Óhagnaðardrifin ævintýraheimur Ómar Már Jónsson skrifar 5. maí 2022 16:16 Í ævintýrasögum þarf enginn að taka upp peninga og aldrei er talað um skatta og gjöld, hvað þá rekstur. Þar býr fólk í höllum og hlustar á fagra tóna innan um mikilfengleg listaverk. En þetta eru ævintýri, ekki alvöru heimur með alvöru fólki. Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík boða húsnæðisstefnu sem miðar að óhagnaði. Með öðrum orðum, enginn á að hagnast á húsnæði. Enginn á að græða og allir eru glaðir og hamingjusamir! Því þetta er svo flott orð. „Óhagnaðardrifið.“ En þegar meirihlutinn er beðinn um að útskýra hvað í þessu orði felst vandast málið og þá kemur einhver óskiljanlegur orðaflaumur sem enginn skilur. Það munu vera dæmi þess að einhver félagasamtök hafi fengið afslætti frá gjöldum og niðurfelld lóðagjöld og geti fyrir vikið afhent húsnæði til sinna félaga án þess að hagnast á því. Félagið græðir á því að hafa fullt af meðlimum sem vonast til að fá ódýrt húsnæði og mest þeir félagsmenn sem vinna í happadrættinu um húsnæði. Þegar dregið er í happdrættinu mætir borgarstjóri með blóm og fjölmiðlar fagna. Við hin horfum á fréttirnar með börnum og barnabörnum og veltum fyrir okkur í hvaða félag eigi að skrá þau svo þau fari á réttan biðlista. Raunveruleiki eða ævintýri Svo er annar valkostur. Hann er sá að hætta að horfa á ævintýramyndir og horfast í augu við raunveruleikann. Raunveruleikinn felst í að úthluta lóðum og byggja hús á lóðinni. Miðflokkurinn ætlar að gera það. Við í Miðflokknum ætlum að auka lóðaframboð hratt í Reykjavík og skipuleggja hratt ný hverfi og höfum rakið hvernig við ætlum að gera það. Úthlutum lóðum og það nægjanlega mörgum til að hægt sé að fullnægi þeirri þörf sem borgarbúar hafa. Önnur verkefni þarf svo að leysa. Eins og að reisa leikskóla, grunnskóla, vegi, afla vatns og rafmagns og tryggja að frárennsli sé í lagi. Alvöru verkefni sem eru verkefni borgarstjórnar og i þágu íbúa. Það er ekki okkar kjörinna fulltrúa að segja fólki hvernig það á að búa og hvar eða hvaða farartæki það á að nota. Það þarf að gera fólki kleift að búa, vinna og ferðast í borginni sem það vill búa í. Þannig búum við X-Meiri borg. Höfundur er oddviti lista Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í ævintýrasögum þarf enginn að taka upp peninga og aldrei er talað um skatta og gjöld, hvað þá rekstur. Þar býr fólk í höllum og hlustar á fagra tóna innan um mikilfengleg listaverk. En þetta eru ævintýri, ekki alvöru heimur með alvöru fólki. Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík boða húsnæðisstefnu sem miðar að óhagnaði. Með öðrum orðum, enginn á að hagnast á húsnæði. Enginn á að græða og allir eru glaðir og hamingjusamir! Því þetta er svo flott orð. „Óhagnaðardrifið.“ En þegar meirihlutinn er beðinn um að útskýra hvað í þessu orði felst vandast málið og þá kemur einhver óskiljanlegur orðaflaumur sem enginn skilur. Það munu vera dæmi þess að einhver félagasamtök hafi fengið afslætti frá gjöldum og niðurfelld lóðagjöld og geti fyrir vikið afhent húsnæði til sinna félaga án þess að hagnast á því. Félagið græðir á því að hafa fullt af meðlimum sem vonast til að fá ódýrt húsnæði og mest þeir félagsmenn sem vinna í happadrættinu um húsnæði. Þegar dregið er í happdrættinu mætir borgarstjóri með blóm og fjölmiðlar fagna. Við hin horfum á fréttirnar með börnum og barnabörnum og veltum fyrir okkur í hvaða félag eigi að skrá þau svo þau fari á réttan biðlista. Raunveruleiki eða ævintýri Svo er annar valkostur. Hann er sá að hætta að horfa á ævintýramyndir og horfast í augu við raunveruleikann. Raunveruleikinn felst í að úthluta lóðum og byggja hús á lóðinni. Miðflokkurinn ætlar að gera það. Við í Miðflokknum ætlum að auka lóðaframboð hratt í Reykjavík og skipuleggja hratt ný hverfi og höfum rakið hvernig við ætlum að gera það. Úthlutum lóðum og það nægjanlega mörgum til að hægt sé að fullnægi þeirri þörf sem borgarbúar hafa. Önnur verkefni þarf svo að leysa. Eins og að reisa leikskóla, grunnskóla, vegi, afla vatns og rafmagns og tryggja að frárennsli sé í lagi. Alvöru verkefni sem eru verkefni borgarstjórnar og i þágu íbúa. Það er ekki okkar kjörinna fulltrúa að segja fólki hvernig það á að búa og hvar eða hvaða farartæki það á að nota. Það þarf að gera fólki kleift að búa, vinna og ferðast í borginni sem það vill búa í. Þannig búum við X-Meiri borg. Höfundur er oddviti lista Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun