Samgöngu-stríðsyfirlýsingar núverandi meirihluta í Reykjavík Rúnar Sigurjónsson skrifar 6. maí 2022 12:01 Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að ákveða fyrir fólk hvernig það ferðast á milli staða. Í þeirra verkahring er að greiða götu þeirra samgöngumáta sem íbúarnir kunna að velja sér. Jafnframt er eðlilegt að stjórnmálamenn skapi jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta almenningssamgöngur, hjólreiðar, gönguleiðir, rafskutlur og aðra ferðamáta fyrir þá sem það geta og vilja. Samgöngumál eru mörgum Reykvíkingum og gestum í Borginni ofarlega í huga, enda þurfa þeir daglega að berjast við að komast leiðar sinnar eftir gatnakerfi sem virðist löngu sprungið. Núverandi borgaryfirvöld einblína á fokdýrt borgarlínukerfi sem taka mun mörg ár og jafnvel áratugi að koma á koppinn, ef það verður þá nokkurn tíma fullgert. Tæknin stendur nefnilega ekki í stað. Hvort svo íbúarnir muni nýta sér þennan samgöngumáta skal ósagt látið, enda hafa þeir lengi haft bílinn í þjónustu sinni. Hann er hið örugga samgöngutæki sem hlífir fólki gegn óblíðri veðráttu og á að geta flutt það fljótt og örugglega á milli staða. En til þess þarf gatnakerfið að vera skilvirkt og er það á ábyrgð borgaryfirvalda að svo sé. Því miður eru margir ágallar á núverandi kerfi og margir kannast við ástandið á álagstímum. Kemur þar margt til. Umferðarljósum er ekki rétt stýrt, óþarfa þrengingum hefur verið komið upp og hraði lækkaður niður í 30 km á gömlum stofnbrautum. Jafnframt hefur bílastæðum markvist verið fækkað í borginni sem takmarkað hefur aðgengi öryrkja og eldri borgara og margra annarra að ákveðnum borgarhlutum eins og í miðbænum. Vísvitandi tafir og seinagangur borgaryfirvalda Alvarlegastur er þó sá seinagangur sem verið hefur í uppbyggingu þeirra umferðarmannvirkja sem stórbæta myndu umferðarflæðið í borginni. Hér má sérstaklega nefna mislæg gatnamót á horni Breiðholtsbrautar og Bústaðavegar, en sú einfalda lausn myndi losa um mengandi umferðarstíflur sem oft teppa stóran hluta stofnbrauta í næsta nágrenni. Á sama tíma og núverandi borgaryfirvöld eru stöðugt minnt á löngu svikin loforð um slíka framkvæmd tala þau um óraunhæfa drauma sína um neðanjarðarakreinar undir Miklubraut og Sæbraut. Það er vissulega hægt að leggja þessar miklu umferðaræðar í stokk, en hvað á að gera við alla umferðina meðan á þeim margra ára framkvæmdum stendur? Nær væri að greiða úr umferð þar sem hnútar eru, í stað þess að búa til enn fleiri. Önnur mikilvæg framkvæmd er Sundabrautin sem rætt hefur verið linnulaust um í aldarfjórðung án þess að nokkuð gerist annað en að tefja fyrir þessari samgöngubót. Á meðan reynir á þolrif borgarbúa, sem í góðri trú hafa flutt í úthverfin með von um greiðari samgöngur við miðbæ Reykjavíkur. Slóð svikinna loforða um bættar samgöngur í borginni virðast vera stærstu minnisvarðar núverandi stjórnvalda. Draumórar borgarlínunnar Sé vikið aftur að borgarlínunni, stærsta draumóraverkefni sögunnar, þá mun hún sjálfsagt valda meiri vandræðum en lausnum. Þrenging Suðurlandsbrautar í eina akrein í hvora átt, til að rýma til fyrir miðjusettum borgarlínuvögnum, mun valda ómældum umferðartöfum í austurhluta borgarinnar til langrar framtíðar. Lagning vagnlínu í gegnum Geirsnefið þýðir opnun á ruslahaug sem geymir þúsundir tonna af ryðguðu járni, eftir að borgaryfirvöldum hugkvæmdist fyrir margt löngu að urða þar yfir 600 bílhræ með rafgeymum og olíufylltum vélbúnaði. Almenningssamgöngur þurfa vissulega að vera fyrir hendi, en þær má útfæra á mun hagkvæmari hátt án þess að gengið sé á þær viðkvæmu samgönguæðar sem fyrir eru. Skoða þarf gatnakerfið í heild sinni og lagfæra það með mislægum gatnamótum og bættri ljósastýringu. Með því eykst umferðarflæðið og loftmengun minnkar. Á sama tíma þurfa vinnuveitendur og skólayfirvöld að huga að breytilegum mætingatíma og aukinni heimavinnu, en slíkt hjálpar til við að minnka umferð á álagstímum og jafna hana yfir daginn. Núverandi meirihluti hefur sagt borgarbúum eins konar samgöngustríð á hendur. Við erum ekki þar. Við í Flokki fólksins boðum samgöngur fyrir alla. Setjum X við F í kjörklefanum og tryggjum að svo megi verða. Höfundur skipar 5. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að ákveða fyrir fólk hvernig það ferðast á milli staða. Í þeirra verkahring er að greiða götu þeirra samgöngumáta sem íbúarnir kunna að velja sér. Jafnframt er eðlilegt að stjórnmálamenn skapi jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta almenningssamgöngur, hjólreiðar, gönguleiðir, rafskutlur og aðra ferðamáta fyrir þá sem það geta og vilja. Samgöngumál eru mörgum Reykvíkingum og gestum í Borginni ofarlega í huga, enda þurfa þeir daglega að berjast við að komast leiðar sinnar eftir gatnakerfi sem virðist löngu sprungið. Núverandi borgaryfirvöld einblína á fokdýrt borgarlínukerfi sem taka mun mörg ár og jafnvel áratugi að koma á koppinn, ef það verður þá nokkurn tíma fullgert. Tæknin stendur nefnilega ekki í stað. Hvort svo íbúarnir muni nýta sér þennan samgöngumáta skal ósagt látið, enda hafa þeir lengi haft bílinn í þjónustu sinni. Hann er hið örugga samgöngutæki sem hlífir fólki gegn óblíðri veðráttu og á að geta flutt það fljótt og örugglega á milli staða. En til þess þarf gatnakerfið að vera skilvirkt og er það á ábyrgð borgaryfirvalda að svo sé. Því miður eru margir ágallar á núverandi kerfi og margir kannast við ástandið á álagstímum. Kemur þar margt til. Umferðarljósum er ekki rétt stýrt, óþarfa þrengingum hefur verið komið upp og hraði lækkaður niður í 30 km á gömlum stofnbrautum. Jafnframt hefur bílastæðum markvist verið fækkað í borginni sem takmarkað hefur aðgengi öryrkja og eldri borgara og margra annarra að ákveðnum borgarhlutum eins og í miðbænum. Vísvitandi tafir og seinagangur borgaryfirvalda Alvarlegastur er þó sá seinagangur sem verið hefur í uppbyggingu þeirra umferðarmannvirkja sem stórbæta myndu umferðarflæðið í borginni. Hér má sérstaklega nefna mislæg gatnamót á horni Breiðholtsbrautar og Bústaðavegar, en sú einfalda lausn myndi losa um mengandi umferðarstíflur sem oft teppa stóran hluta stofnbrauta í næsta nágrenni. Á sama tíma og núverandi borgaryfirvöld eru stöðugt minnt á löngu svikin loforð um slíka framkvæmd tala þau um óraunhæfa drauma sína um neðanjarðarakreinar undir Miklubraut og Sæbraut. Það er vissulega hægt að leggja þessar miklu umferðaræðar í stokk, en hvað á að gera við alla umferðina meðan á þeim margra ára framkvæmdum stendur? Nær væri að greiða úr umferð þar sem hnútar eru, í stað þess að búa til enn fleiri. Önnur mikilvæg framkvæmd er Sundabrautin sem rætt hefur verið linnulaust um í aldarfjórðung án þess að nokkuð gerist annað en að tefja fyrir þessari samgöngubót. Á meðan reynir á þolrif borgarbúa, sem í góðri trú hafa flutt í úthverfin með von um greiðari samgöngur við miðbæ Reykjavíkur. Slóð svikinna loforða um bættar samgöngur í borginni virðast vera stærstu minnisvarðar núverandi stjórnvalda. Draumórar borgarlínunnar Sé vikið aftur að borgarlínunni, stærsta draumóraverkefni sögunnar, þá mun hún sjálfsagt valda meiri vandræðum en lausnum. Þrenging Suðurlandsbrautar í eina akrein í hvora átt, til að rýma til fyrir miðjusettum borgarlínuvögnum, mun valda ómældum umferðartöfum í austurhluta borgarinnar til langrar framtíðar. Lagning vagnlínu í gegnum Geirsnefið þýðir opnun á ruslahaug sem geymir þúsundir tonna af ryðguðu járni, eftir að borgaryfirvöldum hugkvæmdist fyrir margt löngu að urða þar yfir 600 bílhræ með rafgeymum og olíufylltum vélbúnaði. Almenningssamgöngur þurfa vissulega að vera fyrir hendi, en þær má útfæra á mun hagkvæmari hátt án þess að gengið sé á þær viðkvæmu samgönguæðar sem fyrir eru. Skoða þarf gatnakerfið í heild sinni og lagfæra það með mislægum gatnamótum og bættri ljósastýringu. Með því eykst umferðarflæðið og loftmengun minnkar. Á sama tíma þurfa vinnuveitendur og skólayfirvöld að huga að breytilegum mætingatíma og aukinni heimavinnu, en slíkt hjálpar til við að minnka umferð á álagstímum og jafna hana yfir daginn. Núverandi meirihluti hefur sagt borgarbúum eins konar samgöngustríð á hendur. Við erum ekki þar. Við í Flokki fólksins boðum samgöngur fyrir alla. Setjum X við F í kjörklefanum og tryggjum að svo megi verða. Höfundur skipar 5. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun