Veðjum á börnin okkar Bjarni Gunnólfsson skrifar 5. maí 2022 15:31 Stundum vildi maður að hægt væri að færa tímann til baka, fyrir þann tíma þegar öllu því var lofað sem ekki er búið að framkvæma í dag. Að venju lofa allir bæjarstjórnarflokkarnir nú öllu fögru eftir að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt síðustu fjögur ár. Við Miðflokksmenn erum hins vegar með víðfema og trausta stefnuskrá sem okkur iðar í skinninu að fá að framkvæma fáum við til þess brautargengi hjá kjósendum í Reykjanesbæ. Við í Miðflokknum munum láta verkin tala. Við tölum fyrir fríum skólamáltíðum fyrir börn og aukningu á hvatagreiðslum fyrir börnin. Við viljum um leið ráðdeild og teljum að kostnaðurinn við þetta sé aðeins um 1,5% af rekstrartekjum bæjarins, okkur finnst framtíð barnanna vera þess virði. Um leið tala margir þeirra fyrir því að hækka framlög til íþróttamála upp í allt að 12% af rekstrartekjum, en enginn segir hvernig á að gera það. Menning og íþróttir frí fyrir börnin Miðflokkurinn ætlar sér að fjórfalda hvatagreiðslur, sem þýðir að menning og íþróttastarf verði því sem næst frítt fyrir börnin og þá geta börnin, eftir því hvar þeirra áhugasvið liggur, gert það sem þau vilja, ekki það sem foreldrar og forráðamenn hafa efni á. Þetta þýðir að bæði menningarstarfsemi og íþróttastarf getur sótt sér fjármagn til bæjarins með því að laða börnin til sín og þurfa um leið að halda áhuga þeirra á því sem þau velja sér áfram með skemmtilegu og áhugaverðu starfi. Með þessari nálgun er öruggt að heildarframlög til menningar- og íþróttastarfa aukast á kjörtímabilinu, en með skynsömum og fyrirséðum hætti. Bygging nýs miðbæjar er hugsuð til þess að gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu. Okkar útfærsla gengur út á að reisa hann á Vatnsnesi og við Keflavíkurhöfn, við viljum gera þennan miðbæ að miðstöð svokallaðrar "TAX FREE" verslunar þar sem ferðamenn stoppa á leiðinni til landsins eða á leiðinni aftur heim og geti á einum stað keypt vörur og fengið skattpeninginn sinn tilbaka. Við teljum að nýr og öflugur miðbær sé forsenda þess að önnur starfsemi geti dafnað.Kjósið flokk sem er settur saman til að þjónusta bæjarbúa og hugsar til framtíðar. Vertu MEMM, X-M! Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Stundum vildi maður að hægt væri að færa tímann til baka, fyrir þann tíma þegar öllu því var lofað sem ekki er búið að framkvæma í dag. Að venju lofa allir bæjarstjórnarflokkarnir nú öllu fögru eftir að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt síðustu fjögur ár. Við Miðflokksmenn erum hins vegar með víðfema og trausta stefnuskrá sem okkur iðar í skinninu að fá að framkvæma fáum við til þess brautargengi hjá kjósendum í Reykjanesbæ. Við í Miðflokknum munum láta verkin tala. Við tölum fyrir fríum skólamáltíðum fyrir börn og aukningu á hvatagreiðslum fyrir börnin. Við viljum um leið ráðdeild og teljum að kostnaðurinn við þetta sé aðeins um 1,5% af rekstrartekjum bæjarins, okkur finnst framtíð barnanna vera þess virði. Um leið tala margir þeirra fyrir því að hækka framlög til íþróttamála upp í allt að 12% af rekstrartekjum, en enginn segir hvernig á að gera það. Menning og íþróttir frí fyrir börnin Miðflokkurinn ætlar sér að fjórfalda hvatagreiðslur, sem þýðir að menning og íþróttastarf verði því sem næst frítt fyrir börnin og þá geta börnin, eftir því hvar þeirra áhugasvið liggur, gert það sem þau vilja, ekki það sem foreldrar og forráðamenn hafa efni á. Þetta þýðir að bæði menningarstarfsemi og íþróttastarf getur sótt sér fjármagn til bæjarins með því að laða börnin til sín og þurfa um leið að halda áhuga þeirra á því sem þau velja sér áfram með skemmtilegu og áhugaverðu starfi. Með þessari nálgun er öruggt að heildarframlög til menningar- og íþróttastarfa aukast á kjörtímabilinu, en með skynsömum og fyrirséðum hætti. Bygging nýs miðbæjar er hugsuð til þess að gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu. Okkar útfærsla gengur út á að reisa hann á Vatnsnesi og við Keflavíkurhöfn, við viljum gera þennan miðbæ að miðstöð svokallaðrar "TAX FREE" verslunar þar sem ferðamenn stoppa á leiðinni til landsins eða á leiðinni aftur heim og geti á einum stað keypt vörur og fengið skattpeninginn sinn tilbaka. Við teljum að nýr og öflugur miðbær sé forsenda þess að önnur starfsemi geti dafnað.Kjósið flokk sem er settur saman til að þjónusta bæjarbúa og hugsar til framtíðar. Vertu MEMM, X-M! Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar