Segir sorglegt að lífeyrissjóðir standi með stórfyrirtækjum en ekki launafólki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 17:53 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir skjóta skökku við að lífeyrissjóðirnir skuli ekki grípa inn í hækkandi vöruverð. Þeir eigi stærstan hluta í matvöruverslunum landsins og hugsi frekar um arðsemi en hagsmuni neytenda. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir skökku skjóta við að lífeyrissjóðirnir, sem eigi stærstan hlut í öllum helstu matvöruverslunum landsins, skuli ekki mótmæla hækkandi matvöruverði. Hækkandi vöruverð komi helst niður á neytendum, launafólki sem eigi sjóðina. „Þetta er grafalvarleg staða. Eins og í þessu tilfelli högnuðust Hagar um fjóra milljarða og ætla að greiða eigendum tvo milljarða í arðgreiðslur á meðan við erum að horfa á hækkanir á vöruverði eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta kemur helst niður á neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að eigendur Haga stefni að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Þá hefur verðbólga hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, og matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent á einu ári. Spyr hvers vegna lífeyrissjóðir mótmæli ekki hækkunum „Almenningur í landinu þarf að taka á sig kostnaðarhækkanir en á sama tíma eru fyrirtækin að hagnast gríðarlega. Mér finnst það siðferðisleg skylda stórfyrirtækja að draga úr kostnaðarhækkunum, ekki bara varpa þeim miskunnarlaust út í verðlagið til þess eins að skila inn hagnaði og greiða út arð,“ segir Vilhjálmur. Hann segist sérstaklega hugsi yfir stöðunni vegna aðildar lífeyrissjóða að rekstri þessara fyrirtækja. Hann bendir á að lífeyrissjóðirinir í landinu eigi 50-70 prósent í öllum helstu fyrirtækjunum landsins, til dæmis Festi, Högum og Eimskipafélaginu. „Það hefur líka komið fram að Eimskip skilaði sex milljörðum í hagnað og það liggur fyrir að flutningskostnaður á vörum til Íslands hefur margfaldast á síðustu tveimur árum. Það virðist ekki vera neinn vilji hjá eigendum þessara fyrirtækja að taka þátt í að milda áhrifin svo að neytendur verði ekki fyrir barðinu á þeim,“ segir Vilhjálmur. „Það er umhugsunarefni að það skuli vera lífeyrissjóðir launafólks sem virðist öskra á aukna arðsemi og vilji meiri arðsemi í dag en í gær. Það þýðir ekkert annað en að það er verið að lúberja neytendur og launafólk, sem eiga þessa sjóði. Mér finnst lífeyrissjóðirnir þurfa að spyrna við þessu því þeir eru aðaleigendur þessara fyrirtækja.“ Verkalýðshreyfingin þurfi að grípa inní Hann segir að neytendur geti því miður lítið gert í þessum verðlagshækkunum, annað en að ræða þær á opinberum vettvangi og mótmælt. Vilhjálmur skrifaði í dag færslu á Facebook þar sem hann sagði löngu tímabært að verkalýðshreyfingin gripi inn í. „Enda er verið að níðast á neytendum í gegnum þessi stórfyrirtæki vegna þeirrar arðsemisgræðgi sem heltekið hefur eigendur stórfyrirtækja,“ skrifaði Vilhjálmur í dag. „Hvað neytendur geta gert... þeir geta því miður rosalega lítið gert en það er hlutverk okkar í verkalýðshreyfingunni og fjölmiðla að benda á þessar staðreyndir hví í ósköpunum þessi stórfyrirtæki eru að skila svona miklum hagnaði á meðan þessar hækkanir eru að gerast á sama tíma.“ Neytendur Verðlag Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Áhrif hækkandi matvælaverðs á eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. 3. maí 2022 12:53 Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. 2. maí 2022 19:47 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
„Þetta er grafalvarleg staða. Eins og í þessu tilfelli högnuðust Hagar um fjóra milljarða og ætla að greiða eigendum tvo milljarða í arðgreiðslur á meðan við erum að horfa á hækkanir á vöruverði eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta kemur helst niður á neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að eigendur Haga stefni að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Þá hefur verðbólga hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, og matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent á einu ári. Spyr hvers vegna lífeyrissjóðir mótmæli ekki hækkunum „Almenningur í landinu þarf að taka á sig kostnaðarhækkanir en á sama tíma eru fyrirtækin að hagnast gríðarlega. Mér finnst það siðferðisleg skylda stórfyrirtækja að draga úr kostnaðarhækkunum, ekki bara varpa þeim miskunnarlaust út í verðlagið til þess eins að skila inn hagnaði og greiða út arð,“ segir Vilhjálmur. Hann segist sérstaklega hugsi yfir stöðunni vegna aðildar lífeyrissjóða að rekstri þessara fyrirtækja. Hann bendir á að lífeyrissjóðirinir í landinu eigi 50-70 prósent í öllum helstu fyrirtækjunum landsins, til dæmis Festi, Högum og Eimskipafélaginu. „Það hefur líka komið fram að Eimskip skilaði sex milljörðum í hagnað og það liggur fyrir að flutningskostnaður á vörum til Íslands hefur margfaldast á síðustu tveimur árum. Það virðist ekki vera neinn vilji hjá eigendum þessara fyrirtækja að taka þátt í að milda áhrifin svo að neytendur verði ekki fyrir barðinu á þeim,“ segir Vilhjálmur. „Það er umhugsunarefni að það skuli vera lífeyrissjóðir launafólks sem virðist öskra á aukna arðsemi og vilji meiri arðsemi í dag en í gær. Það þýðir ekkert annað en að það er verið að lúberja neytendur og launafólk, sem eiga þessa sjóði. Mér finnst lífeyrissjóðirnir þurfa að spyrna við þessu því þeir eru aðaleigendur þessara fyrirtækja.“ Verkalýðshreyfingin þurfi að grípa inní Hann segir að neytendur geti því miður lítið gert í þessum verðlagshækkunum, annað en að ræða þær á opinberum vettvangi og mótmælt. Vilhjálmur skrifaði í dag færslu á Facebook þar sem hann sagði löngu tímabært að verkalýðshreyfingin gripi inn í. „Enda er verið að níðast á neytendum í gegnum þessi stórfyrirtæki vegna þeirrar arðsemisgræðgi sem heltekið hefur eigendur stórfyrirtækja,“ skrifaði Vilhjálmur í dag. „Hvað neytendur geta gert... þeir geta því miður rosalega lítið gert en það er hlutverk okkar í verkalýðshreyfingunni og fjölmiðla að benda á þessar staðreyndir hví í ósköpunum þessi stórfyrirtæki eru að skila svona miklum hagnaði á meðan þessar hækkanir eru að gerast á sama tíma.“
Neytendur Verðlag Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Áhrif hækkandi matvælaverðs á eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07 Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. 3. maí 2022 12:53 Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. 2. maí 2022 19:47 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Áhrif hækkandi matvælaverðs á eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. 3. maí 2022 13:07
Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. 3. maí 2022 12:53
Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. 2. maí 2022 19:47