Ætti grunnskólinn að hefjast fimm ára? Hildur Björnsdóttir skrifar 3. maí 2022 07:31 Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk. Bleiki fíllinn í herberginu er mönnunarvandinn. Hefjum grunnskólann fyrr! Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekkið til að endurskoða opinber kerfi sem þjóna ekki lengur fólkinu. Kjarkinn til að ræða breytingar þar sem breytinga er þörf.Það er kominn tími á kjarkaða endurskoðun skólakerfisins - þar sem leikskólastigið og grunnskólastigið er skoðað heildstætt. Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd að grunnskólagangan hefjist við fimm ára aldur, og henni ljúki á fimmtánda ári. Börn myndu þá útskrifast úr grunnskóla ári fyrr – og leysa mætti mönnunarvanda skólakerfisins. Í fimm ára bekknum væri kennsla á forsendum leikskólans. Skapa mætti aukna tengingu milli leikskóla og grunnskóla og hugsa menntun barna með heildstæðum hætti allt frá unga aldri til loka grunnskólagöngunnar. Það er löngu tímabært að upphefja leikskólastarfið enda sýnir fjöldi rannsókna mikilvægi þess að leikur sé notaður sem kennsluaðferð fyrir ung börn. Leikskólapláss við 12 mánaða aldur Með því að hefja grunnskólagönguna ári fyrr getum við tryggt öllum börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þannig þyrfti eingöngu að manna fjórtán árganga í skólakerfinu í stað fimmtán. Það er raunveruleg lausn á mönnunarvandanum, ekki innantómt orðagjálfur. Víða erlendis hefst grunnskólinn við fimm ára aldur og í flestum samanburðarlöndum útskrifast ungmenni úr framhaldsskóla við 18 ára aldur. Breytingin gæti tryggt aukið samkeppnishæfi íslenskra ungmenna og verið gæfuspor ef unnið á faglegum forsendum. Hliðrun grunnskólagöngunnar myndi ekki einungis tryggja betri dreifingu mannauðs heldur jafnframt skapa fjárhagslegt svigrúm sem nemur um fjórum milljörðum árlega. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta kjör kennara sem nemur 100.000 kr. mánaðarlega en jafnframt tryggja bættar starfsaðstæður og nútímalegra skólahúsnæði fyrir börn. Það er til mikils að vinna og full ástæða að hefja kennarastarfið enn fremur til vegs og virðingar. Vandinn mun einungis vaxa Leikskólavandinn sem við glímum við í dag er uppsafnaður. Núverandi meirihluti hefur vanrækt málaflokkinn og ekki tekist að sýna eðlilega fyrirhyggju svo unnt sé að taka á móti tólf mánaða börnum þegar þeirra tími kemur. Þess utan er mannfjöldaspá okkur óhagstæð. Börnum á leikskólaaldri mun fjölga um fimmtung á næsta kjörtímabili. Verkefnið mun einungis stækka og er þegar vaxið meirihlutaflokkunum yfir höfuð. Borgarstjóri og samverkafólk hans er ráðþrota. Oddviti Framsóknar virðist jafnframt ráðþrota. Hann hefur látið hafa eftir sér að leikskólavandann verði ómögulegt að leysa. Það er ekki rétt. Lausnin krefst þess hins vegar að við skoðum skólakerfið heildstætt. Hver hefur trúverðugleika? Allir flokkar sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor lofa útspili í leikskólamálum. Skyldi engan undra. Málið snertir afskaplega mörg heimili og vinnustaði í borginni. Börnin sjálf missa fyrstu tækifærin til að þroskast og dafna innan um jafnaldra sína. Afar og ömmur hlaupa í skarðið, vinnuveitendur missa mikilvæga starfskrafta og nýir foreldrar þurfa að setja starfsframann á bið. Við töpum öll á því ófremdarástandi sem ríkir í leikskólamálunum. Þeir flokkar sem nú sitja í meirihluta hafa ekki trúverðugleika í málinu. Þeim hefur ekki tekist að vinna að lausn vandans – raunar neita þau að viðurkenna vandann. Börnum eru boðin leikskólapláss í skólum sem ekki eru til og biðlistar virðast standa í stað. Borgarstjóri er rúinn trausti. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Nýtt fólk með nýjar áherslur sem hefur kjarkinn til að framkvæma. Við getum leyst neyðarástandið í leikskólamálunum – en til þess þarf að hugsa út fyrir boxið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk. Bleiki fíllinn í herberginu er mönnunarvandinn. Hefjum grunnskólann fyrr! Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekkið til að endurskoða opinber kerfi sem þjóna ekki lengur fólkinu. Kjarkinn til að ræða breytingar þar sem breytinga er þörf.Það er kominn tími á kjarkaða endurskoðun skólakerfisins - þar sem leikskólastigið og grunnskólastigið er skoðað heildstætt. Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd að grunnskólagangan hefjist við fimm ára aldur, og henni ljúki á fimmtánda ári. Börn myndu þá útskrifast úr grunnskóla ári fyrr – og leysa mætti mönnunarvanda skólakerfisins. Í fimm ára bekknum væri kennsla á forsendum leikskólans. Skapa mætti aukna tengingu milli leikskóla og grunnskóla og hugsa menntun barna með heildstæðum hætti allt frá unga aldri til loka grunnskólagöngunnar. Það er löngu tímabært að upphefja leikskólastarfið enda sýnir fjöldi rannsókna mikilvægi þess að leikur sé notaður sem kennsluaðferð fyrir ung börn. Leikskólapláss við 12 mánaða aldur Með því að hefja grunnskólagönguna ári fyrr getum við tryggt öllum börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þannig þyrfti eingöngu að manna fjórtán árganga í skólakerfinu í stað fimmtán. Það er raunveruleg lausn á mönnunarvandanum, ekki innantómt orðagjálfur. Víða erlendis hefst grunnskólinn við fimm ára aldur og í flestum samanburðarlöndum útskrifast ungmenni úr framhaldsskóla við 18 ára aldur. Breytingin gæti tryggt aukið samkeppnishæfi íslenskra ungmenna og verið gæfuspor ef unnið á faglegum forsendum. Hliðrun grunnskólagöngunnar myndi ekki einungis tryggja betri dreifingu mannauðs heldur jafnframt skapa fjárhagslegt svigrúm sem nemur um fjórum milljörðum árlega. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta kjör kennara sem nemur 100.000 kr. mánaðarlega en jafnframt tryggja bættar starfsaðstæður og nútímalegra skólahúsnæði fyrir börn. Það er til mikils að vinna og full ástæða að hefja kennarastarfið enn fremur til vegs og virðingar. Vandinn mun einungis vaxa Leikskólavandinn sem við glímum við í dag er uppsafnaður. Núverandi meirihluti hefur vanrækt málaflokkinn og ekki tekist að sýna eðlilega fyrirhyggju svo unnt sé að taka á móti tólf mánaða börnum þegar þeirra tími kemur. Þess utan er mannfjöldaspá okkur óhagstæð. Börnum á leikskólaaldri mun fjölga um fimmtung á næsta kjörtímabili. Verkefnið mun einungis stækka og er þegar vaxið meirihlutaflokkunum yfir höfuð. Borgarstjóri og samverkafólk hans er ráðþrota. Oddviti Framsóknar virðist jafnframt ráðþrota. Hann hefur látið hafa eftir sér að leikskólavandann verði ómögulegt að leysa. Það er ekki rétt. Lausnin krefst þess hins vegar að við skoðum skólakerfið heildstætt. Hver hefur trúverðugleika? Allir flokkar sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor lofa útspili í leikskólamálum. Skyldi engan undra. Málið snertir afskaplega mörg heimili og vinnustaði í borginni. Börnin sjálf missa fyrstu tækifærin til að þroskast og dafna innan um jafnaldra sína. Afar og ömmur hlaupa í skarðið, vinnuveitendur missa mikilvæga starfskrafta og nýir foreldrar þurfa að setja starfsframann á bið. Við töpum öll á því ófremdarástandi sem ríkir í leikskólamálunum. Þeir flokkar sem nú sitja í meirihluta hafa ekki trúverðugleika í málinu. Þeim hefur ekki tekist að vinna að lausn vandans – raunar neita þau að viðurkenna vandann. Börnum eru boðin leikskólapláss í skólum sem ekki eru til og biðlistar virðast standa í stað. Borgarstjóri er rúinn trausti. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Nýtt fólk með nýjar áherslur sem hefur kjarkinn til að framkvæma. Við getum leyst neyðarástandið í leikskólamálunum – en til þess þarf að hugsa út fyrir boxið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun