tvö mjög góð varnarlið og því má ekki búast við neinum flugeldasýningum hvað stigaskor varðar í þessum leikjum," sagði Kári enn fremur. „Það var geggjað að spila hérna í kvöld, stemmingin var frábær og spennnustigið hátt í samræmi við það. Það var hart barist sem er bara geggjað og það var mjög gaman að spila þennan leik," sagði hann. Tindastóll fékk tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn í lokasókn leiksins en Kári segir að hann hafi fengið lítinn tíma til að hugsa eitthvað þegar skotin riðu af: „Maður er alltaf bara í einhverju adrenalíni að vona að þetta fari ekki niður. Það er enginn tími til að hugsa eitthvað sérstakt. Ég er bara sáttur við að þetta datt okkar megin í kvöld," sagði Valsarinn kampakátur. Kári fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Bára Dröfn Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira